Jöklastelpan Steinunn Sigurðar heimsækir Höfn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Steinunn hefur búið í Stokkhólmi, Dublin, Frakklandi, Berlín og nú í Strassborg, en Vatnajökull stendur hjarta hennar nærri. Fréttablaðið/Anton Brink Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur og skáld, ætlar í heimsókn til Hafnar næsta föstudag, 15. nóvember. Hún hefur í farteskinu jöklabálkinn Dimmumót sem hún gaf út nýlega, um leið og hún fagnaði fimmtíu ára rithöfundarafmæli. Í bókinni er jökullinn hennar, Vatnajökull, í forgrunni og hún fjallar þar um hann í fortíð, nútíð og framtíð. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands mun halda málþing um bókina Dimmumót þennan dag, milli klukkan 16 og 18. Það verður í Nýheimum og samkvæmt fréttatilkynningu eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þar mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um jöklaskáldskap Steinunnar undir yfirskriftinni: Forni ljóminn – bláljósahvelið. Eiginmaður hennar, Þorvarður Árnason, umhverfis- og náttúrufræðingur, talar um listina að mynda jökla og verður með myndasýningu og Steinunn sjálf mun flytja erindi sem hún nefnir Vatna-Jökull á dimmumótum - og lesa upp úr nýju bókinni. Eftir erindin verður boðið upp á kaffi og Steinunn áritar bækur. Náttúra Íslands hefur lengi verið veigamikill þáttur í ritmennsku Steinunnar og hún hefur látið náttúruvernd og loftslagsmál til sín taka á ýmsum vettvangi. Dimmumót, er bálkur um hörfandi Vatnajökul, veröld sem var og verður. Þess má geta að Steinunn á heiðurinn af nýyrðinu hamfarahlýnun, sem nú hefur fest sig í sessi. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Hornafjörður Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur og skáld, ætlar í heimsókn til Hafnar næsta föstudag, 15. nóvember. Hún hefur í farteskinu jöklabálkinn Dimmumót sem hún gaf út nýlega, um leið og hún fagnaði fimmtíu ára rithöfundarafmæli. Í bókinni er jökullinn hennar, Vatnajökull, í forgrunni og hún fjallar þar um hann í fortíð, nútíð og framtíð. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands mun halda málþing um bókina Dimmumót þennan dag, milli klukkan 16 og 18. Það verður í Nýheimum og samkvæmt fréttatilkynningu eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þar mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um jöklaskáldskap Steinunnar undir yfirskriftinni: Forni ljóminn – bláljósahvelið. Eiginmaður hennar, Þorvarður Árnason, umhverfis- og náttúrufræðingur, talar um listina að mynda jökla og verður með myndasýningu og Steinunn sjálf mun flytja erindi sem hún nefnir Vatna-Jökull á dimmumótum - og lesa upp úr nýju bókinni. Eftir erindin verður boðið upp á kaffi og Steinunn áritar bækur. Náttúra Íslands hefur lengi verið veigamikill þáttur í ritmennsku Steinunnar og hún hefur látið náttúruvernd og loftslagsmál til sín taka á ýmsum vettvangi. Dimmumót, er bálkur um hörfandi Vatnajökul, veröld sem var og verður. Þess má geta að Steinunn á heiðurinn af nýyrðinu hamfarahlýnun, sem nú hefur fest sig í sessi.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Hornafjörður Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira