Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. nóvember 2019 18:30 Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. Frá miðjum september hefur dómsmálaráðherra unnið að skipulagsbreytingum á löggæslu sem snúa að fækkun lögregluembætta úr níu í sex. Hugmyndir ráðherra er að fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Lögreglustjórar allra lögregluembætta komu til fundar við dómsmálaráðherra í dag þar sem tillögur ráðherrans voru kynntar.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.Vísir/VilhelmFundurinn með dómsmálaráðherra í morgun trúnaðarfundur „Þetta var trúnaðarfundur. Ég get aftur á móta sagt það að hún hefur viðrað ákveðnar hugmyndir í fjölmiðlum og það er eitthvað sem þið þekkið og hún er á þeim stað. Fundurinn var ágætur,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.Hugnast ykkur þessar breytingar? „Okkur leyst í sjálfu sér ekkert illa á þær,“ segur Úlfar. Mikil ólga hefur verið um margra mánaða skeið innan lögreglunnar og upp úr sauð eftir að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustóri steig fram í viðtali í Morgunblaðinu þar sem hann sagði gagnrýni á embætti sitt vera hluta af markvissri rógsherferð. Síðan þá hefur ráðherra unnið að breytingum.Lögreglustjórum finnst vinna við skipulagsbreytingar taka of langan tíma.Embættin hafa kvartað undan samráðsleysi við lögregluembættin við þessa vinnu. Ertu sammála því? „Ég get ekki sagt það en tekur dálítið langan tíma,“ segir Úlfar. Verði sameiningartillögum dómsmálaráðherra hrint í framkvæmd gæti það haft áhrif á störf og stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustóra, Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum mætir til fundar við dómsmálaráðherra í morgun.Vísir/VilhelmÓlafur Helgi svarar ekki hvort breytingarnar hafi áhrif á hans stöðuKemur þetta til með að hafa áhrif á þína stöðu þessar breytingar þar sem talað er um að sameina höfuðborgarsvæðið við þitt embætti? „Því get ég ekki svararð,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Hefur þú spurt af því? „Ég get ekki svarað því heldur,“ svarar Ólafur Helgi. Lögreglan Reykjanesbær Reykjavík Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Fundað um breytingar í löggæslu í vikunni Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. 30. september 2019 20:30 Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01 Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. Frá miðjum september hefur dómsmálaráðherra unnið að skipulagsbreytingum á löggæslu sem snúa að fækkun lögregluembætta úr níu í sex. Hugmyndir ráðherra er að fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Lögreglustjórar allra lögregluembætta komu til fundar við dómsmálaráðherra í dag þar sem tillögur ráðherrans voru kynntar.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.Vísir/VilhelmFundurinn með dómsmálaráðherra í morgun trúnaðarfundur „Þetta var trúnaðarfundur. Ég get aftur á móta sagt það að hún hefur viðrað ákveðnar hugmyndir í fjölmiðlum og það er eitthvað sem þið þekkið og hún er á þeim stað. Fundurinn var ágætur,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.Hugnast ykkur þessar breytingar? „Okkur leyst í sjálfu sér ekkert illa á þær,“ segur Úlfar. Mikil ólga hefur verið um margra mánaða skeið innan lögreglunnar og upp úr sauð eftir að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustóri steig fram í viðtali í Morgunblaðinu þar sem hann sagði gagnrýni á embætti sitt vera hluta af markvissri rógsherferð. Síðan þá hefur ráðherra unnið að breytingum.Lögreglustjórum finnst vinna við skipulagsbreytingar taka of langan tíma.Embættin hafa kvartað undan samráðsleysi við lögregluembættin við þessa vinnu. Ertu sammála því? „Ég get ekki sagt það en tekur dálítið langan tíma,“ segir Úlfar. Verði sameiningartillögum dómsmálaráðherra hrint í framkvæmd gæti það haft áhrif á störf og stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustóra, Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum mætir til fundar við dómsmálaráðherra í morgun.Vísir/VilhelmÓlafur Helgi svarar ekki hvort breytingarnar hafi áhrif á hans stöðuKemur þetta til með að hafa áhrif á þína stöðu þessar breytingar þar sem talað er um að sameina höfuðborgarsvæðið við þitt embætti? „Því get ég ekki svararð,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Hefur þú spurt af því? „Ég get ekki svarað því heldur,“ svarar Ólafur Helgi.
Lögreglan Reykjanesbær Reykjavík Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Fundað um breytingar í löggæslu í vikunni Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. 30. september 2019 20:30 Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01 Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Fundað um breytingar í löggæslu í vikunni Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. 30. september 2019 20:30
Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01
Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30