„Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 10:00 Fjölmiðlakonan Maria Ressa var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu. Vísir/Friðrik Þór Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi. Maria Ressa starfaði lengi sem rannsóknarblaðamaður hjá CNN en hún ásamt fleirum stofnaði vefmiðilinn Rappler fyrir nokkrum árum. Hún er einn virtasti fjölmiðlamaður Filippseyja en Rappler er nú einn af stærstu fjölmiðlum landsins sem leggur áherslu á baráttuna gegn falsfréttum. „Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd. Ef við höfum ekki staðreyndir getum við ekki haft sannleika. Án sannleika getum við ekki haft traust. Án þessara þriggja atriða er lýðræðið eins og við þekkjum það dautt,“ segir Ressa í samtali við fréttastofu. Þessi hætta eigi ekki aðeins við á Filippseyjum, heldur einnig á Íslandi og um allan heim. „Vandamálið í þessu nýja upplýsingavistkerfi, þegar tæknin afsalar sér ábyrgðinni, er að þeir sem segja sannleikann, sjálfstæðir fjölmiðlar, eru mun varnarlausari nú en nokkru sinni fyrr.“ Þetta þekkir hún af eigin skinni en frá því í janúar í fyrra hefur ríkisstjórn Rodrigo Dutere höfðað alls ellefu mál á hendur henni og Rappler. „Lögfræðingurinn okkar, Amal Clooney, komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti farið í fangelsi í 63 ár ef ég tapa öllum þessum málum,“ segir Ressa. Hún segir að ákærurnar megir meðal annars rekja til vanþóknunar stjórnvalda á umfjöllun Rappler um stríð Duterte gegn fíkniefnum og þau mannréttabrot sem framin hafa verið af hálfu stjórnvalda. „Það er augljóst að þetta er gert til að hrella okkur, kúga okkur til að þegja.“ Þá hefur henni margoft verið hótað lífláti, nauðgun og barsmíðum. „Það hefur verið brotið á réttindum mínum og ég krefst þess að réttarríkið færi mér aftur þessa vernd,“ segir Ressa. Viðtal við hana í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Filippseyjar Fjölmiðlar Mannréttindi Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira
Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi. Maria Ressa starfaði lengi sem rannsóknarblaðamaður hjá CNN en hún ásamt fleirum stofnaði vefmiðilinn Rappler fyrir nokkrum árum. Hún er einn virtasti fjölmiðlamaður Filippseyja en Rappler er nú einn af stærstu fjölmiðlum landsins sem leggur áherslu á baráttuna gegn falsfréttum. „Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd. Ef við höfum ekki staðreyndir getum við ekki haft sannleika. Án sannleika getum við ekki haft traust. Án þessara þriggja atriða er lýðræðið eins og við þekkjum það dautt,“ segir Ressa í samtali við fréttastofu. Þessi hætta eigi ekki aðeins við á Filippseyjum, heldur einnig á Íslandi og um allan heim. „Vandamálið í þessu nýja upplýsingavistkerfi, þegar tæknin afsalar sér ábyrgðinni, er að þeir sem segja sannleikann, sjálfstæðir fjölmiðlar, eru mun varnarlausari nú en nokkru sinni fyrr.“ Þetta þekkir hún af eigin skinni en frá því í janúar í fyrra hefur ríkisstjórn Rodrigo Dutere höfðað alls ellefu mál á hendur henni og Rappler. „Lögfræðingurinn okkar, Amal Clooney, komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti farið í fangelsi í 63 ár ef ég tapa öllum þessum málum,“ segir Ressa. Hún segir að ákærurnar megir meðal annars rekja til vanþóknunar stjórnvalda á umfjöllun Rappler um stríð Duterte gegn fíkniefnum og þau mannréttabrot sem framin hafa verið af hálfu stjórnvalda. „Það er augljóst að þetta er gert til að hrella okkur, kúga okkur til að þegja.“ Þá hefur henni margoft verið hótað lífláti, nauðgun og barsmíðum. „Það hefur verið brotið á réttindum mínum og ég krefst þess að réttarríkið færi mér aftur þessa vernd,“ segir Ressa. Viðtal við hana í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Filippseyjar Fjölmiðlar Mannréttindi Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira