Dreifir indverskum guðum um landið Björk Eiðsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 08:30 Sigrún Úlfarsdóttir var aðeins 11 ára gömul þegar hún heillaðist af indverskri menningu. Fréttablaðið/Stefán Skartgripahönnuðurinn Sigrún Úlfarsdóttir opnar sýninguna Verndarvættir Íslands nú á laugardaginn en þar tengir hún með myndverkum íslenska náttúru við Ayurveda-heimspeki.Verndarvættir Íslands komu til þannig að ég var að hugsa um skartgripalínu sem er innblásin af indverskri Ayurveda-heimspeki. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af öllu indversku, ekki síst litunum og matnum. Þegar ég var 11 ára bjó ég ásamt fjölskyldu minni um hríð á Englandi þar sem pabbi bætti við þekkingu sína í tannlækningum. Ég varð þá hugfangin af öllum indversku konunum þar, sem voru líklega eiginkonur indverskra nemenda við háskólann, nýkomnar frá Indlandi og allar uppáklæddar í sari. Mér fannst þetta fallegustu föt sem ég hafði nokkurn tímann séð,“ segir Sigrún um áhuga sinn á indverskri menningu.Starfaði fyrir stór tískufyrirtæki Sigrún lærði myndlist í MHÍ og í framhaldi fatahönnun í París þar sem hún eftir útskrift starfaði fyrir stór tískufyrirtæki, meðal annars Karl Lagerfeld, Hervé Léger, Balmain og Swarovski. Hún hefur síðan unnið við fata-, leður- og skartgripahönnun, bæði fyrir þessi fyrirtæki og fyrir eigið fyrirtæki, Divine Love. Myndverkin sem verða til sýnis í Hannesarholti í tvær vikur frá og með laugardeginum eru sprottin upp úr vinnu þar sem Sigrún stúderaði indverska heimspeki og orkustöðvar Ayurveda-fræðanna í tengslum við hönnun skartgripa.Yfirnáttúruleg myndefni „Hugmyndin var að gera myndverk í kringum viðfangsefnið, þar sem skartgripalínan virkaði eins og eitt atriði í risastóru myndrænu konsepti, þar sem myndlist og hönnun kölluðust á eins og tveir andstæðir pólar.“ Samtímis vildi Sigrún tengja Ísland við þessa skartgripi og mátaði hugmyndina með því að setja hana beint út í náttúruna. Sigrún viðurkennir að samruni íslensks landslags og indverskrar goðafræði gæti virkað nokkuð óvænt við fyrstu sýn. „Þessi tvö myndefni eru ósamstæð en eiga samt það sameiginlegt að vera svolítið yfir-náttúruleg.“Indverska gyðjan Durga gnæfir hér yfir Arnarfirðinum. Fréttablaðið/AðsendNáttúruvættir Íslands efast Verkin vinnur Sigrún í samstarfi við systur sínar tvær, Þórdísi, sem tók allar landslagsmyndirnar, og Bergþóru, sem aðstoðaði við Photoshop-vinnuna. Sigrún segist hafa fengið mikinn áhuga á að vinna með kristalla í starfi sínu fyrir kristallaframleiðandann Swarovski og eru myndverkin skreytt kristöllum sem hún segir passa íslenskri náttúru vel. „Íslensk náttúra er tær eins og kristall og af henni stafar sérstök birta.“Nokkrar myndir sýningarinnar eru teknar á Vestfjörðum og kastar Sigrún fram þeirri spurningu hvort náttúrvættir Íslands hljóti ekki að hafa efasemdir um virkjanir og náttúrurask sem eigi sér stað hér á landi. „Ég er alls ekki á móti virkjunum enda raforka mjög vistvæn miðað við til dæmis kjarnorku og olíu. En á sama tíma er ég eins og margir áhyggjufull yfir framganginum. Það er eins og fólk sé ekki meðvitað um hversu mikill fjársjóður íslensk náttúra er. Eða lítur jafnvel á hana sem öðruvísi fjársjóð,“ segir Sigrún hugsi. Kristallar tærleika náttúrunnar „Um er að ræða svokölluð „collage-verk“ en myndirnar eru unnar í Photoshop þar sem indverskir guðir eru settir ofan á landslagsmyndir systur minnar. Í línunni eru nokkur stærri verk, unnin á sama hátt, en eru eins og málverk, sett á striga og í blindramma. Þau eru alsett kristöllum, af því að í rauninni eru þessi verk sambland af hönnun og list. Ég er vön að vinna með kristalla og mér fannst ágætt að hafa þá með eins og í skartgripunum. Svo fannst mér kristallarnir koma vel út í myndum af náttúru Íslands; þeir hafa einhvern tærleika sem passar henni vel.“ Eins og fyrr segir hannar Sigrún skartgripi undir merkinu Divine Love og segir stefnuna að fara út í víðtækari hönnun, nú sé fatalína í undirbúningi sem væntanleg sé í febrúar á næsta ári. Sigrún segir fatalínuna einkar þjóðlega en undanfarin ár hefur hún búið í París en varið töluverðum tíma hér á landi og því sé hún innblásin af báðum stöðum í verkum sínum. Sýningin Verndarvættir Íslands verður opnuð á laugardag, í Hannesarholti og stendur til 27. nóvember. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Skartgripahönnuðurinn Sigrún Úlfarsdóttir opnar sýninguna Verndarvættir Íslands nú á laugardaginn en þar tengir hún með myndverkum íslenska náttúru við Ayurveda-heimspeki.Verndarvættir Íslands komu til þannig að ég var að hugsa um skartgripalínu sem er innblásin af indverskri Ayurveda-heimspeki. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af öllu indversku, ekki síst litunum og matnum. Þegar ég var 11 ára bjó ég ásamt fjölskyldu minni um hríð á Englandi þar sem pabbi bætti við þekkingu sína í tannlækningum. Ég varð þá hugfangin af öllum indversku konunum þar, sem voru líklega eiginkonur indverskra nemenda við háskólann, nýkomnar frá Indlandi og allar uppáklæddar í sari. Mér fannst þetta fallegustu föt sem ég hafði nokkurn tímann séð,“ segir Sigrún um áhuga sinn á indverskri menningu.Starfaði fyrir stór tískufyrirtæki Sigrún lærði myndlist í MHÍ og í framhaldi fatahönnun í París þar sem hún eftir útskrift starfaði fyrir stór tískufyrirtæki, meðal annars Karl Lagerfeld, Hervé Léger, Balmain og Swarovski. Hún hefur síðan unnið við fata-, leður- og skartgripahönnun, bæði fyrir þessi fyrirtæki og fyrir eigið fyrirtæki, Divine Love. Myndverkin sem verða til sýnis í Hannesarholti í tvær vikur frá og með laugardeginum eru sprottin upp úr vinnu þar sem Sigrún stúderaði indverska heimspeki og orkustöðvar Ayurveda-fræðanna í tengslum við hönnun skartgripa.Yfirnáttúruleg myndefni „Hugmyndin var að gera myndverk í kringum viðfangsefnið, þar sem skartgripalínan virkaði eins og eitt atriði í risastóru myndrænu konsepti, þar sem myndlist og hönnun kölluðust á eins og tveir andstæðir pólar.“ Samtímis vildi Sigrún tengja Ísland við þessa skartgripi og mátaði hugmyndina með því að setja hana beint út í náttúruna. Sigrún viðurkennir að samruni íslensks landslags og indverskrar goðafræði gæti virkað nokkuð óvænt við fyrstu sýn. „Þessi tvö myndefni eru ósamstæð en eiga samt það sameiginlegt að vera svolítið yfir-náttúruleg.“Indverska gyðjan Durga gnæfir hér yfir Arnarfirðinum. Fréttablaðið/AðsendNáttúruvættir Íslands efast Verkin vinnur Sigrún í samstarfi við systur sínar tvær, Þórdísi, sem tók allar landslagsmyndirnar, og Bergþóru, sem aðstoðaði við Photoshop-vinnuna. Sigrún segist hafa fengið mikinn áhuga á að vinna með kristalla í starfi sínu fyrir kristallaframleiðandann Swarovski og eru myndverkin skreytt kristöllum sem hún segir passa íslenskri náttúru vel. „Íslensk náttúra er tær eins og kristall og af henni stafar sérstök birta.“Nokkrar myndir sýningarinnar eru teknar á Vestfjörðum og kastar Sigrún fram þeirri spurningu hvort náttúrvættir Íslands hljóti ekki að hafa efasemdir um virkjanir og náttúrurask sem eigi sér stað hér á landi. „Ég er alls ekki á móti virkjunum enda raforka mjög vistvæn miðað við til dæmis kjarnorku og olíu. En á sama tíma er ég eins og margir áhyggjufull yfir framganginum. Það er eins og fólk sé ekki meðvitað um hversu mikill fjársjóður íslensk náttúra er. Eða lítur jafnvel á hana sem öðruvísi fjársjóð,“ segir Sigrún hugsi. Kristallar tærleika náttúrunnar „Um er að ræða svokölluð „collage-verk“ en myndirnar eru unnar í Photoshop þar sem indverskir guðir eru settir ofan á landslagsmyndir systur minnar. Í línunni eru nokkur stærri verk, unnin á sama hátt, en eru eins og málverk, sett á striga og í blindramma. Þau eru alsett kristöllum, af því að í rauninni eru þessi verk sambland af hönnun og list. Ég er vön að vinna með kristalla og mér fannst ágætt að hafa þá með eins og í skartgripunum. Svo fannst mér kristallarnir koma vel út í myndum af náttúru Íslands; þeir hafa einhvern tærleika sem passar henni vel.“ Eins og fyrr segir hannar Sigrún skartgripi undir merkinu Divine Love og segir stefnuna að fara út í víðtækari hönnun, nú sé fatalína í undirbúningi sem væntanleg sé í febrúar á næsta ári. Sigrún segir fatalínuna einkar þjóðlega en undanfarin ár hefur hún búið í París en varið töluverðum tíma hér á landi og því sé hún innblásin af báðum stöðum í verkum sínum. Sýningin Verndarvættir Íslands verður opnuð á laugardag, í Hannesarholti og stendur til 27. nóvember.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira