Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2019 09:15 Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun.Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Fækkuðu sjúkraflutningamönnum fyrr á þessu ári vegna hagræðingar Í lok síðasta árs greindi fréttastofan frá því að 1. febrúar í ár yrði sjúkraflutningamönnum á Hvolsvelli fækkað um fjóra. Þáverandi forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu, í desember í fyrra, að það væri gert vegna rekstrarhalla. Þá var þeim fækkað úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá. Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Sjúkraflutningamenn líta á tölvupóst frá forstjóra HSU sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður.Óvíst með ráðningarsamband sé ákvörðunin ekki virt Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands tilkynnti sjúkraflutningamönnum á öllu svæðinu um ákvörðunina í tölvupósti í gær og er vísað í 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það kemur meðal annars fram að hafi breytingarnar í för með sér skert launakjör starfsmanns eða réttindi skuli hann halda óbreyttum launakjörum og réttindum þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í embætti eða jafnlangan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi. Sjúkraflutningamenn líta á þetta sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður. Í tölvupósti forstjórans til sjúkraflutningamanna kemur fram að þessi leið sé farinn þar sem samkomulag hafi ekki náðst við þá, samkomulag með þeim hætti sem framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar hefði kosið. Ákvörðunin sé nauðsynleg og tekin út frá rekstrarlegum grundvelli. Sjúkraflutningamenn hafa áhyggjur af því að upplýsingaflæði á milli vakta verði ekki tryggt ef samvistartími á milli vaktaskipta verði afnuminn.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða.Breytingin gerð með innan við sólarhrings fyrirvara Árni Snorri Valsson, trúnaðarmaður sjúkraflutningamanna á Suðurlandi segir hljóðið í sjúkraflutningamönnum þungt. Hann segir að tilkynningin frá forstjóra heilbrigðisstofnunarinnar í gær hafi einungis verið formsins vegna. Yfirvinnutímarnir hafi þegar verið teknir af þeim. Það hafi verið gert með innan við sólarhrings fyrirvara um síðustu mánaðamót og því hafi þeir mótmælt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða. Ekki náðist í Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu við vinnslu fréttarinnar. Kjarasamningur sjúkraflutningamanna í aðalstarfi, sem á við um sjúkraflutningamenn á Selfossi, rann út í apríl síðastliðnum og enn sem komið er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. Einna mest álag hefur verið á sjúkraflutningamenn á Suðurlandi síðustu ár. Umdæmi þeirra er víðfeðmt og þar hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum síðustu ára orðið. Í ár hafa þeir tekist á við, svo eitthvað sé nefnt, tvö flugslys og alvarleg rútuslys það sem margir slösuðust Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis. 20. nóvember 2019 20:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun.Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Fækkuðu sjúkraflutningamönnum fyrr á þessu ári vegna hagræðingar Í lok síðasta árs greindi fréttastofan frá því að 1. febrúar í ár yrði sjúkraflutningamönnum á Hvolsvelli fækkað um fjóra. Þáverandi forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu, í desember í fyrra, að það væri gert vegna rekstrarhalla. Þá var þeim fækkað úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá. Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Sjúkraflutningamenn líta á tölvupóst frá forstjóra HSU sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður.Óvíst með ráðningarsamband sé ákvörðunin ekki virt Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands tilkynnti sjúkraflutningamönnum á öllu svæðinu um ákvörðunina í tölvupósti í gær og er vísað í 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það kemur meðal annars fram að hafi breytingarnar í för með sér skert launakjör starfsmanns eða réttindi skuli hann halda óbreyttum launakjörum og réttindum þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í embætti eða jafnlangan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi. Sjúkraflutningamenn líta á þetta sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður. Í tölvupósti forstjórans til sjúkraflutningamanna kemur fram að þessi leið sé farinn þar sem samkomulag hafi ekki náðst við þá, samkomulag með þeim hætti sem framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar hefði kosið. Ákvörðunin sé nauðsynleg og tekin út frá rekstrarlegum grundvelli. Sjúkraflutningamenn hafa áhyggjur af því að upplýsingaflæði á milli vakta verði ekki tryggt ef samvistartími á milli vaktaskipta verði afnuminn.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða.Breytingin gerð með innan við sólarhrings fyrirvara Árni Snorri Valsson, trúnaðarmaður sjúkraflutningamanna á Suðurlandi segir hljóðið í sjúkraflutningamönnum þungt. Hann segir að tilkynningin frá forstjóra heilbrigðisstofnunarinnar í gær hafi einungis verið formsins vegna. Yfirvinnutímarnir hafi þegar verið teknir af þeim. Það hafi verið gert með innan við sólarhrings fyrirvara um síðustu mánaðamót og því hafi þeir mótmælt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða. Ekki náðist í Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu við vinnslu fréttarinnar. Kjarasamningur sjúkraflutningamanna í aðalstarfi, sem á við um sjúkraflutningamenn á Selfossi, rann út í apríl síðastliðnum og enn sem komið er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. Einna mest álag hefur verið á sjúkraflutningamenn á Suðurlandi síðustu ár. Umdæmi þeirra er víðfeðmt og þar hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum síðustu ára orðið. Í ár hafa þeir tekist á við, svo eitthvað sé nefnt, tvö flugslys og alvarleg rútuslys það sem margir slösuðust
Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis. 20. nóvember 2019 20:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
„Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis. 20. nóvember 2019 20:30