Moreno í áfalli eftir fullyrðingar Luis Enrique: Þetta voru ljót orð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2019 09:15 Robert Moreno með Sergio Ramos, fyrirliða spænska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Robert Moreno skilur ekkert í því af hverju Luis Enrique rak hann úr spænska landsliðsteyminu eða af hverju Luis Enrique þurfti að mála svona ljóta mynd af honum í viðtölum við fjölmiðla. Þeir voru bestu vinir en svo breyttist allt þegar Moreno stóð sig vel í fjarveru Luis Enrique. Robert Moreno kom spænska fótboltalandsliðinu á EM í forföllum Luis Enrique en var launaður greiðinn með því að vera rekinn úr landsliðsþjálfarateyminu þegar Luis Enrique sneri aftur. Í viðbót við það fór Luis Enrique ekki fögrum orðum um fyrrverandi aðstoðarmann sinn í viðtölum.Former Spain head coach Robert Moreno says returning national boss Luis Enrique has "labelled me with words that are ugly". More here https://t.co/44CnmiK7eHpic.twitter.com/xwIqAJH9u2 — BBC Sport (@BBCSport) November 29, 2019Luis Enrique sagði að Robert Moreno hafi verið óheiðarlegur og fengi þess vegna ekki að vera áfram hluti af landsliðsþjálfarateyminu. Þeir voru góðir vinir og eru búnir að vinna saman lengi þar á meðal hjá Barcelona. „Ég veit ekki af hverju Luis Enrique vill ekki lengur hafa mig með sér,“ sagði Robert Moreno á blaðamannafundi. Luis Enrique hætti sem þjálfari spænska landsliðsins í júní til að eyða meiri tíma með níu ára dóttur sinni Xönu sem lést síðan úr krabbameini í ágúst. Moreno tók við starfinu og vildi fá að stýra spænska liðinu á EM áður en hann sneri aftur í starf aðstoðarþjálfara. „Ég veit að hann hefur unnið hart að því að vera þjálfari og hann er metnaðarfullur en þetta er óheiðarleiki í mínum bókum,“ sagði Luis Enrique meðal annars um Robert Moreno. „Ég myndi aldrei gera svona sjálfur og ég vil ekki vera með óheiðarlegt fólk í mínu starfsliði,“ sagði Enrique. Spænska landsliðið vann 5-0 sigur á Rúmeníu í síðasta leiknum undir stjórn Robert Moreno. Moreno stýrði liðinu í sex leikjum, fjórir unnust og hann tapaði aldrei. Markatalan var sautján mörk í plús eða 20-3. Robert Moreno svaraði þessu: „Þetta eru ljót orð sem hann sagði um mig og áttu ekki rétt á sér. Í fyrsta fundi mínum með Luis Enrique þá sagði hann mér að ég hefði gert það sem ég átti að gera og að hann væri stoltur af mér,“ sagði Moreno. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi stíga til hliðar ef hann sneri aftur. Hann sagðist hins vegar ekki hafa þörf fyrir mig lengur. Ég var í áfalli. Ég lét hina í starfsliðinu vita og velti því fyrir mér hvað ég hefði gert rangt,“ sagði Robert Moreno. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50 Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Robert Moreno skilur ekkert í því af hverju Luis Enrique rak hann úr spænska landsliðsteyminu eða af hverju Luis Enrique þurfti að mála svona ljóta mynd af honum í viðtölum við fjölmiðla. Þeir voru bestu vinir en svo breyttist allt þegar Moreno stóð sig vel í fjarveru Luis Enrique. Robert Moreno kom spænska fótboltalandsliðinu á EM í forföllum Luis Enrique en var launaður greiðinn með því að vera rekinn úr landsliðsþjálfarateyminu þegar Luis Enrique sneri aftur. Í viðbót við það fór Luis Enrique ekki fögrum orðum um fyrrverandi aðstoðarmann sinn í viðtölum.Former Spain head coach Robert Moreno says returning national boss Luis Enrique has "labelled me with words that are ugly". More here https://t.co/44CnmiK7eHpic.twitter.com/xwIqAJH9u2 — BBC Sport (@BBCSport) November 29, 2019Luis Enrique sagði að Robert Moreno hafi verið óheiðarlegur og fengi þess vegna ekki að vera áfram hluti af landsliðsþjálfarateyminu. Þeir voru góðir vinir og eru búnir að vinna saman lengi þar á meðal hjá Barcelona. „Ég veit ekki af hverju Luis Enrique vill ekki lengur hafa mig með sér,“ sagði Robert Moreno á blaðamannafundi. Luis Enrique hætti sem þjálfari spænska landsliðsins í júní til að eyða meiri tíma með níu ára dóttur sinni Xönu sem lést síðan úr krabbameini í ágúst. Moreno tók við starfinu og vildi fá að stýra spænska liðinu á EM áður en hann sneri aftur í starf aðstoðarþjálfara. „Ég veit að hann hefur unnið hart að því að vera þjálfari og hann er metnaðarfullur en þetta er óheiðarleiki í mínum bókum,“ sagði Luis Enrique meðal annars um Robert Moreno. „Ég myndi aldrei gera svona sjálfur og ég vil ekki vera með óheiðarlegt fólk í mínu starfsliði,“ sagði Enrique. Spænska landsliðið vann 5-0 sigur á Rúmeníu í síðasta leiknum undir stjórn Robert Moreno. Moreno stýrði liðinu í sex leikjum, fjórir unnust og hann tapaði aldrei. Markatalan var sautján mörk í plús eða 20-3. Robert Moreno svaraði þessu: „Þetta eru ljót orð sem hann sagði um mig og áttu ekki rétt á sér. Í fyrsta fundi mínum með Luis Enrique þá sagði hann mér að ég hefði gert það sem ég átti að gera og að hann væri stoltur af mér,“ sagði Moreno. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi stíga til hliðar ef hann sneri aftur. Hann sagðist hins vegar ekki hafa þörf fyrir mig lengur. Ég var í áfalli. Ég lét hina í starfsliðinu vita og velti því fyrir mér hvað ég hefði gert rangt,“ sagði Robert Moreno.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50 Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50
Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30