Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 08:09 Julian Assange. Vísir/getty Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. Í bréfi læknanna segir að Assange sé svo heilsuveill að þeir óttist að hann gæti látið lífið í fangelsinu. Guardian greinir frá. Assange hefur verið í fangelsinu síðan hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann er m.a. ákærður fyrir fjölda brota í Bandaríkjunum, sem hafa lagt fram framsalsbeiðni á hendur honum, og þar gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi. Sjá einnig: Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Tugir lækna hafa nú sent Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, bréf þar sem mælst er til þess að Assange verði færður úr Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum og á háskólasjúkrahús í borginni. Læknarnir byggja mat sitt á „átakanlegum vitnisburði“ þeirra sem sáu Assange þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum, svo og á skýrslu Nils Melzer, sérstaks skýrslugerðarmanns Sameinuðu þjóðanna um pyntingar. Guardian hefur eftir Melzer að skeytingarleysið og ofbeldið sem Assange sé beittur í fangelsinu gæti kostað hann lífið, fyrr en síðar. „Við ritum þetta opna bréf, sem læknar, til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum okkar af líkamlegri og andlegri heilsu Julians Assange,“ segir í bréfi læknanna. „Komi ekki til þess að ráðist verði í bráðnauðsynlega meðferð og mat [á heilsu Assange], höfum við raunverulegar áhyggjur af því, byggðar á sönnunargögnum sem nú eru tiltæk, að herra Assange gæti dáið í fangelsi. […] Við höfum engan tíma að missa.“ Kristinn Hrafnsson gagnrýndi aðbúnað Assange í fangelsinu í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Læknarnir sem skrifa undir bréfið eru frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Þýskalandi, Srí Lanka og Póllandi. Í frétt Guardian segir að Assange hafi virst veikburða þegar hann var leiddur fyrir dómara í síðasta mánuði. Þá hafi hann einnig virst ringlaður í hvert skipti sem hann var beðinn um að tala. Hann hafi átt í erfiðleikum með að muna afmælisdag sinn og tjáði dómaranum í lok réttarhaldanna að hann hefði ekki skilið það sem þar hefði farið fram. Saksóknarar í Svíþjóð lögðu í síðustu viku niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sagði í kjölfarið að málið væri réttarsfarslegur skandall en minnti um leið á það sem hann kallaði „stóra málið“, áðurnefnda ákæru ríkisstjórnar Donalds Trumps sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda,“ sagði Kristinn. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. Í bréfi læknanna segir að Assange sé svo heilsuveill að þeir óttist að hann gæti látið lífið í fangelsinu. Guardian greinir frá. Assange hefur verið í fangelsinu síðan hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann er m.a. ákærður fyrir fjölda brota í Bandaríkjunum, sem hafa lagt fram framsalsbeiðni á hendur honum, og þar gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi. Sjá einnig: Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Tugir lækna hafa nú sent Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, bréf þar sem mælst er til þess að Assange verði færður úr Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum og á háskólasjúkrahús í borginni. Læknarnir byggja mat sitt á „átakanlegum vitnisburði“ þeirra sem sáu Assange þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum, svo og á skýrslu Nils Melzer, sérstaks skýrslugerðarmanns Sameinuðu þjóðanna um pyntingar. Guardian hefur eftir Melzer að skeytingarleysið og ofbeldið sem Assange sé beittur í fangelsinu gæti kostað hann lífið, fyrr en síðar. „Við ritum þetta opna bréf, sem læknar, til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum okkar af líkamlegri og andlegri heilsu Julians Assange,“ segir í bréfi læknanna. „Komi ekki til þess að ráðist verði í bráðnauðsynlega meðferð og mat [á heilsu Assange], höfum við raunverulegar áhyggjur af því, byggðar á sönnunargögnum sem nú eru tiltæk, að herra Assange gæti dáið í fangelsi. […] Við höfum engan tíma að missa.“ Kristinn Hrafnsson gagnrýndi aðbúnað Assange í fangelsinu í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Læknarnir sem skrifa undir bréfið eru frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Þýskalandi, Srí Lanka og Póllandi. Í frétt Guardian segir að Assange hafi virst veikburða þegar hann var leiddur fyrir dómara í síðasta mánuði. Þá hafi hann einnig virst ringlaður í hvert skipti sem hann var beðinn um að tala. Hann hafi átt í erfiðleikum með að muna afmælisdag sinn og tjáði dómaranum í lok réttarhaldanna að hann hefði ekki skilið það sem þar hefði farið fram. Saksóknarar í Svíþjóð lögðu í síðustu viku niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sagði í kjölfarið að málið væri réttarsfarslegur skandall en minnti um leið á það sem hann kallaði „stóra málið“, áðurnefnda ákæru ríkisstjórnar Donalds Trumps sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda,“ sagði Kristinn.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14
„Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30