Slökkviliðsstjóri segist bera ábyrgð á því að reykkafari hætti lífi sínu fyrir tölvu Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2019 22:30 Slökkviliðsstjóri segir það alfarið á sína ábyrgð að hafa stefnt lífi reykkafara í hættu til að bjarga tölvu úr stórbruna í Miðhrauni í Garðabæ. Mannvirkjastofnun gagnrýnir atvikið og eiganda hússins sem sinnti ekki sínum skyldum Reykkafarinn féll niður um hæð eftir að tvö reykköfunarteymi höfðu verið send inn í húsið til að bjarga tölvu frá Marel sem geymdi verðmætan hugbúnað. Hafði reykkafarinn opnað dyr og við það fallið niður á næstu hæð. Reykkafarinn bjargaði sér með slöngu sem hann var með og með aðstoð reykkafarans sem var með honum. Bæði teymin voru fjarskiptalaus. Mannvirkjastofnun segir í skýrslu sinni að það teljist umhugsunarvert að senda reykkafara inn í bygginguna þar sem ekki var um lífbjörgun að ræða.„Eftir á að hyggja hefðum við átt að grípa inn í mun fyrr og á því berg ég ábyrgð. Í þessu tilviki mátum við að það væri óhætt því þetta var í þeim enda sem var minni eldsvoði í. Síðan var búið að breyta skipan veggja þarna og setja hurðir þar sem var ekki áður, þannig að menn hálfpartinn villtust. Það er í rauninni ástæðan fyrir því hvernig fór. En sem betur fer bar hann ekki tjón af þessu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Í húsinu var áður kvikmyndastúdíó Latabæjar. Því var síðar breytt í lager fyrir verslun Icewear sem ekki var sótt um leyfi fyrir og jók brunaálag hússins til muna.Þetta sýnir þá kannski mikilvægi þess að sótt er um leyfi fyrir breytingum? „Það undirstrikar það að menn fylgi þeim lögum og reglugerðum sem eru til staðar varðandi byggingar. Það eru aðalskilaboðin í skýrslu Mannvirkjastofnunar, það er ekki skortur á lögum, reglugerðum og leiðbeiningum heldur skortur á að menn fari eftir þeim.“ Brunavarnir voru því ekki sem skyldi, vöntun var á reykræsti opum og vatnsúðarakerfi sem hefði geta auðveldað slökkvistarf. „Ábyrgð þeirra sem á eignina er algjör, það er ekki hægt að semja sig frá henni og ekki hægt að víkja sér undan henni heldur.“ Garðabær Slökkvilið Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Slökkviliðsstjóri segir það alfarið á sína ábyrgð að hafa stefnt lífi reykkafara í hættu til að bjarga tölvu úr stórbruna í Miðhrauni í Garðabæ. Mannvirkjastofnun gagnrýnir atvikið og eiganda hússins sem sinnti ekki sínum skyldum Reykkafarinn féll niður um hæð eftir að tvö reykköfunarteymi höfðu verið send inn í húsið til að bjarga tölvu frá Marel sem geymdi verðmætan hugbúnað. Hafði reykkafarinn opnað dyr og við það fallið niður á næstu hæð. Reykkafarinn bjargaði sér með slöngu sem hann var með og með aðstoð reykkafarans sem var með honum. Bæði teymin voru fjarskiptalaus. Mannvirkjastofnun segir í skýrslu sinni að það teljist umhugsunarvert að senda reykkafara inn í bygginguna þar sem ekki var um lífbjörgun að ræða.„Eftir á að hyggja hefðum við átt að grípa inn í mun fyrr og á því berg ég ábyrgð. Í þessu tilviki mátum við að það væri óhætt því þetta var í þeim enda sem var minni eldsvoði í. Síðan var búið að breyta skipan veggja þarna og setja hurðir þar sem var ekki áður, þannig að menn hálfpartinn villtust. Það er í rauninni ástæðan fyrir því hvernig fór. En sem betur fer bar hann ekki tjón af þessu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Í húsinu var áður kvikmyndastúdíó Latabæjar. Því var síðar breytt í lager fyrir verslun Icewear sem ekki var sótt um leyfi fyrir og jók brunaálag hússins til muna.Þetta sýnir þá kannski mikilvægi þess að sótt er um leyfi fyrir breytingum? „Það undirstrikar það að menn fylgi þeim lögum og reglugerðum sem eru til staðar varðandi byggingar. Það eru aðalskilaboðin í skýrslu Mannvirkjastofnunar, það er ekki skortur á lögum, reglugerðum og leiðbeiningum heldur skortur á að menn fari eftir þeim.“ Brunavarnir voru því ekki sem skyldi, vöntun var á reykræsti opum og vatnsúðarakerfi sem hefði geta auðveldað slökkvistarf. „Ábyrgð þeirra sem á eignina er algjör, það er ekki hægt að semja sig frá henni og ekki hægt að víkja sér undan henni heldur.“
Garðabær Slökkvilið Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira