Fótbolti

Englendingar verða í sérstökum búningum í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona verður þetta í kvöld.
Svona verður þetta í kvöld.
Enska landsliðið spilar sinn 1.000. landsleik í kvöld og treyjur leikmanna verða allar sérstakar að þessu sinni.

Undir merki enska knattspyrnusambandsins verður texti um að þetta sé landsleikur númer 1.000.

Fyrir ofan það verður síðan sérstakt númer fyrir hvern leikmann. Það segir til um númer viðkomandi leikmanns sem landsliðsmanns í sögunnu. Robert Barker var fyrsti landsliðsmaðurinn og Tyrone Mings er sá nýjasti númer 1.244.

Það verða ekki bara leikmenn kvöldsins sem fá sérmerktar treyjur í kvöld því fjölda eldri landsliðsmanna hefur verið boðið á völlinn og þeir fá allir treyju líka.

Þar er verið að tala um alla fyrrum fyrirliða landsliðsins, alla sem hafa náð 50 landsleikjum og þeir sem eru enn á lífi úr heimsmeistaraliðinu frá 1966.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari hefur þegar fengið sína treyju en hann var landsliðsmaður númer 1.071.

Goðsagnir á landsliðsmannalista Englands:

1: Robert Barker

677: Alf Ramsey

767: Bobby Charlton

804: Bobby Moore

816: Gordon Banks

843: Geoff Hurst

979: Gary Lineker

1.000: Neil Webb

1.006: Paul Gascoigne

1.078: David Beckham

1.125: Wayne Rooney

1.207: Harry Kane




Fleiri fréttir

Sjá meira


×