Innlent

Kvennaathvarfið byggir átján íbúða áfangaheimili

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Skrifað undir samninga um nýja áfangaheimilið.
Skrifað undir samninga um nýja áfangaheimilið. Fréttablaðið/Stefán
Í gær var undirritaður verksamningur vegna átján íbúða áfangaheimilis Kvennaathvarfsins og samningur um fjármögnun. Safnað var fyrir verkefninu sem ber heitið Byggjum von um betra líf í þjóðarátaki Á allra vörum árið 2017.

„Það hefur verið markmið verkefnisins alla tíð að við getum boðið upp á leigu með því besta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu fyrir konurnar sem til okkar leita og börnin þeirra,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastýra Vonar um betra líf. „Þessar konur og börn eru þær fjölskyldur sem hafa verið í hvað erfiðastri stöðu á húsnæðismarkaði.“

Hafist verður handa við bygginguna 1. febrúar á næsta ári og á framkvæmdum að ljúka sumarið 2021.

„Þarna geta konurnar leigt íbúð og átt sitt eigið heimili samhliða því að fá stuðning í athvarfinu,“ segir Eygló.

„Við sjáum svo fyrir okkur að hver fjölskylda setji sér markmið um það hvernig hún nýtir tímann þar. Sumir þurfa kannski að ganga frá skilnaði, finna vinnu eða byggja sig upp til þess að fá aftur það öryggi sem hefur verið tekið frá þeim.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×