Forseti Kólumbíu afneitar landsmönnum vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 08:57 Öryggissveitir mynda varnarvegg í Bógóta. getty/Juancho Torres/ Iván Duque, forseti Kólumbíu, tilkynnti það í gærkvöldi að öryggissveitir yrðu áfram á götum landsins til að gæta reglu. Nú er fjórði dagur mótmæla þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að mótmæla sitjandi ríkisstjórn, en mótmæli hófust á fimmtudag þegar meira en 250 þúsund manns gengu frá störfum sínum og söfnuðust saman í kröfugöngu. Mótmælin hófust friðsamlega en ekki leið að löngu þar til til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda. Einnig hafa fréttir verið sagðar af skemmdarverkum og þjófnaði. Duque sagði að öryggissveitir myndu taka höndum saman með lögreglunni til að gæta öryggis.Mótmælendur kasta steinum á lögreglumenn í Bógóta.getty/Daniel Garzon Herazo„Við afneitum öllum Kólumbíumönnum af heilum hug vegna skemmdarverkanna, hryðjuverkanna og þjófnaðarins,“ sagði Duque í samtali við fréttamenn á laugardag. Minnst þrír hafa látist síðan mótmælin hófust en mikil reiði hafði byggst upp vegna spillingar og mögulegra efnahagsþrenginga. Útgöngubann var sett á í Bógóta, höfuðborg landsins, á föstudag en það kom ekki í veg fyrir frekari mótmæli og sneru mótmælendur aftur út á götur daginn eftir. Þegar mótmæli hófust að nýju á laugardag notaði lögreglan táragas til að leysa upp mótmælendahóp en hundruð voru samansafnaðri nærri þjóðgarði Bógótár. Mótmælendur söfnuðust einnig saman fyrir framan þinghúsið á Bolivartorgi, nærri forsetahöllinni. Þá voru þrír lögreglumenn drepnir á föstudag í sprengjuárás í suðvestur Kólumbíu. Ekki er víst hvort atvikið tengist mótmælunum en svæðið er alræmt fyrir eiturlyfjasmygl og glæpasamtök.Mótmælaalda í Suður-Ameríku Kólumbíumenn leituðu út á götur landsins vegna mögulegra breytinga á lágmarkslaunum, ellilífeyri og sköttum og einkavæðingar ríkisstofnana. Yfirvöld halda því statt og stöðugt fram að engar fyrirhugaðar breytingar séu á ellilífeyri eða launamálum og að slíkar breytingar yrðu gerðar í samráði við verkalýðsfélög. Mótmælendur hafa þá lýst yfir reiði sinni vegna meintrar spillingar og vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við friðarsamning sem gerður var árið 2016 við uppreisnarhópinn Farc.Mótmælendur í Bógóta.getty/Juancho Torres/Verkalýðsfélög og stúdentahópar hvöttu til verkfallsins á fimmtudag og fleiri mótmæli fóru fram á föstudag, þar sem lögreglan notaði táragas til að leysa upp hópa fólks. Þá sagði Duque, forseti, að hann skildi reiði Kólumbíumanna og hygðist auka samtal við þá. Óeirðirnar í Kólumbíu haldast í hendur við röð mótmæla í annars staðar í Suður-Ameríku. Mótmælendur hafa leitað út á götur í nokkrum löndum Suður-Ameríku undanfarið, þar á meðal í Chile en þar ríkir nú mesta neyðarástand frá því að landið tók lýðræði upp á ný árið 1990. Í Bólivíu hafa ásakanir um kosningasvindl leitt það af sér að Evo Morales, sem hefur setið sem forseti frá árinu 2006, sagði af sér. Þá hefur einnig verið mótmælt í Ekvador og Níkaragva. Bólivía Chile Ekvador Kólumbía Níkaragva Tengdar fréttir Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. 21. nóvember 2019 14:39 Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. 22. nóvember 2019 08:08 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Iván Duque, forseti Kólumbíu, tilkynnti það í gærkvöldi að öryggissveitir yrðu áfram á götum landsins til að gæta reglu. Nú er fjórði dagur mótmæla þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að mótmæla sitjandi ríkisstjórn, en mótmæli hófust á fimmtudag þegar meira en 250 þúsund manns gengu frá störfum sínum og söfnuðust saman í kröfugöngu. Mótmælin hófust friðsamlega en ekki leið að löngu þar til til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda. Einnig hafa fréttir verið sagðar af skemmdarverkum og þjófnaði. Duque sagði að öryggissveitir myndu taka höndum saman með lögreglunni til að gæta öryggis.Mótmælendur kasta steinum á lögreglumenn í Bógóta.getty/Daniel Garzon Herazo„Við afneitum öllum Kólumbíumönnum af heilum hug vegna skemmdarverkanna, hryðjuverkanna og þjófnaðarins,“ sagði Duque í samtali við fréttamenn á laugardag. Minnst þrír hafa látist síðan mótmælin hófust en mikil reiði hafði byggst upp vegna spillingar og mögulegra efnahagsþrenginga. Útgöngubann var sett á í Bógóta, höfuðborg landsins, á föstudag en það kom ekki í veg fyrir frekari mótmæli og sneru mótmælendur aftur út á götur daginn eftir. Þegar mótmæli hófust að nýju á laugardag notaði lögreglan táragas til að leysa upp mótmælendahóp en hundruð voru samansafnaðri nærri þjóðgarði Bógótár. Mótmælendur söfnuðust einnig saman fyrir framan þinghúsið á Bolivartorgi, nærri forsetahöllinni. Þá voru þrír lögreglumenn drepnir á föstudag í sprengjuárás í suðvestur Kólumbíu. Ekki er víst hvort atvikið tengist mótmælunum en svæðið er alræmt fyrir eiturlyfjasmygl og glæpasamtök.Mótmælaalda í Suður-Ameríku Kólumbíumenn leituðu út á götur landsins vegna mögulegra breytinga á lágmarkslaunum, ellilífeyri og sköttum og einkavæðingar ríkisstofnana. Yfirvöld halda því statt og stöðugt fram að engar fyrirhugaðar breytingar séu á ellilífeyri eða launamálum og að slíkar breytingar yrðu gerðar í samráði við verkalýðsfélög. Mótmælendur hafa þá lýst yfir reiði sinni vegna meintrar spillingar og vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við friðarsamning sem gerður var árið 2016 við uppreisnarhópinn Farc.Mótmælendur í Bógóta.getty/Juancho Torres/Verkalýðsfélög og stúdentahópar hvöttu til verkfallsins á fimmtudag og fleiri mótmæli fóru fram á föstudag, þar sem lögreglan notaði táragas til að leysa upp hópa fólks. Þá sagði Duque, forseti, að hann skildi reiði Kólumbíumanna og hygðist auka samtal við þá. Óeirðirnar í Kólumbíu haldast í hendur við röð mótmæla í annars staðar í Suður-Ameríku. Mótmælendur hafa leitað út á götur í nokkrum löndum Suður-Ameríku undanfarið, þar á meðal í Chile en þar ríkir nú mesta neyðarástand frá því að landið tók lýðræði upp á ný árið 1990. Í Bólivíu hafa ásakanir um kosningasvindl leitt það af sér að Evo Morales, sem hefur setið sem forseti frá árinu 2006, sagði af sér. Þá hefur einnig verið mótmælt í Ekvador og Níkaragva.
Bólivía Chile Ekvador Kólumbía Níkaragva Tengdar fréttir Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. 21. nóvember 2019 14:39 Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. 22. nóvember 2019 08:08 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. 21. nóvember 2019 14:39
Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. 22. nóvember 2019 08:08