Handbolti

Ágúst átti bestu vörsluna í Meistaradeildinni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Elí varði vel þegar Sävehof bar sigurorð af Riihimäki Cocks í Meistaradeild Evrópu.
Ágúst Elí varði vel þegar Sävehof bar sigurorð af Riihimäki Cocks í Meistaradeild Evrópu. vísir/ernir
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Sävehof og íslenska landsliðsins, átti bestu vörslu 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Réttar væri að tala um vörslur í fleirtölu því Ágúst varði tvö skot í röð frá leikmönnum finnska liðsins Riihimäki Cocks í leiknum gegn Sävehof í Meistaradeildinni á laugardaginn.

Ágúst varði alls 15 skot (42%) í leiknum sem Sävehof vann, 28-22.

Fimm flottustu vörslur 7. umferðar Meistaradeildarinnar má sjá með því að smella hér.

Ágúst Elí gekk í raðir Sävehof sumarið 2018. Liðið varð sænskur meistari á síðasta tímabili og vann sér þar með þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Sävehof er í 2. sæti C-riðils Meistaradeildarinnar með tíu stig eftir sjö umferðir, tveimur stigum á eftir Bidasoa Irun. Tvö efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×