Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 13:08 Frambjóðendurnir Olaf Scholz og Klara Geywitz, og Norbert Walter-Borjans og Saskia Esken. Getty Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. Verður fyrsta verkefni nýs leiðtoga að leggja línurnar um hvort að flokkurinn eigi að hætta stjórnarsamstarfinu með Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel kanslara. Ákveði nýr formaður að slíta stjórnarsamstarfinu kann svo að fara að nauðsynlegt verði að boða til nýrra þingkosninga í landinu. Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar endurnýjuðu stjórnarsamstarfið eftir kosningarnar 2017 eftir margra mánaða viðræður um myndun stjórnar. Fjölmargir flokksmenn hafa skorað á leiðtoga að slíta stjórnarsamstarfinu og byggja flokkinn upp að nýju í stjórnarandstöðu. SPD hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.Kosið milli tveggja leiðtogapara Atkvæðagreiðsla meðal 426 þúsund flokksmanna SPD hefur staðið síðustu tíu daga og lýkur á morgun. Fyrirkomulagið er um margt sérstakt og stendur valið nú milli tveggja leiðtogapara. Annað parið er undir forystu fjármálaráðherrans Olaf Scholz, sem þykir líklegur til að halda stjórnarsamstarfinu áfram, og hitt parið undir forystu hagfræðingsins og vinstrisinnans Norbert Walter-Borjans.Hrói Höttur Norðurrín-Vestfalíu Walter-Borjans, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu, þykir líklegri til að vilja slíta stjórnarsamstarfinu, en hann hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Þeir Scholz og Walter-Borjans eiga það sameiginlegt að vilja endursemja um stjórnarsáttmálann þar sem aukin áhersla verði lögð á félagslegt réttlæti. Þýskaland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. Verður fyrsta verkefni nýs leiðtoga að leggja línurnar um hvort að flokkurinn eigi að hætta stjórnarsamstarfinu með Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel kanslara. Ákveði nýr formaður að slíta stjórnarsamstarfinu kann svo að fara að nauðsynlegt verði að boða til nýrra þingkosninga í landinu. Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar endurnýjuðu stjórnarsamstarfið eftir kosningarnar 2017 eftir margra mánaða viðræður um myndun stjórnar. Fjölmargir flokksmenn hafa skorað á leiðtoga að slíta stjórnarsamstarfinu og byggja flokkinn upp að nýju í stjórnarandstöðu. SPD hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.Kosið milli tveggja leiðtogapara Atkvæðagreiðsla meðal 426 þúsund flokksmanna SPD hefur staðið síðustu tíu daga og lýkur á morgun. Fyrirkomulagið er um margt sérstakt og stendur valið nú milli tveggja leiðtogapara. Annað parið er undir forystu fjármálaráðherrans Olaf Scholz, sem þykir líklegur til að halda stjórnarsamstarfinu áfram, og hitt parið undir forystu hagfræðingsins og vinstrisinnans Norbert Walter-Borjans.Hrói Höttur Norðurrín-Vestfalíu Walter-Borjans, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu, þykir líklegri til að vilja slíta stjórnarsamstarfinu, en hann hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Þeir Scholz og Walter-Borjans eiga það sameiginlegt að vilja endursemja um stjórnarsáttmálann þar sem aukin áhersla verði lögð á félagslegt réttlæti.
Þýskaland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira