Ósáttir stuðningsmenn Zlatan Ibrahimovic kveiktu í styttu af framherjanum eftir að hann gerðist hluteigandi í Hammarby.
Sænski framherjinn er orðinn 25 prósent eigandi í Hammarby og það fór illa í stuðningsmenn Malmö.
Zlatan er uppalinn hjá Malmö og var reist stytta af kappanum fyrir utan heimavöll liðsins fyrir stuttu.
Hammarby og Malmö eru erkifjendur og má segja að þessar fréttir af kaupunum í Hammarby fóru ekki vel í stuðningsmenn Malmö.
Hópur þeirra tók sig til og kveikti í styttunni. Fyrr um daginn höfðu verið unnin skemmdarverk á styttunni, klósettpappír kastað á hana og krotað á hana.
Þá var stofnað til undirskriftar um að láta fjarlægja styttuna.
Kveikt í styttunni af Zlatan

Tengdar fréttir

Zlatan orðinn eigandi Hammarby
Komin útskýring á Hammarby færslum Zlatan Ibrahimovic í gær.