Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 109-98 | Keflavík aftur á toppinn Gabríel Sighvatsson skrifar 29. nóvember 2019 22:00 Khalil Ahmad var stigahæstur Keflvíkingar. vísir/daníel Keflavík og Fjölnir mættust í Blue-höllinni í Dominos deild karla í kvöld. Keflavík hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld og þurfti á sigri að halda til að halda toppsætinu í deildinni. Keflavík byrjaði leikinn af krafti og kom sér fljótt upp góðri forystu. Fjölnir hékk lengi í þeim en fljótt varð ljóst í hvað stefndi. Gæðamunurinn á liðunum sást betur eftir því sem leið á leikinn og þegar komið var í 4. leikhluta leiddi Keflavík með meira en 20 stigum. Að lokum hafði Keflavík nokkuð þægilegan sigur, 109-98 og kom sér þannig aftur á sigurbraut.Af hverju vann Keflavík? Það sást alveg á leiknum hvort liðið var í toppbaráttu og hvort liðið var í botnbaráttu. Keflavík leiddi allan leikinn og þó Fjölnir hafi nokkrum sinnum komist nálægt þá náðu þeir aldrei að halda dampi.Hvað gekk illa? Varnarleikur liðanna í dag var nánast ekki til staðar. Yfir 200 stig voru skoruð samtals í dag og segir það ansi mikið. Þá átti Keflavík erfitt með að hrista Fjölnismenn af sér og duglegir að hleypa þeim frekar inn í leikinn en á hinn bóginn náðu gestirnir einfaldlega ekki að nýta sér það.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Keflavík Khalil Ullah Ahmad og Hörður Axel Jónsson, fyrirliði, frábærir og skoruðu 31 og 28 stig hvor um sig. Þeir voru líka duglegir í stoðsendingum og áttu 14 talsins. Hjá Fjölni var Viktor Lee Moses atkvæðamestur og setti 29 stig. Jere Vucica var með 22 stig og var oft á tíðum drjúgur en það var ekki nóg í kvöld.Hvað gerist næst? Keflavík endurheimtir toppsætið eftir stutta dvöl í 2. sæti. Næst sækja þeir heim Þór frá Þorlákshöfn. Fjölnismenn eru enn fastir við botninn fyrir ofan Þór Akureyri á innbyrðis viðureignum. Hitt liðið frá Reykjanesbæ, Njarðvík kemur í heimsókn næst.Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/DaníelHjalti Þór: Við spiluðum enga vörn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var langt frá því að vera ánægður þrátt fyrir sigur hjá sínum mönnum í kvöld. „Sigur er sigur, 2 stig eru 2 stig en ég er ekki ánægður með spilamennskuna,“ sagði Hjalti og hélt áfram. „Við spiluðum enga vörn og þeir skutu það sem þeir vildu. Við skoruðum bara meira það er í rauninni bara þannig.“ „Það komu kaflar þar sem við spiluðum vörn en þeir fengu bara galopin skot hvar sem er. Þegar þú ert komin eitthvað yfir þá fara menn að „gambla“ og þú hugsar meira um sóknina heldur en vörnina. Við þurfum að fókusa betur og vera þéttari varnarlega.“ Hinsvegar var sóknarleikurinn í góðu lagi hjá Keflavík en liðið skoraði 109 stig í kvöld. „Við þrælhittum og flæðið var fínt. Það vantaði kannski að leita meira inn í en við vorum að hitta fyrir utan og þar af leiðandi gekk þetta upp að vera ekki að leita mikið inn í.“ Keflavík hefur haft þann slæma ávana að hleypa andstæðingum sínum inn í leikinn eftir að hafa náð upp góðu forskoti og það var það sama uppi á teningunum í dag. „Við komumst 20 yfir í fyrri hálfleik og svo droppum við aðeins niður. Við gerum nákvæmlega það sama í seinni hálfleik. Þetta var aldrei í hættu þannig en Fjölnismenn gerðu vel í að setja þessi skot.“ „Auðvitað eiga menn að halda fókus og allt það en sigur er sigur. Við áttum skítaleik á móti Haukum og áttum fínan leik á móti KR en við þurfum bara að halda áfram.“ Falur Harðarson þjálfar Fjölnivísir/báraFalur: Náum ekki að halda góðum leik „Þetta er sagan okkar á þessu tímabili, við náum að sýna góðan leik á köflum, svo næstum því afleitan leik á öðrum köflum. Við þurfum að vera stabílli.“ sagði Falur Jóhann Harðarson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Keflavík. Mikið var skorað í dag, vel yfir 200 stig og var sóknarleikurinn ekki mikið til að kvarta yfir. „Þeir hittu vel, við hittum vel líka og betur en þeir fyrir utan 3ja stiga línuna. Það er varnarleikur og tapaðir boltar hjá okkur sem er verkefnið okkar eftir þennan leik.“ Falur var hinsvegar ekki jafn sáttur við varnarleikinn frekar en nokkur annar á vellinum í dag. „Heilt yfir var hann ekki góður. Við áttum ágætis kafla inn á milli en það er eiginlega bara okkar saga á þessu tímabili að við náum ekki að halda góðum leik, sérstaklega varnarlega á löngum köflum.“ Fjölnir hélt í við Keflavík lengi vel en gat ekki haldið því út allan leikinn. „Við gefumst aldrei upp. Hvort þetta sé ekta nýliðar eða hvað, það er gríðarlega mikill munur á milli deilda en við verðum að halda áfram, það þýðir ekkert að leggja árar í bát núna.“ Hörður Axel Vilhjálmsson.VÍSIR/VILHELMHörður Axel: Hleyptum þeim oft inn í leikinn Mikið hefur verið sagt um slakan varnarleik í kvöld og var Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur, ekki ósammála því. „Við látum skora á okkur 98 stig á heimavelli, það er svolítið mikið en að sama skapi þá hittum við rosalega vel. Þeir sóttu á okkur á góðum stöðum og hittu vel allir, það er erfitt að eiga við þá.“ „Við vissum að þetta yrði svona leikur að það yrði skorað mikið og þetta yrði hraður leikur. Þannig vill Fjölnir spila og hefur spilað alla leikina sína hingað til. Við eigum samt að gera betur en þetta.“ Hörður Axel var heldur ekki ánægður með kæruleysið sem liðið hefur verið að sýna í leikjum sem þessum. „Við eigum líka að gera betur að loka leikjum. Við vorum aftur í dag eins og er búið að gerast oft í vetur að við vorum komnir með 20 stiga forskot og þá slaknar á okkur, við þurfum að fara að laga þetta. Við hleyptum þeim oft inn í leikinn, það var alveg í 3-4 skipti sem við náðum 20 stiga forskoti. Að sama skapi gott að ná alltaf upp muninum aftur en við þurfum að skoða þetta.“ Keflavík er komið aftur á beinu brautina og á nokkra leiki eftir fyrir jólafrí. „Maður vill vinna alla leiki sem maður fer í og við vorum búnir að tapa tveimur leikjum í röð. Það setti okkur aðeins niður á jörðina og það er hollt fyrir alla að tapa við og við. Við þurfum að ná að komast aftur á rétta braut og klára vel fyrir jól,“ sagði Hörður Axel að lokum. Dominos-deild karla
Keflavík og Fjölnir mættust í Blue-höllinni í Dominos deild karla í kvöld. Keflavík hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld og þurfti á sigri að halda til að halda toppsætinu í deildinni. Keflavík byrjaði leikinn af krafti og kom sér fljótt upp góðri forystu. Fjölnir hékk lengi í þeim en fljótt varð ljóst í hvað stefndi. Gæðamunurinn á liðunum sást betur eftir því sem leið á leikinn og þegar komið var í 4. leikhluta leiddi Keflavík með meira en 20 stigum. Að lokum hafði Keflavík nokkuð þægilegan sigur, 109-98 og kom sér þannig aftur á sigurbraut.Af hverju vann Keflavík? Það sást alveg á leiknum hvort liðið var í toppbaráttu og hvort liðið var í botnbaráttu. Keflavík leiddi allan leikinn og þó Fjölnir hafi nokkrum sinnum komist nálægt þá náðu þeir aldrei að halda dampi.Hvað gekk illa? Varnarleikur liðanna í dag var nánast ekki til staðar. Yfir 200 stig voru skoruð samtals í dag og segir það ansi mikið. Þá átti Keflavík erfitt með að hrista Fjölnismenn af sér og duglegir að hleypa þeim frekar inn í leikinn en á hinn bóginn náðu gestirnir einfaldlega ekki að nýta sér það.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Keflavík Khalil Ullah Ahmad og Hörður Axel Jónsson, fyrirliði, frábærir og skoruðu 31 og 28 stig hvor um sig. Þeir voru líka duglegir í stoðsendingum og áttu 14 talsins. Hjá Fjölni var Viktor Lee Moses atkvæðamestur og setti 29 stig. Jere Vucica var með 22 stig og var oft á tíðum drjúgur en það var ekki nóg í kvöld.Hvað gerist næst? Keflavík endurheimtir toppsætið eftir stutta dvöl í 2. sæti. Næst sækja þeir heim Þór frá Þorlákshöfn. Fjölnismenn eru enn fastir við botninn fyrir ofan Þór Akureyri á innbyrðis viðureignum. Hitt liðið frá Reykjanesbæ, Njarðvík kemur í heimsókn næst.Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/DaníelHjalti Þór: Við spiluðum enga vörn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var langt frá því að vera ánægður þrátt fyrir sigur hjá sínum mönnum í kvöld. „Sigur er sigur, 2 stig eru 2 stig en ég er ekki ánægður með spilamennskuna,“ sagði Hjalti og hélt áfram. „Við spiluðum enga vörn og þeir skutu það sem þeir vildu. Við skoruðum bara meira það er í rauninni bara þannig.“ „Það komu kaflar þar sem við spiluðum vörn en þeir fengu bara galopin skot hvar sem er. Þegar þú ert komin eitthvað yfir þá fara menn að „gambla“ og þú hugsar meira um sóknina heldur en vörnina. Við þurfum að fókusa betur og vera þéttari varnarlega.“ Hinsvegar var sóknarleikurinn í góðu lagi hjá Keflavík en liðið skoraði 109 stig í kvöld. „Við þrælhittum og flæðið var fínt. Það vantaði kannski að leita meira inn í en við vorum að hitta fyrir utan og þar af leiðandi gekk þetta upp að vera ekki að leita mikið inn í.“ Keflavík hefur haft þann slæma ávana að hleypa andstæðingum sínum inn í leikinn eftir að hafa náð upp góðu forskoti og það var það sama uppi á teningunum í dag. „Við komumst 20 yfir í fyrri hálfleik og svo droppum við aðeins niður. Við gerum nákvæmlega það sama í seinni hálfleik. Þetta var aldrei í hættu þannig en Fjölnismenn gerðu vel í að setja þessi skot.“ „Auðvitað eiga menn að halda fókus og allt það en sigur er sigur. Við áttum skítaleik á móti Haukum og áttum fínan leik á móti KR en við þurfum bara að halda áfram.“ Falur Harðarson þjálfar Fjölnivísir/báraFalur: Náum ekki að halda góðum leik „Þetta er sagan okkar á þessu tímabili, við náum að sýna góðan leik á köflum, svo næstum því afleitan leik á öðrum köflum. Við þurfum að vera stabílli.“ sagði Falur Jóhann Harðarson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Keflavík. Mikið var skorað í dag, vel yfir 200 stig og var sóknarleikurinn ekki mikið til að kvarta yfir. „Þeir hittu vel, við hittum vel líka og betur en þeir fyrir utan 3ja stiga línuna. Það er varnarleikur og tapaðir boltar hjá okkur sem er verkefnið okkar eftir þennan leik.“ Falur var hinsvegar ekki jafn sáttur við varnarleikinn frekar en nokkur annar á vellinum í dag. „Heilt yfir var hann ekki góður. Við áttum ágætis kafla inn á milli en það er eiginlega bara okkar saga á þessu tímabili að við náum ekki að halda góðum leik, sérstaklega varnarlega á löngum köflum.“ Fjölnir hélt í við Keflavík lengi vel en gat ekki haldið því út allan leikinn. „Við gefumst aldrei upp. Hvort þetta sé ekta nýliðar eða hvað, það er gríðarlega mikill munur á milli deilda en við verðum að halda áfram, það þýðir ekkert að leggja árar í bát núna.“ Hörður Axel Vilhjálmsson.VÍSIR/VILHELMHörður Axel: Hleyptum þeim oft inn í leikinn Mikið hefur verið sagt um slakan varnarleik í kvöld og var Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur, ekki ósammála því. „Við látum skora á okkur 98 stig á heimavelli, það er svolítið mikið en að sama skapi þá hittum við rosalega vel. Þeir sóttu á okkur á góðum stöðum og hittu vel allir, það er erfitt að eiga við þá.“ „Við vissum að þetta yrði svona leikur að það yrði skorað mikið og þetta yrði hraður leikur. Þannig vill Fjölnir spila og hefur spilað alla leikina sína hingað til. Við eigum samt að gera betur en þetta.“ Hörður Axel var heldur ekki ánægður með kæruleysið sem liðið hefur verið að sýna í leikjum sem þessum. „Við eigum líka að gera betur að loka leikjum. Við vorum aftur í dag eins og er búið að gerast oft í vetur að við vorum komnir með 20 stiga forskot og þá slaknar á okkur, við þurfum að fara að laga þetta. Við hleyptum þeim oft inn í leikinn, það var alveg í 3-4 skipti sem við náðum 20 stiga forskoti. Að sama skapi gott að ná alltaf upp muninum aftur en við þurfum að skoða þetta.“ Keflavík er komið aftur á beinu brautina og á nokkra leiki eftir fyrir jólafrí. „Maður vill vinna alla leiki sem maður fer í og við vorum búnir að tapa tveimur leikjum í röð. Það setti okkur aðeins niður á jörðina og það er hollt fyrir alla að tapa við og við. Við þurfum að ná að komast aftur á rétta braut og klára vel fyrir jól,“ sagði Hörður Axel að lokum.