Spyr hvað þjóðin geri nú Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2019 22:14 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á leið til fundar í Seðlabankanum. VÍSIR/VILHELM Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. Hann segist einnig hugsi yfir því hvernig íslenska þjóðin muni bregðast við afhjúpunum dagsins, engar breytingar séu í farvatninu ef framvindan verður sú sama og eftir Panamaskjölin. Sighvatur lýsir fiskimiðunum undan ströndum Namibíu sem einhverjum þeim auðugustu í heimi. Staðarhættir í Namibíu hafi þó löngum torveldað fiskveiðar. Löng eyðimörk við strandlengjuna hafi gert sjósókn erfiða - „ströndin var kölluð Skeleton Coast, vegna þess að það var enginn mannbjörg á þeim skipum sem fórust þarna,“ útskýrir Sighvatur. Miðin hafi því aðeins verið nýtt af Suður-Afríkumönnum og Spánverjum.Sjá einnig: Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Breyting varð þó á þegar Namibía öðlaðist sjálfstæði, árið 1990. Þá krafðist namibíska þjóðin að nýta þessa náttúruauðlind sína, en taldi sig skorta þekkingu og útbúnað til að geta stundað markvissa sjósókn. „Svo þau leita til sjómennskuþjóða, þar á meðal okkar Íslendinga. Þróunarsamvinnustofnun veitir þeim hjálp, við byggjum til að mynda sjómannaskóla sem talinn var einn sá besti í Afríku af alþjóðastofnunum.“ Auk þess hafi namibískum stjórnvöldum verið útvegaður sjávarútvegsráðgjafi, sem Sighvatur segir að hafi í raun teiknað upp kvótakerfi fyrir Namibíumenn. „Hann býr til það sem við kratarnir dreymdum alltaf um og komum ekki einu sinni í gegn á Íslandi: Markaðsverð á kvóta.“Sighvatur Björgvinsson var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 2001 til 2010. Í störfum sínum kom hann að uppbyggingu namibísks sjávarútvegs.Vísir/gvaÁstandið ásættanlegt árið 2008 Í reglulegum heimsóknum Þróunarsamvinnustofnunar til Namibíu segir Sighvatur að litið hafi verið eftir því hvernig framkvæmd þarlends sjávarútvegar gengi fyrir sig. „Stundum þurftum við að gera athugasemdir, stundum ekki,“ útskýrir Sighvatur en bætir við að fleiri Íslendingar en starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að uppbyggingu sjávarútvegar. Þannig hafi fjöldi Íslendinga starfað fyrir namibísk útgerðarfyrirtæki, bæði sem skipstjórnarmenn og umsjónarmenn fiskvinnslu, til að miðla reynslu sinni og stuðla að frekari framþróun þarlendrar sjósóknar. Sighvatur minnist þess að í heimsókn Þróunarsamvinnustofnunar til Namibíu árið 2008 hafi staðan þótt ásættanleg - „en þegar þetta kemur upp þá verður maður bara sjokkeraður,“ segir Sighvatur. Vísar hann þar til framgöngu Samherja, hvernig sjávarútvegsfyrirtækið reyndi að komast hjá því að keppa á almennum markaði um aflaheimildir með mútugreiðslum og öðrum undanbrögðum. Sighvatur var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar frá 2001 til 2010 og segir hann starfsemi Samherja í Namibíu, sem hófst árið 2011, því eftir sína tíð. Það skjóti skökku við að kerfið sem fjöldi Íslendinga hafi komið að setja upp, namibísku þjóðinni til heilla, sé síðan misnotað af öðrum Íslendingum. „Maður varð bara sjokkeraður að sjá þetta.“ Hvað gerir þjóðin nú? Sighvatur segist jafnframt hugsi yfir því hvernig íslenska þjóðin muni bregðast við því sem fram kom í Kveik í kvöld. Afhjúpanir sem þessar haft þannig stundum misst marks, til að mynda eftir útgáfu Panamaskjalana svokölluðu sem sýndu hvernig íslenskt áhrifafólk; jafnt stjórnmála- sem athafnamenn, höfðu geymt peninga í skattaskjólum. „Hver voru viðbrögð þjóðarinnar þá?“ Hann segist jafnframt velta því fyrir sér hver viðbrögð stjórnvalda verða. „Eru þau ekki að lækka veiðigjöld núna,“ spyr Sighvatur og vísar þar til umræðu síðustu daga um fjáraukaalög. Veiðigjöld eiga samkvæmt þeim að skila ríkissjóði um 5 milljörðum króna sem stjórnarandstöðu þykir lítið, ekki síst í ljósi þess að forstjóri Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra. „Svar stjórnvalda er að lækka veiðigjöldin á þessa aðila,“ segir Sighvatur. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. Hann segist einnig hugsi yfir því hvernig íslenska þjóðin muni bregðast við afhjúpunum dagsins, engar breytingar séu í farvatninu ef framvindan verður sú sama og eftir Panamaskjölin. Sighvatur lýsir fiskimiðunum undan ströndum Namibíu sem einhverjum þeim auðugustu í heimi. Staðarhættir í Namibíu hafi þó löngum torveldað fiskveiðar. Löng eyðimörk við strandlengjuna hafi gert sjósókn erfiða - „ströndin var kölluð Skeleton Coast, vegna þess að það var enginn mannbjörg á þeim skipum sem fórust þarna,“ útskýrir Sighvatur. Miðin hafi því aðeins verið nýtt af Suður-Afríkumönnum og Spánverjum.Sjá einnig: Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Breyting varð þó á þegar Namibía öðlaðist sjálfstæði, árið 1990. Þá krafðist namibíska þjóðin að nýta þessa náttúruauðlind sína, en taldi sig skorta þekkingu og útbúnað til að geta stundað markvissa sjósókn. „Svo þau leita til sjómennskuþjóða, þar á meðal okkar Íslendinga. Þróunarsamvinnustofnun veitir þeim hjálp, við byggjum til að mynda sjómannaskóla sem talinn var einn sá besti í Afríku af alþjóðastofnunum.“ Auk þess hafi namibískum stjórnvöldum verið útvegaður sjávarútvegsráðgjafi, sem Sighvatur segir að hafi í raun teiknað upp kvótakerfi fyrir Namibíumenn. „Hann býr til það sem við kratarnir dreymdum alltaf um og komum ekki einu sinni í gegn á Íslandi: Markaðsverð á kvóta.“Sighvatur Björgvinsson var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 2001 til 2010. Í störfum sínum kom hann að uppbyggingu namibísks sjávarútvegs.Vísir/gvaÁstandið ásættanlegt árið 2008 Í reglulegum heimsóknum Þróunarsamvinnustofnunar til Namibíu segir Sighvatur að litið hafi verið eftir því hvernig framkvæmd þarlends sjávarútvegar gengi fyrir sig. „Stundum þurftum við að gera athugasemdir, stundum ekki,“ útskýrir Sighvatur en bætir við að fleiri Íslendingar en starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að uppbyggingu sjávarútvegar. Þannig hafi fjöldi Íslendinga starfað fyrir namibísk útgerðarfyrirtæki, bæði sem skipstjórnarmenn og umsjónarmenn fiskvinnslu, til að miðla reynslu sinni og stuðla að frekari framþróun þarlendrar sjósóknar. Sighvatur minnist þess að í heimsókn Þróunarsamvinnustofnunar til Namibíu árið 2008 hafi staðan þótt ásættanleg - „en þegar þetta kemur upp þá verður maður bara sjokkeraður,“ segir Sighvatur. Vísar hann þar til framgöngu Samherja, hvernig sjávarútvegsfyrirtækið reyndi að komast hjá því að keppa á almennum markaði um aflaheimildir með mútugreiðslum og öðrum undanbrögðum. Sighvatur var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar frá 2001 til 2010 og segir hann starfsemi Samherja í Namibíu, sem hófst árið 2011, því eftir sína tíð. Það skjóti skökku við að kerfið sem fjöldi Íslendinga hafi komið að setja upp, namibísku þjóðinni til heilla, sé síðan misnotað af öðrum Íslendingum. „Maður varð bara sjokkeraður að sjá þetta.“ Hvað gerir þjóðin nú? Sighvatur segist jafnframt hugsi yfir því hvernig íslenska þjóðin muni bregðast við því sem fram kom í Kveik í kvöld. Afhjúpanir sem þessar haft þannig stundum misst marks, til að mynda eftir útgáfu Panamaskjalana svokölluðu sem sýndu hvernig íslenskt áhrifafólk; jafnt stjórnmála- sem athafnamenn, höfðu geymt peninga í skattaskjólum. „Hver voru viðbrögð þjóðarinnar þá?“ Hann segist jafnframt velta því fyrir sér hver viðbrögð stjórnvalda verða. „Eru þau ekki að lækka veiðigjöld núna,“ spyr Sighvatur og vísar þar til umræðu síðustu daga um fjáraukaalög. Veiðigjöld eiga samkvæmt þeim að skila ríkissjóði um 5 milljörðum króna sem stjórnarandstöðu þykir lítið, ekki síst í ljósi þess að forstjóri Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra. „Svar stjórnvalda er að lækka veiðigjöldin á þessa aðila,“ segir Sighvatur.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27
Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00