Kveikti í sjálfum sér vegna bágrar fjárhagsstöðu Sylvía Hall skrifar 12. nóvember 2019 23:46 Frá samstöðumótmælum. Vísir/EPA Hópur nemenda mótmælti á götum franskra borga vegna stöðu ungs fólks í landinu. Mótmælin voru í því skyni að sýna samstöðu með 22 ára gömlum manni sem reyndi að fremja sjálfsvíg á föstudag vegna gífurlega fjárhagslegra örðugleika. Maðurinn kveikti í sjálfum sér fyrir framan veitingastað á háskólasvæði háskólans í Lyon en nokkrum klukkustundum áður hafði hann birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tjáði sig um fjárhagsörðugleika sína. Kenndi hann stjórnmálamönnum og Evrópusambandinu um bága stöðu námsmanna í landinu. Hann sagðist ekki sjá fram á að geta lifað lengur á 450 evrum á mánuði, sem samsvarar um það bil 62 þúsund krónum á mánuði, og kenndi Emmanuel Macron og forverum hans í embætti sem og Marine Le Pen og Evrópusambandinu um að hafa drepið sig. Hann sagði mikilvægt að fólk myndi berjast gegn fasisma og reyndi að færa samfélagið í átt að auknu frjálslyndi. Ungt fólk hópaðist því saman víða um Frakkland og sýndu manninum samstöðu. Vilja þau meina að þetta sé skýrt dæmi um óöryggi ungs fólks í landinu og sendu samtök námsmanna frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki eiga að smætta sjálfsvígstilraunina niður í örvæntingu. Kærasta mannsins hafði gert lögregluyfirvöldum viðvart eftir að hann hefði upplýst hana um fyrirætlanir sínar. Maðurinn er sagður í lífshættu og þekja brunasár 90% líkama hans.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Frakkland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Hópur nemenda mótmælti á götum franskra borga vegna stöðu ungs fólks í landinu. Mótmælin voru í því skyni að sýna samstöðu með 22 ára gömlum manni sem reyndi að fremja sjálfsvíg á föstudag vegna gífurlega fjárhagslegra örðugleika. Maðurinn kveikti í sjálfum sér fyrir framan veitingastað á háskólasvæði háskólans í Lyon en nokkrum klukkustundum áður hafði hann birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tjáði sig um fjárhagsörðugleika sína. Kenndi hann stjórnmálamönnum og Evrópusambandinu um bága stöðu námsmanna í landinu. Hann sagðist ekki sjá fram á að geta lifað lengur á 450 evrum á mánuði, sem samsvarar um það bil 62 þúsund krónum á mánuði, og kenndi Emmanuel Macron og forverum hans í embætti sem og Marine Le Pen og Evrópusambandinu um að hafa drepið sig. Hann sagði mikilvægt að fólk myndi berjast gegn fasisma og reyndi að færa samfélagið í átt að auknu frjálslyndi. Ungt fólk hópaðist því saman víða um Frakkland og sýndu manninum samstöðu. Vilja þau meina að þetta sé skýrt dæmi um óöryggi ungs fólks í landinu og sendu samtök námsmanna frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki eiga að smætta sjálfsvígstilraunina niður í örvæntingu. Kærasta mannsins hafði gert lögregluyfirvöldum viðvart eftir að hann hefði upplýst hana um fyrirætlanir sínar. Maðurinn er sagður í lífshættu og þekja brunasár 90% líkama hans.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Frakkland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira