Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. nóvember 2019 18:30 Margrét Lillý segir sögu sína í Kompás sem birtist á Vísi á morgun. vísir/villi 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. „Eina málið með þennan geðsjúkdóm er að maður veit aldrei hvað hún gæti gert næst. Ég hafði nú þegar séð hana drepa páfagaukinn minn beint fyrir framan mig, hún hafði auðvitað svelt mig stundum og alls ekki farið vel með mig eða húsið. Ég varð stundum bara alveg skíthrædd. Ofbeldið var inni í þessu, hún varð mjög ofbeldisfull þegar hun byrjaði að drekka. Það var oft sem hun kýldi í mig eða sparkaði,“ segir Margrét Lillý Einarsdóttir.Klippa: Bjó við vanrækslu og ofbeldiAllt falið út af fjölskyldunni Hún segir alla sögu sína í Kompás sem birtur er klukkan 9 á Vísi á morgun og á Stöð 2 Maraþon. Í þættinum lýsir hún á einlægan hátt viðvarandi vanrækslu og ofbeldi af hendi móður sinnar frá unga aldri. Hún hefur höfðað skaðabótamál gegn Seltjarnarnesbæ þar sem hún telur barnaverndarnefnd ekki hafa sinnt hlutverki sínu og tengir hún viðbragðsleysið við pólitíska stöðu ömmu hennar á Seltjarnarnesi. „Þetta var allt vel falið út af fjölskyldunni minni. Þetta er of fín fjölskylda til að einhver geti verið veikur. Seltjarnarnes er auðvitað mjög lítið samfélag. Allir þekkja alla, allir vita hver amma mín og afi - og mamma mín eru,“ segir Margrét meðal annars í viðtalinu. Kompás hefur undir höndum skýrslur frá lögreglu og barnavernd sem sýna fram á að yfirvöld þekktu vel aðstæður stúlkunnar. Farið verður ítarlega í málið í þættinum og rætt við tengda aðila. Lögmaður Margrétar Lillýjar, Sævar Þór Jónsson, segir að ef barnaverndarkerfið hefði virkað sem skyldi hefðu mæðgurnar báðar fengið viðeigandi aðstoð og stuðning. „Það er alveg augljóst að kerfið hefur ekki bara brugðist stelpunni heldur líka móðurinni,“ segir hann meðal annars. Uppfært 25. nóvember klukkan 09:15: Umfjöllun Kompáss í heild sinni má nálgast hér, og horfa má á þáttinn hér að neðan. Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. „Eina málið með þennan geðsjúkdóm er að maður veit aldrei hvað hún gæti gert næst. Ég hafði nú þegar séð hana drepa páfagaukinn minn beint fyrir framan mig, hún hafði auðvitað svelt mig stundum og alls ekki farið vel með mig eða húsið. Ég varð stundum bara alveg skíthrædd. Ofbeldið var inni í þessu, hún varð mjög ofbeldisfull þegar hun byrjaði að drekka. Það var oft sem hun kýldi í mig eða sparkaði,“ segir Margrét Lillý Einarsdóttir.Klippa: Bjó við vanrækslu og ofbeldiAllt falið út af fjölskyldunni Hún segir alla sögu sína í Kompás sem birtur er klukkan 9 á Vísi á morgun og á Stöð 2 Maraþon. Í þættinum lýsir hún á einlægan hátt viðvarandi vanrækslu og ofbeldi af hendi móður sinnar frá unga aldri. Hún hefur höfðað skaðabótamál gegn Seltjarnarnesbæ þar sem hún telur barnaverndarnefnd ekki hafa sinnt hlutverki sínu og tengir hún viðbragðsleysið við pólitíska stöðu ömmu hennar á Seltjarnarnesi. „Þetta var allt vel falið út af fjölskyldunni minni. Þetta er of fín fjölskylda til að einhver geti verið veikur. Seltjarnarnes er auðvitað mjög lítið samfélag. Allir þekkja alla, allir vita hver amma mín og afi - og mamma mín eru,“ segir Margrét meðal annars í viðtalinu. Kompás hefur undir höndum skýrslur frá lögreglu og barnavernd sem sýna fram á að yfirvöld þekktu vel aðstæður stúlkunnar. Farið verður ítarlega í málið í þættinum og rætt við tengda aðila. Lögmaður Margrétar Lillýjar, Sævar Þór Jónsson, segir að ef barnaverndarkerfið hefði virkað sem skyldi hefðu mæðgurnar báðar fengið viðeigandi aðstoð og stuðning. „Það er alveg augljóst að kerfið hefur ekki bara brugðist stelpunni heldur líka móðurinni,“ segir hann meðal annars. Uppfært 25. nóvember klukkan 09:15: Umfjöllun Kompáss í heild sinni má nálgast hér, og horfa má á þáttinn hér að neðan. Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður
Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira