Kári sagði Tyrkjunum að íslenska liðið ætlaði að koma í veg fyrir partýið Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 09:00 Kári Árnason. Vísir/Sigurður Már Kári Árnason talaði fyrir hönd leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann hitti tyrknesku blaðamennina á Türk Telekom Arena í gær. Tyrknesku blaðamennirnir spurðu Kára út möguleika íslenska liðsins í leiknum á morgun og hvernig íslenska liðið nálgaðist þennan mikilvæga leik þar sem Tyrkir geta tryggt sér sæti á EM 2020 en Ísland verður að vinna til að vera enn á lífi í keppninni. „Tyrkir hafa gert mjög góða hluti í þessari undankeppni og það sem er þar mikilvægast er að þeir náðu í fjögur stig á móti Frakklandi sem hefur sett okkur í erfiða stöðu,“ sagði Kári Árnason. „Þetta breytir ekki því að við komum hingað til að vinna leikinn. Vonandi verður ekki partý í Istanbul annað kvöld og við munum gera okkar besta til að koma í veg fyrir það,“ sagði Kári við blaðamenn í gær, og átti þá við leikinn sem er í kvöld. „Ég vil samt ítreka það að Tyrkir hafa gert mjög vel og þeir þurfa aðeins eitt stig. Þeir fá tvö tækifæri til að komast á EM, á móti okkur og á móti Andorra. Við fáum einn möguleika sem er að vinna báða leiki,“ sagði Kári. „Líkurnar eru á móti okkur en við höfum ekki gefist upp ennþá,“ sagði Kári. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Kári Árnason talaði fyrir hönd leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann hitti tyrknesku blaðamennina á Türk Telekom Arena í gær. Tyrknesku blaðamennirnir spurðu Kára út möguleika íslenska liðsins í leiknum á morgun og hvernig íslenska liðið nálgaðist þennan mikilvæga leik þar sem Tyrkir geta tryggt sér sæti á EM 2020 en Ísland verður að vinna til að vera enn á lífi í keppninni. „Tyrkir hafa gert mjög góða hluti í þessari undankeppni og það sem er þar mikilvægast er að þeir náðu í fjögur stig á móti Frakklandi sem hefur sett okkur í erfiða stöðu,“ sagði Kári Árnason. „Þetta breytir ekki því að við komum hingað til að vinna leikinn. Vonandi verður ekki partý í Istanbul annað kvöld og við munum gera okkar besta til að koma í veg fyrir það,“ sagði Kári við blaðamenn í gær, og átti þá við leikinn sem er í kvöld. „Ég vil samt ítreka það að Tyrkir hafa gert mjög vel og þeir þurfa aðeins eitt stig. Þeir fá tvö tækifæri til að komast á EM, á móti okkur og á móti Andorra. Við fáum einn möguleika sem er að vinna báða leiki,“ sagði Kári. „Líkurnar eru á móti okkur en við höfum ekki gefist upp ennþá,“ sagði Kári.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira