Evrópuþingið gefur loks grænt ljós á framkvæmdastjórn von der Leyen Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 12:38 Ursula von der Leyen tekur við stöðu forseta framkvæmdastjórnar ESB af Jean-Claude Juncker. AP Evrópuþingið samþykkti í morgun nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir forsæti hinnar þýsku Ursulu von der Leyen. Ný framkvæmdastjórn var samþykkt með miklum meirihluta, en 461 þingmaður greiddi atkvæði með en 157 gegn. Alls sátu 89 þingmenn hjá í atkvæðagreiðslunni. Ný framkvæmdastjórn tekur við stjórnartaumunum 1. desember, mánuði síðar en upphaflega var áætlað. Frestaðist embættistakan um mánuð vegna deilna um einstaka framkvæmdastjóra sem aðildarríkin höfðu tilnefnt. Von der Leyen tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker. Verður hún fyrsta konan til að gegna stöðunni og segir hún að hennar teymi muni veita Evrópu „nýtt upphaf“ þar sem áhersla verði lögð á baráttuna gegn loftslagsbreytingum.Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.APVon der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands og náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara til margra ára. Samþykki meirihluta þingsins þurfti til að framkvæmdastjórinn yrði samþykkt. Alls eiga 27 framkvæmdastjórar sæti í framkvæmdastjórninni – einn frá hverju aðildarríki. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að tilnefna ekki breskan framkvæmdastjóra þar sem Bretar stefna að útgöngu úr sambandinu. „Einn meðlimur fjölskyldu okkar ætlar sér að yfirgefa sambandið okkar,“ sagði von der Leyen á þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna. Við það brutust út mikil fagnaðarlæti meðal Evrópuþingmanna Brexit-flokksins. Von der Leyen hélt þá áfram: „Yfirgnæfandi meirihluti þingsins virðist ánægður með að þessi litli hópur muni framvegis ekki geta klappað eins hátt.“ Þá hló þingheimur og klappaði. Evrópusambandið Tengdar fréttir Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Nýr innflytjenda- og öryggisstjóri framkvæmdastjórnar ESB á að gæta evrópskra lífshátta. 11. september 2019 15:38 Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Evrópuþingið samþykkti í morgun nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir forsæti hinnar þýsku Ursulu von der Leyen. Ný framkvæmdastjórn var samþykkt með miklum meirihluta, en 461 þingmaður greiddi atkvæði með en 157 gegn. Alls sátu 89 þingmenn hjá í atkvæðagreiðslunni. Ný framkvæmdastjórn tekur við stjórnartaumunum 1. desember, mánuði síðar en upphaflega var áætlað. Frestaðist embættistakan um mánuð vegna deilna um einstaka framkvæmdastjóra sem aðildarríkin höfðu tilnefnt. Von der Leyen tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker. Verður hún fyrsta konan til að gegna stöðunni og segir hún að hennar teymi muni veita Evrópu „nýtt upphaf“ þar sem áhersla verði lögð á baráttuna gegn loftslagsbreytingum.Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.APVon der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands og náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara til margra ára. Samþykki meirihluta þingsins þurfti til að framkvæmdastjórinn yrði samþykkt. Alls eiga 27 framkvæmdastjórar sæti í framkvæmdastjórninni – einn frá hverju aðildarríki. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að tilnefna ekki breskan framkvæmdastjóra þar sem Bretar stefna að útgöngu úr sambandinu. „Einn meðlimur fjölskyldu okkar ætlar sér að yfirgefa sambandið okkar,“ sagði von der Leyen á þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna. Við það brutust út mikil fagnaðarlæti meðal Evrópuþingmanna Brexit-flokksins. Von der Leyen hélt þá áfram: „Yfirgnæfandi meirihluti þingsins virðist ánægður með að þessi litli hópur muni framvegis ekki geta klappað eins hátt.“ Þá hló þingheimur og klappaði.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Nýr innflytjenda- og öryggisstjóri framkvæmdastjórnar ESB á að gæta evrópskra lífshátta. 11. september 2019 15:38 Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Nýr innflytjenda- og öryggisstjóri framkvæmdastjórnar ESB á að gæta evrópskra lífshátta. 11. september 2019 15:38
Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55
Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47