Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 23:34 Samherji sakaði Helga um ósannsögli fyrr í kvöld. Vísir/Andri Marinó /Sigurjón Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. Birt var tilkynning á vef Samherja þar sem orð Helga í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, voru sögð uppspuni og eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni. Var tilkynningin titluð „Uppspuni í Ríkisútvarpinu“Sjá einnig: Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Ummæli Helga sem fóru fyrir brjóstið á sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja voru á þá leið að Helgi sagði að yfir þúsund störf hafi tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Sagði í yfirlýsingunni að um gróf ósannindi væri að ræða og að ummælin sýni hve frjálslega fréttamenn RÚV færu með staðreyndir. Á Facebook síðu sinni deilir Helgi Seljan fréttum namibíska fréttamiðilsins Namibian Sun og suður-afríska miðilsins AmaBhunange og beinir orðum sínum beint að Björgólfi Jóhannssyni, sem hefur tekið tímabundið við starfi forstjóra Samherja, eftir umfjöllun Kveiks. „Sæll Björgólfur Jóhannsson,“ skrifar Helgi. „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls,“ skrifar Helgi ásamt því að deila áðurnefndum fréttum. Bætir hann að lokum við að Björgólfur þurfi samt ekki að biðja hann afsökunar. Í fréttunum sem Helgi deilir kemur fram að namibísk fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að leggja árar í bát. Er þar nefnt fyrirtækið Bidvest Namibia sem sagt er vera með 1200 manns í vinnu. Fyrirtækið hafi neyðst til þess að binda enda á starfsemi sína vegna ákvarðana þáverandi sjávarútvegsráðherra Bernard Esau. Bidvest Namibia hafi ekki fengið kvóta á meðan kvóti Fishcor var aukinn. Sömu sögu væri að segja um fyrirtækið Namsoy sem hafi verið einn stærsti vinnuveitandi í sjávarútvegi Namibíu. Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. Birt var tilkynning á vef Samherja þar sem orð Helga í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, voru sögð uppspuni og eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni. Var tilkynningin titluð „Uppspuni í Ríkisútvarpinu“Sjá einnig: Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Ummæli Helga sem fóru fyrir brjóstið á sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja voru á þá leið að Helgi sagði að yfir þúsund störf hafi tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Sagði í yfirlýsingunni að um gróf ósannindi væri að ræða og að ummælin sýni hve frjálslega fréttamenn RÚV færu með staðreyndir. Á Facebook síðu sinni deilir Helgi Seljan fréttum namibíska fréttamiðilsins Namibian Sun og suður-afríska miðilsins AmaBhunange og beinir orðum sínum beint að Björgólfi Jóhannssyni, sem hefur tekið tímabundið við starfi forstjóra Samherja, eftir umfjöllun Kveiks. „Sæll Björgólfur Jóhannsson,“ skrifar Helgi. „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls,“ skrifar Helgi ásamt því að deila áðurnefndum fréttum. Bætir hann að lokum við að Björgólfur þurfi samt ekki að biðja hann afsökunar. Í fréttunum sem Helgi deilir kemur fram að namibísk fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að leggja árar í bát. Er þar nefnt fyrirtækið Bidvest Namibia sem sagt er vera með 1200 manns í vinnu. Fyrirtækið hafi neyðst til þess að binda enda á starfsemi sína vegna ákvarðana þáverandi sjávarútvegsráðherra Bernard Esau. Bidvest Namibia hafi ekki fengið kvóta á meðan kvóti Fishcor var aukinn. Sömu sögu væri að segja um fyrirtækið Namsoy sem hafi verið einn stærsti vinnuveitandi í sjávarútvegi Namibíu.
Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07