Svíar reiðir vegna náðunar morðingja táningsstúlku í Srí Lanka Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 21:42 Yvonne Jonsson var nítján ára gömul þegar hún var myrt. Ákvörðun forsetans hefur vakið mikla reiði, bæði á Srí Lanka og í Svíþjóð. Vísir/Getty Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir náðun Jude Jayamaha sem myrti hina nítján ára gömlu Yvonne Jonsson í höfuðborginni í Colombo árið 2005. Jonsson fannst látinn í stigagangi á heimili sínu þar sem hún bjó ásamt móður sinni, sem er frá Srí Lanka, eftir að hafa verið beitt hrottalegu ofbeldi. Jayamaha var nítján ára gamall þegar hann hóf afplánun á tólf ára dómi sínum en dómurinn var síðar þyngdur í dauðarefsingu eftir áfrýjun til hærra dómstigs, en málið vakti mikla athygli enda Jayamaha hluti af þekktri og vellauðugri fjölskyldu á Srí Lanka. Náðun hans hefur því vakið mikla reiði í landinu sem og í Svíþjóð og hefur Caroline Jonsson, systir Yvonne, lýst yfir reiði sinni vegna málsins og segir Jayamaha ekki hafa sýnt fram á að hann iðrist gjörða sinna. Lík Yvonne var illa leikið eftir árásina og var höfuðkúpa hennar brotin í 64 parta. Þegar forsetinn rökstuddi ákvörðun sína um náðun með því að lýsa morðinu sem „óþolinmæðisverki“ og Jayamaha hefði sýnt af sér góða hegðun á meðan fangelsisvistinni stóð. Að sögn systur Yvonne hefur fjölskyldan orðið fyrir miklu áfalli vegna náðunarinnar. Hún gefur lítið fyrir yfirlýsingar forsetans að um óþolinmæðisverk hafi verið að ræða og segir hann hafa framið morðið af yfirlögðu ráði og beðið eftir systur sinni fyrir utan íbúð fjölskyldunnar áður en hann lét til skarar skríða. „Nú þegar þú hefur enn og aftur valdið mér og fjölskyldu minni þessum óbærilega sársauka, þá held ég að við og allt fólkið sem hefur lýst yfir áhyggjum yfir nýskeðum atburðum eigum skilið að vita raunverulegar ástæður þess að þú ákvaðst að blanda þér í málið,“ skrifar Caroline Jonsson á Facebook-síðu sinni til forsetans. Srí Lanka Svíþjóð Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir náðun Jude Jayamaha sem myrti hina nítján ára gömlu Yvonne Jonsson í höfuðborginni í Colombo árið 2005. Jonsson fannst látinn í stigagangi á heimili sínu þar sem hún bjó ásamt móður sinni, sem er frá Srí Lanka, eftir að hafa verið beitt hrottalegu ofbeldi. Jayamaha var nítján ára gamall þegar hann hóf afplánun á tólf ára dómi sínum en dómurinn var síðar þyngdur í dauðarefsingu eftir áfrýjun til hærra dómstigs, en málið vakti mikla athygli enda Jayamaha hluti af þekktri og vellauðugri fjölskyldu á Srí Lanka. Náðun hans hefur því vakið mikla reiði í landinu sem og í Svíþjóð og hefur Caroline Jonsson, systir Yvonne, lýst yfir reiði sinni vegna málsins og segir Jayamaha ekki hafa sýnt fram á að hann iðrist gjörða sinna. Lík Yvonne var illa leikið eftir árásina og var höfuðkúpa hennar brotin í 64 parta. Þegar forsetinn rökstuddi ákvörðun sína um náðun með því að lýsa morðinu sem „óþolinmæðisverki“ og Jayamaha hefði sýnt af sér góða hegðun á meðan fangelsisvistinni stóð. Að sögn systur Yvonne hefur fjölskyldan orðið fyrir miklu áfalli vegna náðunarinnar. Hún gefur lítið fyrir yfirlýsingar forsetans að um óþolinmæðisverk hafi verið að ræða og segir hann hafa framið morðið af yfirlögðu ráði og beðið eftir systur sinni fyrir utan íbúð fjölskyldunnar áður en hann lét til skarar skríða. „Nú þegar þú hefur enn og aftur valdið mér og fjölskyldu minni þessum óbærilega sársauka, þá held ég að við og allt fólkið sem hefur lýst yfir áhyggjum yfir nýskeðum atburðum eigum skilið að vita raunverulegar ástæður þess að þú ákvaðst að blanda þér í málið,“ skrifar Caroline Jonsson á Facebook-síðu sinni til forsetans.
Srí Lanka Svíþjóð Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent