Hljóp maraþon í öllum ríkjum heims og setur stefnuna á Ísland Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 10:50 Nick Butter og vinur hans Kevin Webber við endalok síðasta maraþonsins af 196. Mynd/Instagram Bretinn Nick Butter skráði nafn sitt í sögubækurnar á sunnudaginn þegar hann lauk maraþoni í Grikklandi. Það þykir kannski ekki merkilegt út af fyrir sig en með maraþonhlaupinu í Grikklandi náði Butter þeim áfanga að hafa hlaupið maraþon í 196 ríkjum frá því í janúar í fyrra. Um er að ræða þau 193 ríki sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Vatíkanið, Palestínu og Taívan. Með því vonast Butter til að safna 250 þúsund pundum til góðgerðarmála. Átak þetta tók 674 daga og tvö maraþon í tveimur ríkjum á hverri viku, að meðaltali. Alls hljóp hann meira en 8.200 kílómetra. Þá er óhætt að segja að hlaup Butter hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Það var skotið á hann í Nígeríu. Villihundar réðust á hann í Túnis, hann var rændur tvisvar sinnum, varð fyrir bíl og þurfti að hlaupa yfir vígvelli í Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Fann fór í 201 flugferð, 45 lestaferðir, tók rútu 15 sinnum og leigubíla 280 sinnum, samkvæmt frétt The Times (áskriftarvefur).Í samtali við Times segir Butter að hann sé ekki hættur að hlaupa og ætlar hann sér að hlaupa um Ísland á næsta ári. Hugmyndin kviknaði árið 2016 þegar Butter kynntist Kevin Webber þar sem þeir voru báðir að undirbúa sig fyrir Marathon des Sables í Marokkó. Webber sagðist hafa greinst með ólæknandi krabbamein í blöðruhálskirtli og hann væri að reyna að nota þann tíma sem hann ætti eftir til að safna til góðgerðamála. „Ég trúði því ekki að þessi maður, sem var svo fullur af hamingju og lífi, hafi verið að segja mér að hann væri með ólæknandi krabbamein,“ sagði Butter. Hann sagði Kevin hafa breytt lífi sínu og í framhaldinu hafi hann sagt upp í bankanum sem hann starfaði í og skipt jakkafötunum út fyrir hlaupabuxurnar að eilífu. „Meðal líf er 29,747 dagar að lengd og ef þú ert breskur verð um níu árum í að horfa á sjónvarpið. Það er áhugavert að fá fólk til að hugsa um hve miklum tíma það sóar í eitthvað sem það hefur í raun ekki áhuga á.“Thank you @SkyNews for this interview #runningtheworld196https://t.co/7lbCfHtjNppic.twitter.com/z5WcLGUyGp — Nick Butter (@nickbutterrun) November 12, 2019 Bretland Hlaup Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Bretinn Nick Butter skráði nafn sitt í sögubækurnar á sunnudaginn þegar hann lauk maraþoni í Grikklandi. Það þykir kannski ekki merkilegt út af fyrir sig en með maraþonhlaupinu í Grikklandi náði Butter þeim áfanga að hafa hlaupið maraþon í 196 ríkjum frá því í janúar í fyrra. Um er að ræða þau 193 ríki sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Vatíkanið, Palestínu og Taívan. Með því vonast Butter til að safna 250 þúsund pundum til góðgerðarmála. Átak þetta tók 674 daga og tvö maraþon í tveimur ríkjum á hverri viku, að meðaltali. Alls hljóp hann meira en 8.200 kílómetra. Þá er óhætt að segja að hlaup Butter hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Það var skotið á hann í Nígeríu. Villihundar réðust á hann í Túnis, hann var rændur tvisvar sinnum, varð fyrir bíl og þurfti að hlaupa yfir vígvelli í Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Fann fór í 201 flugferð, 45 lestaferðir, tók rútu 15 sinnum og leigubíla 280 sinnum, samkvæmt frétt The Times (áskriftarvefur).Í samtali við Times segir Butter að hann sé ekki hættur að hlaupa og ætlar hann sér að hlaupa um Ísland á næsta ári. Hugmyndin kviknaði árið 2016 þegar Butter kynntist Kevin Webber þar sem þeir voru báðir að undirbúa sig fyrir Marathon des Sables í Marokkó. Webber sagðist hafa greinst með ólæknandi krabbamein í blöðruhálskirtli og hann væri að reyna að nota þann tíma sem hann ætti eftir til að safna til góðgerðamála. „Ég trúði því ekki að þessi maður, sem var svo fullur af hamingju og lífi, hafi verið að segja mér að hann væri með ólæknandi krabbamein,“ sagði Butter. Hann sagði Kevin hafa breytt lífi sínu og í framhaldinu hafi hann sagt upp í bankanum sem hann starfaði í og skipt jakkafötunum út fyrir hlaupabuxurnar að eilífu. „Meðal líf er 29,747 dagar að lengd og ef þú ert breskur verð um níu árum í að horfa á sjónvarpið. Það er áhugavert að fá fólk til að hugsa um hve miklum tíma það sóar í eitthvað sem það hefur í raun ekki áhuga á.“Thank you @SkyNews for this interview #runningtheworld196https://t.co/7lbCfHtjNppic.twitter.com/z5WcLGUyGp — Nick Butter (@nickbutterrun) November 12, 2019
Bretland Hlaup Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira