Fótbolti

Viðar veiktist og varð eftir í Antalya

Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar
Viðar Örn Kjartansson í leik með íslenska landsliðinu.
Viðar Örn Kjartansson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Manuel Blondeau
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom manni færra til Istanbul í dag því það skiluðu sér ekki allir leikmenn liðsins í flugið.

Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og þar staðfesti hann að framherjinn Viðar Örn Kjartansson spili ekki í leiknum á móti Tyrklandi annað kvöld.

Viðar veiktist eftir komuna til Antalya frá Rússlandi þar sem hann spilar með liði Ruben Kazan.

Ákveðið var að skilja Viðar eftir á hóteli íslenska liðsins í Antalya þar sem hann fær tækifæri til að ná sér góðum.

Viðar Örn Kjartansson hefur skorað 3 mörk í 22 landsleikjum en síðasta markið hans kom í sigri á Andorra í mars.

Viðar missir örugglega af leiknum við Tyrkland en vonir eru til þess að hann verði búinn að ná sér fyrir leikinn á móti Moldóvu á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×