Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 23:34 Samherji sakaði Helga um ósannsögli fyrr í kvöld. Vísir/Andri Marinó /Sigurjón Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. Birt var tilkynning á vef Samherja þar sem orð Helga í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, voru sögð uppspuni og eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni. Var tilkynningin titluð „Uppspuni í Ríkisútvarpinu“Sjá einnig: Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Ummæli Helga sem fóru fyrir brjóstið á sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja voru á þá leið að Helgi sagði að yfir þúsund störf hafi tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Sagði í yfirlýsingunni að um gróf ósannindi væri að ræða og að ummælin sýni hve frjálslega fréttamenn RÚV færu með staðreyndir. Á Facebook síðu sinni deilir Helgi Seljan fréttum namibíska fréttamiðilsins Namibian Sun og suður-afríska miðilsins AmaBhunange og beinir orðum sínum beint að Björgólfi Jóhannssyni, sem hefur tekið tímabundið við starfi forstjóra Samherja, eftir umfjöllun Kveiks. „Sæll Björgólfur Jóhannsson,“ skrifar Helgi. „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls,“ skrifar Helgi ásamt því að deila áðurnefndum fréttum. Bætir hann að lokum við að Björgólfur þurfi samt ekki að biðja hann afsökunar. Í fréttunum sem Helgi deilir kemur fram að namibísk fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að leggja árar í bát. Er þar nefnt fyrirtækið Bidvest Namibia sem sagt er vera með 1200 manns í vinnu. Fyrirtækið hafi neyðst til þess að binda enda á starfsemi sína vegna ákvarðana þáverandi sjávarútvegsráðherra Bernard Esau. Bidvest Namibia hafi ekki fengið kvóta á meðan kvóti Fishcor var aukinn. Sömu sögu væri að segja um fyrirtækið Namsoy sem hafi verið einn stærsti vinnuveitandi í sjávarútvegi Namibíu. Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. Birt var tilkynning á vef Samherja þar sem orð Helga í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, voru sögð uppspuni og eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni. Var tilkynningin titluð „Uppspuni í Ríkisútvarpinu“Sjá einnig: Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Ummæli Helga sem fóru fyrir brjóstið á sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja voru á þá leið að Helgi sagði að yfir þúsund störf hafi tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Sagði í yfirlýsingunni að um gróf ósannindi væri að ræða og að ummælin sýni hve frjálslega fréttamenn RÚV færu með staðreyndir. Á Facebook síðu sinni deilir Helgi Seljan fréttum namibíska fréttamiðilsins Namibian Sun og suður-afríska miðilsins AmaBhunange og beinir orðum sínum beint að Björgólfi Jóhannssyni, sem hefur tekið tímabundið við starfi forstjóra Samherja, eftir umfjöllun Kveiks. „Sæll Björgólfur Jóhannsson,“ skrifar Helgi. „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls,“ skrifar Helgi ásamt því að deila áðurnefndum fréttum. Bætir hann að lokum við að Björgólfur þurfi samt ekki að biðja hann afsökunar. Í fréttunum sem Helgi deilir kemur fram að namibísk fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að leggja árar í bát. Er þar nefnt fyrirtækið Bidvest Namibia sem sagt er vera með 1200 manns í vinnu. Fyrirtækið hafi neyðst til þess að binda enda á starfsemi sína vegna ákvarðana þáverandi sjávarútvegsráðherra Bernard Esau. Bidvest Namibia hafi ekki fengið kvóta á meðan kvóti Fishcor var aukinn. Sömu sögu væri að segja um fyrirtækið Namsoy sem hafi verið einn stærsti vinnuveitandi í sjávarútvegi Namibíu.
Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07