Fótbolti

Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúmenía tapaði 5-0 fyrir Spáni í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020.
Rúmenía tapaði 5-0 fyrir Spáni í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020. vísir/getty
Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020.



Rúmenar eru fyrir ofan Íslendinga á styrkleikalista FIFA. Rúmenía er í 29. sæti heimslistans en Ísland í 40. sæti.

Ísland og Rúmenía hafa aðeins tvisvar mæst áður. Liðin voru saman í riðli í undankeppni HM 1998. Rúmenar unnu báða leikina 4-0.

Rúmenía endaði í 4. sæti í F-riðli undankeppni EM 2020. Rúmenar fengu 14 stig. Einu sigrar þeirra komu gegn Færeyingum og Maltverjum. Auk þeirra voru Spánverjar, Svíar og Norðmennirnir hans Lars Lagerbäck með Rúmenum í riðlinum. Noregur og Rúmenía gerðu jafntefli í báðum leikjunum.

Í C-deild Þjóðadeildarinnar lenti Rúmenía í 2. sæti síns riðils. Rúmenska liðið tapaði ekki leik; vann þrjá leiki og gerðu þrjú jafntefli. Auk Rúmeníu voru Serbía, Svartfjallaland og Litháen í riðlinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×