Gylfi vill sjá nýja menn nýta tækifærið sem þeir fá gegn Tyrkjum Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson er með fyrirliðabandið í forföllum Arons Einars Gunnarssonar. Getty/Anthony Dibon Íslenska karlalandsliðið verður án tveggja lykilmanna í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum annað kvöld en eins og allir vita þá eru þeir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson báðir frá vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson leggur áherslu á það að þeir leikmenn sem kom inn í liðið fyrir þá Aron Einar og Jóhann Berg þurfi að líta á þetta sem frábært tækifæri til að sýna sig og sanna. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þá að sýna að þeir eigi skilið sitt sæti í liðinu. Þetta er frábær leikur að koma inn því það er mikil stemmning og mikil læti á vellinum. Það er bara jákvætt fyrir þá að fá tækifæri núna og vonandi að þeir nýti sér það,“ sagði Gylfi. Íslenska liðið fékk minni tíma til að undirbúa sig en áður en Gylfi hefur ekki áhyggjur af því. „Flestir af okkur hafa verið saman í mörg mörg ár. Þótt við spilum á fimmtudegi eða föstudegi þá skiptir það litlu máli. Við erum ekki að breyta neinu þannig séð því þetta eru sömu hlutir og við höfum gert, síðustu fimm, sex, sjö ár. Ég held að það hafi engin áhrif á okkur,“ sagði Gylfi. Það leynir sér samt ekki að mikilvægi þeirra Arons Einars og Jóhanns Berg er mikið. Íslenska liðið hefur nefnilega unnið alla þrjá leiki sína í þessari undankeppni þar sem þeir hafa báðir verið með.Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem Aron Einar og Jóhann Berg hafa báðir byrjað: 2-0 sigur á Andorra (úti) 1-0 sigur á Albaníu (heima) 2-1 sigur á Tyrklandi (heima)Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem það hefur vantað annan eða báða: 4-0 tap fyrir Frakklandi (úti) 3-0 sigur á Moldóvu (heima) 4-2 tap fyrir Albaníu (úti) 1-0 tap fyrir Frakklandi (heima) 2-0 sigur á Andorra (heima) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið verður án tveggja lykilmanna í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum annað kvöld en eins og allir vita þá eru þeir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson báðir frá vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson leggur áherslu á það að þeir leikmenn sem kom inn í liðið fyrir þá Aron Einar og Jóhann Berg þurfi að líta á þetta sem frábært tækifæri til að sýna sig og sanna. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þá að sýna að þeir eigi skilið sitt sæti í liðinu. Þetta er frábær leikur að koma inn því það er mikil stemmning og mikil læti á vellinum. Það er bara jákvætt fyrir þá að fá tækifæri núna og vonandi að þeir nýti sér það,“ sagði Gylfi. Íslenska liðið fékk minni tíma til að undirbúa sig en áður en Gylfi hefur ekki áhyggjur af því. „Flestir af okkur hafa verið saman í mörg mörg ár. Þótt við spilum á fimmtudegi eða föstudegi þá skiptir það litlu máli. Við erum ekki að breyta neinu þannig séð því þetta eru sömu hlutir og við höfum gert, síðustu fimm, sex, sjö ár. Ég held að það hafi engin áhrif á okkur,“ sagði Gylfi. Það leynir sér samt ekki að mikilvægi þeirra Arons Einars og Jóhanns Berg er mikið. Íslenska liðið hefur nefnilega unnið alla þrjá leiki sína í þessari undankeppni þar sem þeir hafa báðir verið með.Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem Aron Einar og Jóhann Berg hafa báðir byrjað: 2-0 sigur á Andorra (úti) 1-0 sigur á Albaníu (heima) 2-1 sigur á Tyrklandi (heima)Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem það hefur vantað annan eða báða: 4-0 tap fyrir Frakklandi (úti) 3-0 sigur á Moldóvu (heima) 4-2 tap fyrir Albaníu (úti) 1-0 tap fyrir Frakklandi (heima) 2-0 sigur á Andorra (heima)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira