Nýstignir úr dýflissunni Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Bjarki og Egill Viðarssynir stofnuðu saman hljómsveitina Andy Svarthol fyrir þremur árum. Fréttablaðið/Stefán Bræðurnir Egill og Bjarki Viðarssynir mynda hljómsveitina Andy Svarthol. Nafnið á vel við þar sem hljómsveitin varð til í stúdíói í kjallara, eða dýflissunni eins og meðlimirnir tveir kalla hana. Nú í apríl á þessu ári kom út þeirra fyrsta breiðskífa, Mörur, á netið en hún kemur út á vínyl í dag. Í tilefni útgáfunnar heldur hljómsveitin tónleika í kvöld á skemmtistaðnum Hressó í Austurstræti.Spila sjaldan Sagan um tilurð sveitarinnar byrjar heldur bratt. „Ég dró Bjarka niður í dýflissuna mína. Eða sko, ég er með stúdíó í kjallaranum mínum,“ segir Egill. „Hann er stóri bróðir minn þannig að hann komst upp með það,“ segir Bjarki, og bræðurnir hlæja. „Mig langaði bara til að gera eitthvað skemmtilegt með litla bróður mínum. Við byrjuðum á að gefa út eitt lag og því var mjög vel tekið, en við gerum allt sjálfir; spilum á allt, tökum upp og syngjum. Svo vorum við fengnir til að spila á KEXP tónleikum um það leyti sem lagið kom út. Það voru fyrstu tónleikarnir hans Bjarka, hann varð fyrir hálfgerðu áfalli,“ segir Egill. „Já, það var erfitt. Ljósin í augunum. Við fríkuðum út þannig að við flúðum bara aftur niður í dýflissuna,“ segir Bjarki. „Við höfum bara verið þar saman síðan, að nostra við að gera þessi lög. Það er samt smá óheilbrigt, því við erum þarna alltaf bara tveir einir saman. Þannig að við dettum stundum inn í okkar þráhyggjuheim,“ segi Egill. „Skríðum svo upp úr dýflissunni og sjáum sólarljósið. Þess vegna spilum við svona sjaldan,“ segir Bjarki. „Já, einmitt, við spilum mjög sjaldan og svo þegar við gerum það þá skiljum við ekkert af hverju við erum að því. Við viljum helst bara vera í myrkrinu. Okkur finnst bara best að vera þar, þótt þetta sé ekkert besti staðurinn til eyða tímanum sínum. Við viljum bara semja skemmtileg lög og gera góðar melódíur,“ segir Egill. KjallarapoppEn hvernig tónlist spilar Andy Svarthol? „Ég myndi lýsa þessu sem kjallarapoppi,“ segir Bjarki. „Við notum mikið af sömplum og slíku til að láta eins við séum stærðarinnar hljómsveit,“ segir Egill. „Það er einfalt að vera bara tveir en það er mjög erfitt þegar við þurfum svo að flytja lögin fyrir framan fólk,“ segir Bjarki. Tónlistarkonan unga og efnilega gugusar hitar upp fyrir hljómsveitina. Gugusar er listamannsnafn Guðlaugar Sóleyjar Höskuldsdóttur, sem hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarin misseri. „Hún er mjög góð. Við veltum eitthvað fyrir okkur hvort við þyrftum að tala við forráðamenn hennar til að fá hana til að spila,“ segir Egill „Hún er að gera alveg ótrúlega góða og mjög þroskaða tónlist,“ segir Bjarki. Bragi Páll Sigurðsson skáld og vinur strákanna les upp úr nýjustu bók sinni, Austur. Sérfræðingur í músagangi Það stendur ekki til að bæta meðlim við í bili, þótt óboðinn gestur hafi gert vart við sig í dýflissunni undanfarið. Eða verður það mögulega þriðji meðlimurinn? „Egill er orðinn sérfræðingur í músagangi. Við erum ekki lengur einir í dýflissunni,“ segir Bjarki. „Fyrst voru við mjög vinalegir við hana, gáfum henni ost og Bjarki gaf henni nafn og allt. Þegar á leið áttuðum við okkur á því að það væri kannski ekki góð hugmynd. Eiginlega bara hræðileg hugmynd,“ segir Egill. „Þá urðum við stressaðir yfir að hún kæmi kannski með músavini sína,“ segir Bjarki. „Þá myndum við kannski enda með tuttugu meðlimi í bandinu. En ég veit annars ekkert af hverju við stofnuðum þessa hljómsveit,“ segir Egill. Svalið forvitninni og sjáið hvort músagengið úr dýflissunni stígi á svið með strákunum í Andy Svarthol í kvöld á Hressó klukkan 21.00. Miðar fást á tix.is. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Bræðurnir Egill og Bjarki Viðarssynir mynda hljómsveitina Andy Svarthol. Nafnið á vel við þar sem hljómsveitin varð til í stúdíói í kjallara, eða dýflissunni eins og meðlimirnir tveir kalla hana. Nú í apríl á þessu ári kom út þeirra fyrsta breiðskífa, Mörur, á netið en hún kemur út á vínyl í dag. Í tilefni útgáfunnar heldur hljómsveitin tónleika í kvöld á skemmtistaðnum Hressó í Austurstræti.Spila sjaldan Sagan um tilurð sveitarinnar byrjar heldur bratt. „Ég dró Bjarka niður í dýflissuna mína. Eða sko, ég er með stúdíó í kjallaranum mínum,“ segir Egill. „Hann er stóri bróðir minn þannig að hann komst upp með það,“ segir Bjarki, og bræðurnir hlæja. „Mig langaði bara til að gera eitthvað skemmtilegt með litla bróður mínum. Við byrjuðum á að gefa út eitt lag og því var mjög vel tekið, en við gerum allt sjálfir; spilum á allt, tökum upp og syngjum. Svo vorum við fengnir til að spila á KEXP tónleikum um það leyti sem lagið kom út. Það voru fyrstu tónleikarnir hans Bjarka, hann varð fyrir hálfgerðu áfalli,“ segir Egill. „Já, það var erfitt. Ljósin í augunum. Við fríkuðum út þannig að við flúðum bara aftur niður í dýflissuna,“ segir Bjarki. „Við höfum bara verið þar saman síðan, að nostra við að gera þessi lög. Það er samt smá óheilbrigt, því við erum þarna alltaf bara tveir einir saman. Þannig að við dettum stundum inn í okkar þráhyggjuheim,“ segi Egill. „Skríðum svo upp úr dýflissunni og sjáum sólarljósið. Þess vegna spilum við svona sjaldan,“ segir Bjarki. „Já, einmitt, við spilum mjög sjaldan og svo þegar við gerum það þá skiljum við ekkert af hverju við erum að því. Við viljum helst bara vera í myrkrinu. Okkur finnst bara best að vera þar, þótt þetta sé ekkert besti staðurinn til eyða tímanum sínum. Við viljum bara semja skemmtileg lög og gera góðar melódíur,“ segir Egill. KjallarapoppEn hvernig tónlist spilar Andy Svarthol? „Ég myndi lýsa þessu sem kjallarapoppi,“ segir Bjarki. „Við notum mikið af sömplum og slíku til að láta eins við séum stærðarinnar hljómsveit,“ segir Egill. „Það er einfalt að vera bara tveir en það er mjög erfitt þegar við þurfum svo að flytja lögin fyrir framan fólk,“ segir Bjarki. Tónlistarkonan unga og efnilega gugusar hitar upp fyrir hljómsveitina. Gugusar er listamannsnafn Guðlaugar Sóleyjar Höskuldsdóttur, sem hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarin misseri. „Hún er mjög góð. Við veltum eitthvað fyrir okkur hvort við þyrftum að tala við forráðamenn hennar til að fá hana til að spila,“ segir Egill „Hún er að gera alveg ótrúlega góða og mjög þroskaða tónlist,“ segir Bjarki. Bragi Páll Sigurðsson skáld og vinur strákanna les upp úr nýjustu bók sinni, Austur. Sérfræðingur í músagangi Það stendur ekki til að bæta meðlim við í bili, þótt óboðinn gestur hafi gert vart við sig í dýflissunni undanfarið. Eða verður það mögulega þriðji meðlimurinn? „Egill er orðinn sérfræðingur í músagangi. Við erum ekki lengur einir í dýflissunni,“ segir Bjarki. „Fyrst voru við mjög vinalegir við hana, gáfum henni ost og Bjarki gaf henni nafn og allt. Þegar á leið áttuðum við okkur á því að það væri kannski ekki góð hugmynd. Eiginlega bara hræðileg hugmynd,“ segir Egill. „Þá urðum við stressaðir yfir að hún kæmi kannski með músavini sína,“ segir Bjarki. „Þá myndum við kannski enda með tuttugu meðlimi í bandinu. En ég veit annars ekkert af hverju við stofnuðum þessa hljómsveit,“ segir Egill. Svalið forvitninni og sjáið hvort músagengið úr dýflissunni stígi á svið með strákunum í Andy Svarthol í kvöld á Hressó klukkan 21.00. Miðar fást á tix.is.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira