Hong Kong á barmi upplausnar Ari Brynjólfsson skrifar 13. nóvember 2019 07:45 Mótmælendur kveiktu elda í Hong Kong í gær. Nordicphotos/Getty Hong Kong er á barmi upplausnar að sögn lögreglu í kjölfar mótmælanna sem hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Í gær stöðvuðu mótmælendur umferð í viðskiptahverfinu. Þá féllu niður tímar í háskólum. Á mánudag lokuðu mótmælendur verslunum og hafa þeir gefið út að truflanir á starfsemi fyrirtækja haldi áfram út vikuna. Fram til þessa hafa mótmælin farið fram um helgar. Hong Kong hefur verið sjálfstjórnarhérað í Kína frá því að Bretar yfirgáfu borgina fyrir aldamót. Mótmælin hófust í júní eftir að stjórnvöld lögðu fram tillögu um að heimila framsal til Kína. Þau hafa síðan magnast yfir í kröfur um aukið lýðræði og ábyrgð af hálfu stjórnvalda. Í gær var strætisvagn notaður til að teppa umferð. Þá var kveikt í stóru jólatré í verslunarmiðstöð. „Við höfum ótal dæmi um óeirðaseggi sem beita saklaust fólk ofbeldi,“ hefur BBC eftir Kong Wing-cheung, talskonu lögreglunnar í Hong Kong. „Hong Kong er á barmi upplausnar vegna grímuklæddra óeirðaseggja sem auka sífellt ofbeldið í þeirri von að þeir komist upp með það.“ Mótmælandi var skotinn af lögreglu á mánudaginn. Í kjölfarið var kveikt í stuðningsmanni kínverskra stjórnvalda. Báðir liggja á sjúkrahúsi. Li Kwai-wah yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa verið í fullum rétti að skjóta mótmælandann. „Lögregluþjóni var ógnað af hópi fólks sem ætlaði að taka af honum byssuna. Í slíkum aðstæðum á lögreglan fullan rétt á að verja sig.“ Mótmælendahópurinn Demosisto deildi í kjölfarið myndbandi þar sem lögregla sést úða piparúða á konu og berja hana með kylfu. Joshua Wong, leiðtogi Demosisto, segir að hún sé ólétt og aðgerðir lögreglu hafi verið hræðilegar. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira
Hong Kong er á barmi upplausnar að sögn lögreglu í kjölfar mótmælanna sem hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Í gær stöðvuðu mótmælendur umferð í viðskiptahverfinu. Þá féllu niður tímar í háskólum. Á mánudag lokuðu mótmælendur verslunum og hafa þeir gefið út að truflanir á starfsemi fyrirtækja haldi áfram út vikuna. Fram til þessa hafa mótmælin farið fram um helgar. Hong Kong hefur verið sjálfstjórnarhérað í Kína frá því að Bretar yfirgáfu borgina fyrir aldamót. Mótmælin hófust í júní eftir að stjórnvöld lögðu fram tillögu um að heimila framsal til Kína. Þau hafa síðan magnast yfir í kröfur um aukið lýðræði og ábyrgð af hálfu stjórnvalda. Í gær var strætisvagn notaður til að teppa umferð. Þá var kveikt í stóru jólatré í verslunarmiðstöð. „Við höfum ótal dæmi um óeirðaseggi sem beita saklaust fólk ofbeldi,“ hefur BBC eftir Kong Wing-cheung, talskonu lögreglunnar í Hong Kong. „Hong Kong er á barmi upplausnar vegna grímuklæddra óeirðaseggja sem auka sífellt ofbeldið í þeirri von að þeir komist upp með það.“ Mótmælandi var skotinn af lögreglu á mánudaginn. Í kjölfarið var kveikt í stuðningsmanni kínverskra stjórnvalda. Báðir liggja á sjúkrahúsi. Li Kwai-wah yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa verið í fullum rétti að skjóta mótmælandann. „Lögregluþjóni var ógnað af hópi fólks sem ætlaði að taka af honum byssuna. Í slíkum aðstæðum á lögreglan fullan rétt á að verja sig.“ Mótmælendahópurinn Demosisto deildi í kjölfarið myndbandi þar sem lögregla sést úða piparúða á konu og berja hana með kylfu. Joshua Wong, leiðtogi Demosisto, segir að hún sé ólétt og aðgerðir lögreglu hafi verið hræðilegar.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira
Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59
Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30