Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2019 14:14 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð í lok júní þar sem veiðiheimildir á makríl í íslenskri lögsögu voru auknar úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonn. Breski miðillinn The Guardian segir að í óbirtri sameiginlegri yfirlýsingu sendinefnda Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja um makrílveiðar séu Íslendingar harðlega gagnrýndir fyrir óábyrga stefnu í veiðunum. Sjávarútvegsráðherra segir Íslendinga hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast að þessu samningaborði í mörg ár. „Þessi þrjú ríki (ESB, Noregur og Færeyjar) sem þú nefnir tóku vitandi vits það hátt hlutfall vísindalegrar ráðgjafar af heildarveiði að þeim mátti vera ljóst að þau settu Ísland, Grænland og Rússland í mjög erfiða stöðu,“ segir Kristján Þór. Hann hafi hins vegar engan áhuga á að munnhöggvast við þessa aðila heldur fá að koma Íslendingum að samningaborðinu enda séu hagsmunir þjóðanna allra sameiginlegir í þessum efnum. „Fulltrúar okkar á þessum sameiginlegu fundum hafa tekið þetta ítrekað upp og lagt fram hugmyndir um nálgun að málinu. Á það hefur hingað til ekki verið fallist,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það sé hjáróma hjá þessum ríkjum að tala um ábyrgðarleysi í veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa sem eigi eins og hinar þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljað fara að ráðleggingum sérfræðinga varðandi veiðarnar. „Það má nefna það líka að samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa verið bornar hafa þessar þrjár þjóðir farið umfram ráðgjöf vísindamanna í afla töluvert umfram þann heildarafla sem Íslendingar hafa tekið úr þessum stofni alla tíð,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Evrópusambandið Færeyjar Grænland Noregur Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð í lok júní þar sem veiðiheimildir á makríl í íslenskri lögsögu voru auknar úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonn. Breski miðillinn The Guardian segir að í óbirtri sameiginlegri yfirlýsingu sendinefnda Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja um makrílveiðar séu Íslendingar harðlega gagnrýndir fyrir óábyrga stefnu í veiðunum. Sjávarútvegsráðherra segir Íslendinga hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast að þessu samningaborði í mörg ár. „Þessi þrjú ríki (ESB, Noregur og Færeyjar) sem þú nefnir tóku vitandi vits það hátt hlutfall vísindalegrar ráðgjafar af heildarveiði að þeim mátti vera ljóst að þau settu Ísland, Grænland og Rússland í mjög erfiða stöðu,“ segir Kristján Þór. Hann hafi hins vegar engan áhuga á að munnhöggvast við þessa aðila heldur fá að koma Íslendingum að samningaborðinu enda séu hagsmunir þjóðanna allra sameiginlegir í þessum efnum. „Fulltrúar okkar á þessum sameiginlegu fundum hafa tekið þetta ítrekað upp og lagt fram hugmyndir um nálgun að málinu. Á það hefur hingað til ekki verið fallist,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það sé hjáróma hjá þessum ríkjum að tala um ábyrgðarleysi í veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa sem eigi eins og hinar þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljað fara að ráðleggingum sérfræðinga varðandi veiðarnar. „Það má nefna það líka að samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa verið bornar hafa þessar þrjár þjóðir farið umfram ráðgjöf vísindamanna í afla töluvert umfram þann heildarafla sem Íslendingar hafa tekið úr þessum stofni alla tíð,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Evrópusambandið Færeyjar Grænland Noregur Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira