Kolbeinn: Verðum að vinna og setja pressuna á Tyrki Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 10:30 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Sigurður Már Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sett sér það markmið að skora á móti Tyrkjum á fimmtudagskvöldið og eignast þar með einn markamet landsliðsins sem hann deilir nú með Eið Smára Guðjohnsen. Draumurinn er að markið færi íslenska liðið nærri því að vinna leikinn en öll önnur úrslit myndu þýða að íslenska landsliðið ætti ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Við verðum bara að vinna leikinn og setja pressuna á Tyrkina fyrir síðasta leikinn. Takist það þá getur allt gerst. Við verðum að gera okkar og vona það besta,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. „Þeir munu koma dýrvitlausir til leiks og reyna að nýta sér meðbyrinn frá stuðningsmönnunum. Við þurfum að vera klárir í byrjun og ekki fá okkur nein mörk, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Kolbeinn „Við þurfum að passa það að varnarleikurinn verði í lagi og þá setjum við eitt til tvö mörk á þá,“ sagði Kolbeinn sem hefur skorað 26 mörk fyrir íslenska landsliðið eða jafnmörg og Eiður Smári Guðjohnsen. „Vonandi næ ég að skora á móti Tyrkjunum og ég fer inn í hvern einasta leik með það markmið. Ég stefni því á að skora,“ sagði Kolbeinn. Hann ber Tyrkjum góða söguna frá tíma sínum í Istanbul „Fólkið hérna er mjög gott en Tyrkirnir vilja fá virðingu. Við sýnum þeim þá virðingu utan vallar og svo tökum við þá inn á vellinum,“ sagði Kolbeinn en hvernig munu Tyrkir taka á móti Kolbeini í leiknum á fimmtudagskvöldið? „Bara vel. Ég vona það alla vega. Það verður bara að koma í ljós en Tyrkir eru fínir,“ sagði Kolbeinn. Hann var heppnari en margir í íslenska landsliðinu þegar hann fór í gegnum vegabréfseftirliðið. „Það tók mig bara fimm mínútur að labba í gegn. Það var ekkert vesen á mér og ég held að ég hafi verið heppnari en margir í liðinu. Ég heyrði að það lentu einhverjir í veseni en það er ekkert sem tekur okkur úr sambandi,“ sagði Kolbeinn. „Hann tók ekki þátt í allri æfingunni en ástæðan var að hann var í endurheimt eftir leik um helgina. Ég verð klár á æfingu á morgun,“ sagði Kolbeinn. Undirritaður vill taka það fram að blaðamaður Vísis og Stöð 2 fékk að taka viðtalið við Kolbein eftir að hafa samþykkt það að spyrja leikmanninn ekki það sem gerðist í Stokkhólmi í síðustu viku. EM 2020 í fótbolta Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Sport Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sett sér það markmið að skora á móti Tyrkjum á fimmtudagskvöldið og eignast þar með einn markamet landsliðsins sem hann deilir nú með Eið Smára Guðjohnsen. Draumurinn er að markið færi íslenska liðið nærri því að vinna leikinn en öll önnur úrslit myndu þýða að íslenska landsliðið ætti ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Við verðum bara að vinna leikinn og setja pressuna á Tyrkina fyrir síðasta leikinn. Takist það þá getur allt gerst. Við verðum að gera okkar og vona það besta,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. „Þeir munu koma dýrvitlausir til leiks og reyna að nýta sér meðbyrinn frá stuðningsmönnunum. Við þurfum að vera klárir í byrjun og ekki fá okkur nein mörk, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Kolbeinn „Við þurfum að passa það að varnarleikurinn verði í lagi og þá setjum við eitt til tvö mörk á þá,“ sagði Kolbeinn sem hefur skorað 26 mörk fyrir íslenska landsliðið eða jafnmörg og Eiður Smári Guðjohnsen. „Vonandi næ ég að skora á móti Tyrkjunum og ég fer inn í hvern einasta leik með það markmið. Ég stefni því á að skora,“ sagði Kolbeinn. Hann ber Tyrkjum góða söguna frá tíma sínum í Istanbul „Fólkið hérna er mjög gott en Tyrkirnir vilja fá virðingu. Við sýnum þeim þá virðingu utan vallar og svo tökum við þá inn á vellinum,“ sagði Kolbeinn en hvernig munu Tyrkir taka á móti Kolbeini í leiknum á fimmtudagskvöldið? „Bara vel. Ég vona það alla vega. Það verður bara að koma í ljós en Tyrkir eru fínir,“ sagði Kolbeinn. Hann var heppnari en margir í íslenska landsliðinu þegar hann fór í gegnum vegabréfseftirliðið. „Það tók mig bara fimm mínútur að labba í gegn. Það var ekkert vesen á mér og ég held að ég hafi verið heppnari en margir í liðinu. Ég heyrði að það lentu einhverjir í veseni en það er ekkert sem tekur okkur úr sambandi,“ sagði Kolbeinn. „Hann tók ekki þátt í allri æfingunni en ástæðan var að hann var í endurheimt eftir leik um helgina. Ég verð klár á æfingu á morgun,“ sagði Kolbeinn. Undirritaður vill taka það fram að blaðamaður Vísis og Stöð 2 fékk að taka viðtalið við Kolbein eftir að hafa samþykkt það að spyrja leikmanninn ekki það sem gerðist í Stokkhólmi í síðustu viku.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Sport Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Sjá meira