Freistar þess að ná fram réttlæti sautján árum eftir morðið á Elodie Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 23:31 Elodie Kulik var 24 ára þegar hún var myrt. Elodie Kulik var á leið heim af veitingastað í janúar árið 2002 þegar henni var rænt, nauðgað og hún loks myrt. Enginn var nokkurn tímann handtekinn í tengslum við morðið en nú – sautján árum síðar – hefur karlmaður loks verið dreginn fyrir dóm í Frakklandi. Elodie var 24 ára og starfaði í banka í franska bænum Péronne í norðurhluta Frakklands. Setið var fyrir henni þar sem hún var akandi á leið heim til sín. Í þann mund sem hún reyndi að hringja í neyðarlínuna var hún dregin út úr bíl sínum. Umfangsmikilli lögreglurannsókn var strax hrint af stað en lögregla komst aldrei á sporið. Enginn var handtekinn og rannsóknin lognaðist út af.Líf föðurins litað harmleik Faðir Elodi, Jack Kulik, gafst þó aldrei upp. Síðustu ár hefur hann haldið uppi öflugri herferð gagnvart lögreglu og dómstólum til að freista þess að finna morðingja dóttur sinnar. Og nú, þökk sé staðfestu föðurins og nýstárlegri erfðatækni, er loks réttað í málinu. Willy Bardon, 45 ára Frakki, hefur verið ákærður fyrir að ræna Elodie, nauðga henni og myrða hana. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum. Réttarhöld yfir Bardon hófust í borginni Amiens í gær. Sakborningurinn var viðstaddur, sem og Jack Kulik. Í frétt BBC um réttarhöldin segir að hvert áfallið á fætur öðru hafi dunið á Jack: tvö elstu börn hans létust í bílslysi þegar þau voru fimm og sex ára. Eiginkona hans lést árið 2011 eftir að hafa reynt að fremja sjálfsvíg. Og þá á eftir að telja morðið á Elodie. Einblíndu á fjölskyldurnar En hvernig rakti lögregla slóð meints morðingja sautján árum síðar? Atburðarásin er rakin í frétt BBC um málið. Þar kemur fram að lík Elodie hafi fundist 12. janúar 2002. Á vettvangi fannst smokkur með sæðisleifum, auk erfðaefnis úr fjórum mönnum og fingrafar. Ljóst þótti að nokkrir menn hefðu verið að verki.Jack Kulik sést hér í köflóttri skyrtu til hægri á mynd. Hann er viðstaddur minningarathöfn til heiðurs Christelle Dubuisson, ungri konu sem fannst myrt nokkrum mánuðum eftir morðið á Elodie.Vísir/gettyÞegar málið var rannsakað á sínum tíma láðist lögreglu að finna eigendur erfðaefnisins í gagnasöfnum sínum. Í janúar 2011 stakk franskur lögreglumaður, Emmanuel Pham-Hoai, svo upp á því að prófuð yrði tiltölulega ný tækni, að velskri fyrirmynd. Þannig var ekki lengur reynt að finna einstaklinga með erfðaefni sem samsvaraði nákvæmlega erfðaefninu sem fannst á vettvangi, heldur var einblínt á þá sem samsvöruðust því aðeins að hluta. Í grunninn stóð leit nú yfir að fjölskyldumeðlimum morðingjanna. Aðeins liðu nokkrir dagar þangað til að nákvæm samsvörun fannst á milli erfðaefnisins í smokknum og erfðaefnisins í frönskum karlmanni. Sá sat þó þegar í fangelsi.Röddin grundvöllur ákærunnar Síðar, með sömu tækni, komst lögregla á snoðir um Grégory Wiart, verkfræðing sem lést í bílslysi árið 2003. Líkamsleifar hans voru grafnar upp. Lögregla gaf það út í kjölfarið að hann væri einn morðingjanna. Að síðustu handtók lögregla sjö meðlimi franskrar fjölskyldu, þar á meðal Willy Bardon, sem nú er ákærður. Hann ólst upp í sama þorpi og Wiart. Bardon var ákærður eftir að rödd hans var borin saman við eina af karlmannsröddunum sem heyrðust í neyðarlínusímtali Elodie rétt áður hún er myrt. Bardon hafnar því að rödd hans heyrist í símtalinu. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í máli hans í byrjun desember. Frakkland Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Elodie Kulik var á leið heim af veitingastað í janúar árið 2002 þegar henni var rænt, nauðgað og hún loks myrt. Enginn var nokkurn tímann handtekinn í tengslum við morðið en nú – sautján árum síðar – hefur karlmaður loks verið dreginn fyrir dóm í Frakklandi. Elodie var 24 ára og starfaði í banka í franska bænum Péronne í norðurhluta Frakklands. Setið var fyrir henni þar sem hún var akandi á leið heim til sín. Í þann mund sem hún reyndi að hringja í neyðarlínuna var hún dregin út úr bíl sínum. Umfangsmikilli lögreglurannsókn var strax hrint af stað en lögregla komst aldrei á sporið. Enginn var handtekinn og rannsóknin lognaðist út af.Líf föðurins litað harmleik Faðir Elodi, Jack Kulik, gafst þó aldrei upp. Síðustu ár hefur hann haldið uppi öflugri herferð gagnvart lögreglu og dómstólum til að freista þess að finna morðingja dóttur sinnar. Og nú, þökk sé staðfestu föðurins og nýstárlegri erfðatækni, er loks réttað í málinu. Willy Bardon, 45 ára Frakki, hefur verið ákærður fyrir að ræna Elodie, nauðga henni og myrða hana. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum. Réttarhöld yfir Bardon hófust í borginni Amiens í gær. Sakborningurinn var viðstaddur, sem og Jack Kulik. Í frétt BBC um réttarhöldin segir að hvert áfallið á fætur öðru hafi dunið á Jack: tvö elstu börn hans létust í bílslysi þegar þau voru fimm og sex ára. Eiginkona hans lést árið 2011 eftir að hafa reynt að fremja sjálfsvíg. Og þá á eftir að telja morðið á Elodie. Einblíndu á fjölskyldurnar En hvernig rakti lögregla slóð meints morðingja sautján árum síðar? Atburðarásin er rakin í frétt BBC um málið. Þar kemur fram að lík Elodie hafi fundist 12. janúar 2002. Á vettvangi fannst smokkur með sæðisleifum, auk erfðaefnis úr fjórum mönnum og fingrafar. Ljóst þótti að nokkrir menn hefðu verið að verki.Jack Kulik sést hér í köflóttri skyrtu til hægri á mynd. Hann er viðstaddur minningarathöfn til heiðurs Christelle Dubuisson, ungri konu sem fannst myrt nokkrum mánuðum eftir morðið á Elodie.Vísir/gettyÞegar málið var rannsakað á sínum tíma láðist lögreglu að finna eigendur erfðaefnisins í gagnasöfnum sínum. Í janúar 2011 stakk franskur lögreglumaður, Emmanuel Pham-Hoai, svo upp á því að prófuð yrði tiltölulega ný tækni, að velskri fyrirmynd. Þannig var ekki lengur reynt að finna einstaklinga með erfðaefni sem samsvaraði nákvæmlega erfðaefninu sem fannst á vettvangi, heldur var einblínt á þá sem samsvöruðust því aðeins að hluta. Í grunninn stóð leit nú yfir að fjölskyldumeðlimum morðingjanna. Aðeins liðu nokkrir dagar þangað til að nákvæm samsvörun fannst á milli erfðaefnisins í smokknum og erfðaefnisins í frönskum karlmanni. Sá sat þó þegar í fangelsi.Röddin grundvöllur ákærunnar Síðar, með sömu tækni, komst lögregla á snoðir um Grégory Wiart, verkfræðing sem lést í bílslysi árið 2003. Líkamsleifar hans voru grafnar upp. Lögregla gaf það út í kjölfarið að hann væri einn morðingjanna. Að síðustu handtók lögregla sjö meðlimi franskrar fjölskyldu, þar á meðal Willy Bardon, sem nú er ákærður. Hann ólst upp í sama þorpi og Wiart. Bardon var ákærður eftir að rödd hans var borin saman við eina af karlmannsröddunum sem heyrðust í neyðarlínusímtali Elodie rétt áður hún er myrt. Bardon hafnar því að rödd hans heyrist í símtalinu. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í máli hans í byrjun desember.
Frakkland Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira