Enski boltinn

Slakasta gengi Arsenal síðan 1992 | Stjórnar­menn fé­lagsins funda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery hugsi í gær.
Emery hugsi í gær. vísir/getty
Vandræði Arsenal halda áfram en Skytturnar töpuðu í gær 2-1 fyrir Eintracht Frankfurt á heimavelli í Evrópudeildinni eftir að hafa komist yfir í leiknum í fyrri hálfleik.

Þetta var sjöundi leikurinn í öllum keppnum sem Arsenal vinnur ekki. Þeir hafa gert jafntefli í fjórum þeirra og tapað þremur en þetta er versta gengi liðsins síðan 1992.

Unai Emery, sem tók við liðinu fyrir rúmu ári síðan, er undir mikilli pressu en forveri hans í starfi, Arsene Wenger, fór aldrei í gegnum sjö leiki án þess að vinna ekki í sjö leikjum í röð.





Sky Sports fréttastofan greinir svo frá því nú í morgun að forráðamenn félagsins munu hittast á fundi í dag og ræða framtíð Spánverjans sem hefur ekki náð að heilla stuðningsmenn Arsenal.

Emery tók við Arsenal af Arsene Wenger sumarið 2018 eftir að hafa þjálfað bæði hjá Sevilla og PSG þar sem hann gerði fína hluti, sér í lagi hjá Sevilla.

Arsenal er í 8. sæti deildarinnar með átján stig en einungis fjóra sigra í þrettán leikjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×