Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara
Kanslarinn á þýska þinginu í dag.Vísir/AP
Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið.
Ummælin stangast á við það sem Frakklandsforseti sagði fyrr í mánuðinum þegar hann kvað NATO nú þjást af heilabilun.
Þá sagði Merkel að áframhaldandi aðild Tyrklands væri mikilvæg, en Tyrkjum hefur lent saman við önnur bandalagsríki að undanförnu.