Stöðva þurfti báða ofna í kísilverinu á Bakka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 17:20 Stöðva þurfti báða ofnana í kísilverinu á Bakka. Starfsfólkið í kísilveri PCC á Bakka hefur undanfarna daga átt í vandræðum í framleiðslu þar sem stoðkerfi ofna hefur brugðist. Slökkva þurfti á tveimur ofnum vegna þessa. Þetta kemur fram í Facebookfærslu á síðu PCC BakkiSilicon. Stöðva þurfti ofnana Birtu og Boga en í Boga varð framleiðslan óstöðug vegna ójafnvægis í kerfinu og þurfti því að slökkva á honum. Þá þurfti að opna neyðarskorsteina til að koma í veg fyrir reyksöfnun og halda lofgæðum en þegar slökkt var á ofnunum hafði hitastigið í rykhreinsivirkinu lækkað og myndaðist þá raki sem varð til þess að kísilrykið varð klístrað og stíflaði kerfið. Þá hafi farið af stað mikil vinna til að þrífa kerfið í von um að losa allar stíflur áður en ofnarnir verða settir aftur í gang. Búið er að ræsa annan ofninn á ný og gert er ráð fyrir að hinn verði endurræstur seinni partinn á morgun. „Núna er Birta komin á fullt afl og er að framleiða hágæða kísilmálm. Við gerum ráð fyrir að Bogi fari í gang seinni partinn á morgun.“ „Við biðjumst velvirðingar á þeim reyk sem að fylgir því að opna neyðarskorsteinana. Við munum lágmarka opnun neyðarskorsteinana eins og mögulegt er meðan unnið er að því að koma framleiðslunni á fullt afl.“ Norðurþing Stóriðja Tengdar fréttir Annað slys í kísilveri PCC Starfsmaður PCC-kísilversins á Bakka slasaðist í síðasta mánuði þegar hann fékk í sig skot úr byssu sem er notuð til að losa þrýsting úr bræðsluofnum verksmiðjunnar. 23. september 2019 06:00 Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Starfsfólkið í kísilveri PCC á Bakka hefur undanfarna daga átt í vandræðum í framleiðslu þar sem stoðkerfi ofna hefur brugðist. Slökkva þurfti á tveimur ofnum vegna þessa. Þetta kemur fram í Facebookfærslu á síðu PCC BakkiSilicon. Stöðva þurfti ofnana Birtu og Boga en í Boga varð framleiðslan óstöðug vegna ójafnvægis í kerfinu og þurfti því að slökkva á honum. Þá þurfti að opna neyðarskorsteina til að koma í veg fyrir reyksöfnun og halda lofgæðum en þegar slökkt var á ofnunum hafði hitastigið í rykhreinsivirkinu lækkað og myndaðist þá raki sem varð til þess að kísilrykið varð klístrað og stíflaði kerfið. Þá hafi farið af stað mikil vinna til að þrífa kerfið í von um að losa allar stíflur áður en ofnarnir verða settir aftur í gang. Búið er að ræsa annan ofninn á ný og gert er ráð fyrir að hinn verði endurræstur seinni partinn á morgun. „Núna er Birta komin á fullt afl og er að framleiða hágæða kísilmálm. Við gerum ráð fyrir að Bogi fari í gang seinni partinn á morgun.“ „Við biðjumst velvirðingar á þeim reyk sem að fylgir því að opna neyðarskorsteinana. Við munum lágmarka opnun neyðarskorsteinana eins og mögulegt er meðan unnið er að því að koma framleiðslunni á fullt afl.“
Norðurþing Stóriðja Tengdar fréttir Annað slys í kísilveri PCC Starfsmaður PCC-kísilversins á Bakka slasaðist í síðasta mánuði þegar hann fékk í sig skot úr byssu sem er notuð til að losa þrýsting úr bræðsluofnum verksmiðjunnar. 23. september 2019 06:00 Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Annað slys í kísilveri PCC Starfsmaður PCC-kísilversins á Bakka slasaðist í síðasta mánuði þegar hann fékk í sig skot úr byssu sem er notuð til að losa þrýsting úr bræðsluofnum verksmiðjunnar. 23. september 2019 06:00
Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49