Ragnar Sigurðsson: Tyrkirnir eru ekkert að spá í mér Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 18:00 Ragnar Sigurðsson fagnar öðru marki sínu á móti Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Getty/Oliver Hardt Ragnar Sigurðsson telur ekki að Tyrkir horfi sérstaklega til þess að stoppa hann í leiknum í Istanbul á fimmtudagskvöldið. Ragnar, sem er eins og allir vita miðvörður í íslenska landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Tyrkjum í fyrri leiknum. Íslenska landsliðið verður að vinna leikinn ætli það sér að komast upp úr riðlinum og beint á EM 2020. „Þetta verður að sjálfsögðu erfiður leikur. Tyrkirnir eru sterkir núna og við erum náttúrulega að spila á útivelli núna þannig að þetta verður erfitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins. Ragnar hefur ekki áhyggjur af hávaðanum á vellinum. „Ég held að þetta hafi jafnmikil áhrif á bæði lið þannig að þetta verður allt í lagi,“ sagði Ragnar. Mörkin hans á móti Tyrkjum í komu bæði eftir föst leikatriði og færðu íslenska liðinu gríðarlega mikilvæg stig. Án þeirra væru vonin úti hjá íslenska liðinu sem er nú fjórum stigum á eftir Tyrkjum. „Þetta var góður leikur og það var gaman að skora tvö mörk því það er ekki oft sem það gerist. Jú, maður tekur það bara með sér,“ sagði Ragnar sem hefur skorað 40 prósent landsliðsmarka sinna í umræddum leik, eða tvö af fimm. „Nei ég held að þeir séu ekkert að spá í mér,“ sagði Ragnar Sigurðsson aðspurður um hvort að Tyrkirnir muni passa hann sérstaklega í leiknum á fimmtudagskvöldið. En hvert verður uppleggið? „Við reynum að sækja og skora mörk en við þurfum að verjast þá gerum við það,“ sagði Ragnar í mjög almennu svari. Hann vildi ekki fara nánar í plönin. Ragnar er ánægður með tímabilið sitt með F.C. Rostov þar sem hann er nú fyrirliði. „Það bjóst enginn við þessu af okkur í Rostov. Við erum í toppbaráttu og persónulega hefur mér bara gengið vel. Þannig að það er allt í góðu hérna,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með allt annað og betra lið en fyrir nokkrum árum og sýndu það með því að ná í fjögur stig á móti Frökkum. Hvað hefur breyst? „Eru þeir ekki komnir með nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Ég veit ekki hvað hefur breyst hjá þeim því ég er ekkert að spá í Tyrkjum,“ sagði Ragnar. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Ragnar Sigurðsson telur ekki að Tyrkir horfi sérstaklega til þess að stoppa hann í leiknum í Istanbul á fimmtudagskvöldið. Ragnar, sem er eins og allir vita miðvörður í íslenska landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Tyrkjum í fyrri leiknum. Íslenska landsliðið verður að vinna leikinn ætli það sér að komast upp úr riðlinum og beint á EM 2020. „Þetta verður að sjálfsögðu erfiður leikur. Tyrkirnir eru sterkir núna og við erum náttúrulega að spila á útivelli núna þannig að þetta verður erfitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins. Ragnar hefur ekki áhyggjur af hávaðanum á vellinum. „Ég held að þetta hafi jafnmikil áhrif á bæði lið þannig að þetta verður allt í lagi,“ sagði Ragnar. Mörkin hans á móti Tyrkjum í komu bæði eftir föst leikatriði og færðu íslenska liðinu gríðarlega mikilvæg stig. Án þeirra væru vonin úti hjá íslenska liðinu sem er nú fjórum stigum á eftir Tyrkjum. „Þetta var góður leikur og það var gaman að skora tvö mörk því það er ekki oft sem það gerist. Jú, maður tekur það bara með sér,“ sagði Ragnar sem hefur skorað 40 prósent landsliðsmarka sinna í umræddum leik, eða tvö af fimm. „Nei ég held að þeir séu ekkert að spá í mér,“ sagði Ragnar Sigurðsson aðspurður um hvort að Tyrkirnir muni passa hann sérstaklega í leiknum á fimmtudagskvöldið. En hvert verður uppleggið? „Við reynum að sækja og skora mörk en við þurfum að verjast þá gerum við það,“ sagði Ragnar í mjög almennu svari. Hann vildi ekki fara nánar í plönin. Ragnar er ánægður með tímabilið sitt með F.C. Rostov þar sem hann er nú fyrirliði. „Það bjóst enginn við þessu af okkur í Rostov. Við erum í toppbaráttu og persónulega hefur mér bara gengið vel. Þannig að það er allt í góðu hérna,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með allt annað og betra lið en fyrir nokkrum árum og sýndu það með því að ná í fjögur stig á móti Frökkum. Hvað hefur breyst? „Eru þeir ekki komnir með nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Ég veit ekki hvað hefur breyst hjá þeim því ég er ekkert að spá í Tyrkjum,“ sagði Ragnar.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn