Körfubolti

Njarð­vík með tvo Banda­ríkja­menn: „Eru þeir ekki bara að fresta því ó­um­flýjan­lega?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir fara yfir málin.
Strákarnir fara yfir málin. vísir/skjáskot
Njarðvík sótti sér annan Bandaríkjamann í vikunni er liðið samdi við Chaz Williams og liðið er því með tvo Bandaríkjamann í hóp sínum í Dominos-deildinni.

Dominos Körfuboltakvöld fór yfir stöðu Njarðvíkur í gær sem spiluðu Bandaríkjamönnunum tveimur í fyrsta skipti í sigrinum gegn Val á föstudagskvöldið.

„Þetta er erfitt en þessi gaur er klárlega eitthvað sem Njarðvík þarf. Það er kraftur í honum og hann getur skapað. Hann getur gefið út á Loga og fleiri. Hann kemur inn með sjö stoðsendingar en testið er Valur sem var skelfilegt,“ sagði Kristinn Friðriksson og hélt áfram:

„Þú ert með Kana og þeir þurfa að splitta mínútunum. Þeir þurfa að vera ákveðnir karakterar til þess að höndla þetta,“ bætti Kristinn við.

Wayne Martin Jr. Er á heimleið ef marka má Sævar Sævarsson, einn af spekingum þáttarins, en hann segir að Njarðvíkingar geti sótt gæðin annarsstaðar.

„Eru þeir ekki bara að fresta því óumflýjanlega? Það er klárt mál að þessi Wayne Martin er að fara heim og það kemur Bosmann inn. Þá geta þeir spilað þessum öllum leikmönnum inn á í einu. Ég sé ekki neitt annað í stöðunni,“ bætti Sævar við umræðuna.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.



Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Njarðvík að spila með tvo Bandaríkjamenn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×