Valdastaðan uppspretta ofbeldis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:15 Næstu ár verður staða kvenna af erlendum uppruna könnuð rækilega og reynt að bregðast við með því að auðvelda þeim aðgang að aðstoð ef þær verða fyrir ofbeldi vísir/hanna Í nýrri rannsókn er reynsla erlendra kvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnumarkaði skoðuð. Tekin verða viðtöl og gerðar kannanir en reynslusögur sem komu fram í Metoo-umræðunni fyrir tæpum tveimur árum eru grunnurinn. Dr. Brynja Elísabeth Halldórsdótttir, lektor í krítískum menntunarfræðum, gerir rannsóknina. „Sögurnar eru erfiðari en þær íslensku. Það er augljóst að konur af erlendum uppruna hafa minna bakland og minni tengsl við stofnanir þannig að þær fá ekki sömu aðstoð og íslenskar konur,“ segir Brynja sem hefur rýnt í sögurnar. Hún segir þær ólíkar öðrum Metoo-sögum því erlendu konurnar upplifi einnig ofbeldið frá öðrum konum, þeim íslensku. „Það eru nokkrar sögur af konum sem hafa unnið í heimahúsi og orðið fyrir aðkasti frá körlunum. Svo hafa konurnar þeirra, íslenskar konur, haft samband við þær og beitt þær andlegu og munnlegu ofbeldi.“Brynja mun taka viðtöl við þá sem vinna með konum af erlendum uppruna ásamt því að senda sem flestum spurningakönnun til að kortleggja vandann.vísir/sigurjónBrynja mun fjalla um rannsóknina á fundi um innflytjendakonur og ofbeldi á morgun. Þar verður einnig sagt frá rannsókn ASÍ um hvað mæti útlendingum á vinnumarkaði. Helstu niðurstöður eru að alltof margir séu fullkomlega háðir vinnuveitanda sínum hvað varðar fæði, húsnæði og jafnvel dvalarleyfi. Brynja segir það gegnumgangandi í sögunum að valdastaða sé misnotuð og ekki síst hjá þeim sem eiga íslenskan maka. „Þær komast ekki út, og inn í samfélagið og fjölskyldur styðja oft við mennina.“ Skoða þurfi lögin betur til að vernda þennan hóp. „Það að dvalarleyfi sé ekki bundið maka. Eða þeir sem vinna ólöglega missi ekki nemendaleyfið ef það kemst upp.“ Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Í nýrri rannsókn er reynsla erlendra kvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnumarkaði skoðuð. Tekin verða viðtöl og gerðar kannanir en reynslusögur sem komu fram í Metoo-umræðunni fyrir tæpum tveimur árum eru grunnurinn. Dr. Brynja Elísabeth Halldórsdótttir, lektor í krítískum menntunarfræðum, gerir rannsóknina. „Sögurnar eru erfiðari en þær íslensku. Það er augljóst að konur af erlendum uppruna hafa minna bakland og minni tengsl við stofnanir þannig að þær fá ekki sömu aðstoð og íslenskar konur,“ segir Brynja sem hefur rýnt í sögurnar. Hún segir þær ólíkar öðrum Metoo-sögum því erlendu konurnar upplifi einnig ofbeldið frá öðrum konum, þeim íslensku. „Það eru nokkrar sögur af konum sem hafa unnið í heimahúsi og orðið fyrir aðkasti frá körlunum. Svo hafa konurnar þeirra, íslenskar konur, haft samband við þær og beitt þær andlegu og munnlegu ofbeldi.“Brynja mun taka viðtöl við þá sem vinna með konum af erlendum uppruna ásamt því að senda sem flestum spurningakönnun til að kortleggja vandann.vísir/sigurjónBrynja mun fjalla um rannsóknina á fundi um innflytjendakonur og ofbeldi á morgun. Þar verður einnig sagt frá rannsókn ASÍ um hvað mæti útlendingum á vinnumarkaði. Helstu niðurstöður eru að alltof margir séu fullkomlega háðir vinnuveitanda sínum hvað varðar fæði, húsnæði og jafnvel dvalarleyfi. Brynja segir það gegnumgangandi í sögunum að valdastaða sé misnotuð og ekki síst hjá þeim sem eiga íslenskan maka. „Þær komast ekki út, og inn í samfélagið og fjölskyldur styðja oft við mennina.“ Skoða þurfi lögin betur til að vernda þennan hóp. „Það að dvalarleyfi sé ekki bundið maka. Eða þeir sem vinna ólöglega missi ekki nemendaleyfið ef það kemst upp.“
Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira