Fótbolti

Engin Norðurlandaþjóð hefur unnið Tyrki oftar en Ísland

Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar
Fyrirliðarnir Aron Einar Gunnarsson og Burak Yilmaz heilsast fyrir síðasta landsleik Íslands og Tyrklands.
Fyrirliðarnir Aron Einar Gunnarsson og Burak Yilmaz heilsast fyrir síðasta landsleik Íslands og Tyrklands. Getty/Oliver Hardt
Hvað er það við Íslendinga og Finna sem gerir það að verkum að Tyrkir eiga í meiri vandræðum gegn þeim en öðrum Norðurlandaþjóðum?

Það er ekki alveg á hreinu en það sem er á hreinu er að íslenska landsliðið hefur unnið Tyrki oftar en allar aðrar Norðurlandaþjóðir.

Sú hefð að vinna Tyrki oftar en flestar aðrar þjóðir hjálpar vonandi íslensku strákunum í leiknum mikilvæga á móti Tyrklandi á fimmtudagskvöldið en íslenska liðið verður að vinna leikinn til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Danir og Svíar myndu ekki einu sinni ná Íslandi í Tyrklandssigrum þótt þær fengju að leggja sína sigurleiki saman. 

Ísland hefur unnið 8 af 12 leikjum sínum á móti Tyrkjum, tveimur sigurleikjum oftar en Finnar og mun oftar en Noregur, Danmörk og Svíþjóð sem hafa unnið Tyrki þrisvar hver þjóð.

Íslenska landsliðið hefur unnið 67 prósent leikja sinna á móti Tyrkjum sem er 27 prósent hærra en næstbesta hlutfallið meðal Norðurlandaþjóða. Það má sjá tölur yfir sigurleiki Norðurlandaþjóða á móti Tyrkjum hér fyrir neðan.

Sigurleikir Norðurlandaþjóða á Tyrkjum hjá A-landsliðum karla í fótbolta:

8 - Ísland (12 leikur, 67%)

6 - Finnland (15 leikir, 40%)

3 - Noregur (9 leikir, 33%)

3 - Danmörk (10 leikir, 30%)

3 - Svíþjóð (12 leikir, 25%)

0 - Færeyjar (1 leikur, -)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×