Þegar Engin(n) stóð í marki Tyrkja Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 13:30 Arnór Guðjohnsen og Pétur Pétursson sem eru hér með Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, skoruðu samanlagt sex sinnum framhjá Engin Ipekoglu í landsleik. vísir/Eyþór Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið og það er við hæfi að rifja upp einn eftirminnilegasta Tyrkjann sem hefur mætt Íslandi í knattspyrnulandsleik. Það gleyma fáir því sem heyrðu þegar Bjarni Felixson talaði um markvörð Tyrkja í leikjum við Íslendinga á níunda og tíunda áratugnum. Ástæðan var jú nafn hans sem kom frekar fyndið út á íslensku. Markvörðurinn heitir Engin Ipekoglu sem náði að spila 32 landsleiki fyrir Tyrki á árunum 1989 til 1999. Jú og Bjarni talaði um að það væri enginn í markinu hjá Tyrkjum. Tveir fyrstu leikir hans á móti Íslendingum enduðu líka ekki vel fyrir Engin Ipekoglu. Sá fyrri var haustið 1989 og sá síðari sumarið 1991. Báðir leikirnir fóru fram á Laugardalsvellinum. Fyrsti leikurinn á móti Íslandi var fjórði landsleikur Engin Ipekoglu á ferlinum og var í undankeppni HM 1990 og fór fram á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Hvorugt liðið átti lengur möguleika á að komast áfram. Pétur Pétursson kom þarna aftur inn í íslenska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru og kom íslenska liðinu í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 25 mínútunum í seinni hálfleik. Tyrkir minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok en Ísland vann. Tæpum tveimur árum seinna var Engin Ipekoglu aftur mættur til Íslands og nú til að spila vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 17. júlí 1991. Engin var búinn að fá mark á sig eftir tvær mínútur þegar Sigurður Grétarsson skoraði en það var bara byrjunin. Tyrkir jöfnuðu en svo skoraði Arnór Guðjohnsen fernu á 38 á mínútum eða frá 26. til 64. mínútu. Íslenska landsliðið vann leikinn 5-1 og Arnór var aðeins annar leikmaður í sögunni sem skorar fernu í leik með íslenska landsliðinu. Engin Ipekoglu fékk reyndar uppreisn æru 12. október 1994. Tyrkir unnu þá 5-0 stórsigur á íslenska landsliðinu og Engin var í markinu. Hann var tekinn af velli á 86. mínútu en tókst loksins að halda hreinu á móti Íslandi. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið og það er við hæfi að rifja upp einn eftirminnilegasta Tyrkjann sem hefur mætt Íslandi í knattspyrnulandsleik. Það gleyma fáir því sem heyrðu þegar Bjarni Felixson talaði um markvörð Tyrkja í leikjum við Íslendinga á níunda og tíunda áratugnum. Ástæðan var jú nafn hans sem kom frekar fyndið út á íslensku. Markvörðurinn heitir Engin Ipekoglu sem náði að spila 32 landsleiki fyrir Tyrki á árunum 1989 til 1999. Jú og Bjarni talaði um að það væri enginn í markinu hjá Tyrkjum. Tveir fyrstu leikir hans á móti Íslendingum enduðu líka ekki vel fyrir Engin Ipekoglu. Sá fyrri var haustið 1989 og sá síðari sumarið 1991. Báðir leikirnir fóru fram á Laugardalsvellinum. Fyrsti leikurinn á móti Íslandi var fjórði landsleikur Engin Ipekoglu á ferlinum og var í undankeppni HM 1990 og fór fram á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Hvorugt liðið átti lengur möguleika á að komast áfram. Pétur Pétursson kom þarna aftur inn í íslenska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru og kom íslenska liðinu í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 25 mínútunum í seinni hálfleik. Tyrkir minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok en Ísland vann. Tæpum tveimur árum seinna var Engin Ipekoglu aftur mættur til Íslands og nú til að spila vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 17. júlí 1991. Engin var búinn að fá mark á sig eftir tvær mínútur þegar Sigurður Grétarsson skoraði en það var bara byrjunin. Tyrkir jöfnuðu en svo skoraði Arnór Guðjohnsen fernu á 38 á mínútum eða frá 26. til 64. mínútu. Íslenska landsliðið vann leikinn 5-1 og Arnór var aðeins annar leikmaður í sögunni sem skorar fernu í leik með íslenska landsliðinu. Engin Ipekoglu fékk reyndar uppreisn æru 12. október 1994. Tyrkir unnu þá 5-0 stórsigur á íslenska landsliðinu og Engin var í markinu. Hann var tekinn af velli á 86. mínútu en tókst loksins að halda hreinu á móti Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira