Fótbolti

Gylfi: Verður mjög skemmtilegur leikur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Íslands í þessu verkefni
Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Íslands í þessu verkefni
Leikurinn gegn Tyrklandi í Istanbúl undankepppni Evrópumótsins á fimmtudag verður verðugt og skemmtilegt verkefni segir Gylfi Þór Sigurðsson.

„Þetta verður gríðarleg stemning og mikil læti, flestir líta á þetta sem spennandi leik,“ sagði Gylfi Þór í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Það er gríðarlega mikið undir hjá þeim ogvið eigum smá séns með smá heppni“

„Þetta verður bara mjög skemmtielegur leikur held ég, við munum spila svipað og við gerðum heima, vera þolinmóðir og verjast vel.“

Gylfi sagði það ákveðin vonbrigði að þessi leikur væri ekki úrslitaleikur um sæti á EM, en í staðinn eru Tyrkir með öll spil á hendi.

„Það var það sem maður bjóst við fyrirfram, að Frakkarnir myndu rúlla upp riðlinum en Tyrkir spiluðu mjög vel á móti þeim og tóku fjögur stig gegn þeim, það eru þessir leikir sem eru að setja Tyrkina í góða stöðu.“

Leikur Tyrklands og Íslands fer fram á fimmtudaginn og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Klippa: Leikurinn gegn Tyrklandi verður verðugt og skemmtilegt verkefni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×