Kveikti í sjálfum sér vegna bágrar fjárhagsstöðu Sylvía Hall skrifar 12. nóvember 2019 23:46 Frá samstöðumótmælum. Vísir/EPA Hópur nemenda mótmælti á götum franskra borga vegna stöðu ungs fólks í landinu. Mótmælin voru í því skyni að sýna samstöðu með 22 ára gömlum manni sem reyndi að fremja sjálfsvíg á föstudag vegna gífurlega fjárhagslegra örðugleika. Maðurinn kveikti í sjálfum sér fyrir framan veitingastað á háskólasvæði háskólans í Lyon en nokkrum klukkustundum áður hafði hann birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tjáði sig um fjárhagsörðugleika sína. Kenndi hann stjórnmálamönnum og Evrópusambandinu um bága stöðu námsmanna í landinu. Hann sagðist ekki sjá fram á að geta lifað lengur á 450 evrum á mánuði, sem samsvarar um það bil 62 þúsund krónum á mánuði, og kenndi Emmanuel Macron og forverum hans í embætti sem og Marine Le Pen og Evrópusambandinu um að hafa drepið sig. Hann sagði mikilvægt að fólk myndi berjast gegn fasisma og reyndi að færa samfélagið í átt að auknu frjálslyndi. Ungt fólk hópaðist því saman víða um Frakkland og sýndu manninum samstöðu. Vilja þau meina að þetta sé skýrt dæmi um óöryggi ungs fólks í landinu og sendu samtök námsmanna frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki eiga að smætta sjálfsvígstilraunina niður í örvæntingu. Kærasta mannsins hafði gert lögregluyfirvöldum viðvart eftir að hann hefði upplýst hana um fyrirætlanir sínar. Maðurinn er sagður í lífshættu og þekja brunasár 90% líkama hans.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Frakkland Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Hópur nemenda mótmælti á götum franskra borga vegna stöðu ungs fólks í landinu. Mótmælin voru í því skyni að sýna samstöðu með 22 ára gömlum manni sem reyndi að fremja sjálfsvíg á föstudag vegna gífurlega fjárhagslegra örðugleika. Maðurinn kveikti í sjálfum sér fyrir framan veitingastað á háskólasvæði háskólans í Lyon en nokkrum klukkustundum áður hafði hann birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tjáði sig um fjárhagsörðugleika sína. Kenndi hann stjórnmálamönnum og Evrópusambandinu um bága stöðu námsmanna í landinu. Hann sagðist ekki sjá fram á að geta lifað lengur á 450 evrum á mánuði, sem samsvarar um það bil 62 þúsund krónum á mánuði, og kenndi Emmanuel Macron og forverum hans í embætti sem og Marine Le Pen og Evrópusambandinu um að hafa drepið sig. Hann sagði mikilvægt að fólk myndi berjast gegn fasisma og reyndi að færa samfélagið í átt að auknu frjálslyndi. Ungt fólk hópaðist því saman víða um Frakkland og sýndu manninum samstöðu. Vilja þau meina að þetta sé skýrt dæmi um óöryggi ungs fólks í landinu og sendu samtök námsmanna frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki eiga að smætta sjálfsvígstilraunina niður í örvæntingu. Kærasta mannsins hafði gert lögregluyfirvöldum viðvart eftir að hann hefði upplýst hana um fyrirætlanir sínar. Maðurinn er sagður í lífshættu og þekja brunasár 90% líkama hans.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Frakkland Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira