Mega urða á Bakkafirði þrátt fyrir nálæga fiskhjalla Jón Þórisson skrifar 26. nóvember 2019 06:15 Á Bakkafirði. Fréttablaðið/Pjetur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Halldórs fiskvinnslu og fleiri um að fella úr gildi starfsleyfi Umhverfisstofnunar til að urða sorp í Slökkum, nærri þéttbýli Bakkafjarðar í Langanesbyggð. Krafa kærenda var meðal annars studd þeim rökum að Umhverfisstofnun hefði ekki staðið rétt að mati á aðstæðum í aðdraganda veitingar starfsleyfis. Fjarlægð frá íbúðabyggð sé innan við 500 metra og sama eigi við um grunnskólann. Auk þess sé um að ræða útivistarsvæði. Þá er á það bent að þurrkhjallar fyrir harðfisk séu innan 500 metra radíuss frá fyrirhuguðum urðunarstað. Augljóst sé að skylt hafi verið að afla umhverfismats, en það var ekki gert. Að samanlögðu muni urðun sops hafa veruleg áhrif á umhverfi og samfélag á Bakkafirði og með því raska öryggi, lífsgæðum og fjárhagslegum hagsmunum. Umhverfisstofnun benti meðal annars á að fyrir liggi að Skipulagsstofnun hafi staðfest að ekki sé skylda til mats á umhverfisáhrifum. Þá sé ekki nema að litlu leyti vikið frá viðteknum fjarlægðarmörkum. Í málinu hafnaði Langanesbyggð málsástæðum kærenda. Samþykki heilbrigðisnefndar liggi fyrir og aðeins sé verið að veita leyfið til takmarkaðs tíma. Um sé að ræða enduropnun urðunarstaðar og þá kom fram af hálfu sveitarfélagsins að hús sem áður hýsti grunnskólann sé nú nýtt undir ferðaþjónustu. Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Halldórs fiskvinnslu og fleiri um að fella úr gildi starfsleyfi Umhverfisstofnunar til að urða sorp í Slökkum, nærri þéttbýli Bakkafjarðar í Langanesbyggð. Krafa kærenda var meðal annars studd þeim rökum að Umhverfisstofnun hefði ekki staðið rétt að mati á aðstæðum í aðdraganda veitingar starfsleyfis. Fjarlægð frá íbúðabyggð sé innan við 500 metra og sama eigi við um grunnskólann. Auk þess sé um að ræða útivistarsvæði. Þá er á það bent að þurrkhjallar fyrir harðfisk séu innan 500 metra radíuss frá fyrirhuguðum urðunarstað. Augljóst sé að skylt hafi verið að afla umhverfismats, en það var ekki gert. Að samanlögðu muni urðun sops hafa veruleg áhrif á umhverfi og samfélag á Bakkafirði og með því raska öryggi, lífsgæðum og fjárhagslegum hagsmunum. Umhverfisstofnun benti meðal annars á að fyrir liggi að Skipulagsstofnun hafi staðfest að ekki sé skylda til mats á umhverfisáhrifum. Þá sé ekki nema að litlu leyti vikið frá viðteknum fjarlægðarmörkum. Í málinu hafnaði Langanesbyggð málsástæðum kærenda. Samþykki heilbrigðisnefndar liggi fyrir og aðeins sé verið að veita leyfið til takmarkaðs tíma. Um sé að ræða enduropnun urðunarstaðar og þá kom fram af hálfu sveitarfélagsins að hús sem áður hýsti grunnskólann sé nú nýtt undir ferðaþjónustu.
Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira