Þingmenn sprungu úr hlátri þegar Sigurður Ingi sagði að gleymst hafi að láta hann vita af „panikki í ríkisstjórninni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 16:49 Hlátrasköll og klapp brutust út í þingsal í umræðu um atkvæðagreiðslu fjárlaga 2020 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að ef það væri rétt sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu haldið fram um að það væri „panikk í ríkisstjórninni,“ að þá hafi gleymst að láta hann vita af því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði í ræðu sinni vakið athygli á uppákomu sem mun hafa átt sér stað í þinginu í gærkvöldi. Eftir að hafa hlustað á ræður þingmanna stjórnarflokkanna hafi hún séð ástæðu til að segja frá því „opinbera leyndarmáli,“ eins og Þorgerður orðaði það. „Það vita það allir að það var panikk hér hjá ríkisstjórnarflokkunum og hæstvirtur forsætisráðherra reyndi einmitt að koma til móts við óskir og beiðni héraðssaksóknara í gær um aukin fjárframlög. En hvað gerðist? Það er kominn undanhald í liðið og það þarf auðvitað að ramma alla liðsmenn inn í eitt og sama formið,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þetta er ekkert annað en útúrsnúningar um aðferðafræði hér af hálfu ríkisstjórnarflokkanna,“ sagði Þorgerður Katrín. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var þá næstur í pontu og sagði ræðu Þorgerðar Katrínar vera „rugl,“ sem uppskar nokkuð fliss meðal þingmanna í salnum. Þá næst tók Sigurður Ingi til máls en hann sagði umræðuna vera farna að snúast um margt annað heldur en atkvæðagreiðsluna um fjárlög. „Ég veit ekki hvort ég ætti að eyða orðum á það sem að háttvirtur þingmaður Birgir Ármannsson kallaði rugl. Ég ætla að gera það samt, vegna þess að hafi verið panikk í ríkisstjórninni þá hefur alveg gleymst að láta formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vita af því,“ sagði Sigurður Ingi, sem komst varla lengra með setninguna því hávær hlátrasköll og klapp braust út í salnum svo heyrðist langt fram á ganga þinghússins. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira
Hlátrasköll og klapp brutust út í þingsal í umræðu um atkvæðagreiðslu fjárlaga 2020 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að ef það væri rétt sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu haldið fram um að það væri „panikk í ríkisstjórninni,“ að þá hafi gleymst að láta hann vita af því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði í ræðu sinni vakið athygli á uppákomu sem mun hafa átt sér stað í þinginu í gærkvöldi. Eftir að hafa hlustað á ræður þingmanna stjórnarflokkanna hafi hún séð ástæðu til að segja frá því „opinbera leyndarmáli,“ eins og Þorgerður orðaði það. „Það vita það allir að það var panikk hér hjá ríkisstjórnarflokkunum og hæstvirtur forsætisráðherra reyndi einmitt að koma til móts við óskir og beiðni héraðssaksóknara í gær um aukin fjárframlög. En hvað gerðist? Það er kominn undanhald í liðið og það þarf auðvitað að ramma alla liðsmenn inn í eitt og sama formið,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þetta er ekkert annað en útúrsnúningar um aðferðafræði hér af hálfu ríkisstjórnarflokkanna,“ sagði Þorgerður Katrín. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var þá næstur í pontu og sagði ræðu Þorgerðar Katrínar vera „rugl,“ sem uppskar nokkuð fliss meðal þingmanna í salnum. Þá næst tók Sigurður Ingi til máls en hann sagði umræðuna vera farna að snúast um margt annað heldur en atkvæðagreiðsluna um fjárlög. „Ég veit ekki hvort ég ætti að eyða orðum á það sem að háttvirtur þingmaður Birgir Ármannsson kallaði rugl. Ég ætla að gera það samt, vegna þess að hafi verið panikk í ríkisstjórninni þá hefur alveg gleymst að láta formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vita af því,“ sagði Sigurður Ingi, sem komst varla lengra með setninguna því hávær hlátrasköll og klapp braust út í salnum svo heyrðist langt fram á ganga þinghússins.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira
Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05