Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fjölnir 92-80 | Sannfærandi sigur hjá Breiðhyltingum Ísak Hallmundarson skrifar 15. nóvember 2019 21:00 vísir/bára ÍR og Fjölnir mættust í Hertz-hellinum í Dominos-deild karla í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR í 7. sæti með þrjá sigra en nýliðar Fjölnis í næstneðsta sæti með einn sigur. Það voru ÍR-ingar sem fóru með nokkuð sannfærandi sigur af hólmi, 92-80. Gestirnir í Fjölni skoruðu fyrstu körfuna en þá tóku heimamenn við og skoruðu 8 stig í röð. Þeir komust svo í 13-4 og 18-7 forystu áður en Fjölnir náðu að minnka forskotið í 25-16 og var staðan þannig að loknum fyrsta leikhluta. Annar leikhluti spilaðist nokkuð jafnt, heimamenn byrjuðu betur og komust í 14 stiga forystu en þá náðu Fjölnir í tvígang að minnka muninn í 9 stig og var staðan svo 45-35 fyrir heimamönnum í hálfleik. Evan Christopher Singletary var frábær í leiknum og var kominn með 12 stig og 8 stoðsendingar þegar í fyrri hálfleik. Srdan Stojanovic var besti maður gestanna og var með 10 stig í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta náðu Fjölnismenn snemma að minnka muninn í 5 stig, 50-45, en þá tók Borche þjálfari ÍR leikhlé og náðu hans menn muninum aftur upp í 14 stig fyrir lok leikhlutans. Staðan eftir þrjá leikhluta 65-51. Allt leit út fyrir þægilegan sigur heimamanna og voru þeir komnir með 16 stiga forskot en þá náðu gestirnir áhlaupi og minnkuðu forskotið enn á ný í 5 stig þegar enn voru 5 mínútur til stefnu. Það gat því allt gerst á þeim tímapunkti en Florijan Jovanov setti niður tvö dýrmæt þriggja stiga skot og ÍR aftur komið með 10 stiga forskot. Lokatölur urðu á endanum 92-80 fyrir ÍR. Evan Christopher fullkomnaði frábæran leik sinn með því að setja niður þriggja stiga skot á lokasekúndunni. Sanngjarn sigur ÍR-inga staðreynd.vísir/báraAf hverju vann ÍR? ÍR eru gríðarlega erfiðir heim að sækja og með magnaðan stuðning á bakvið sig. Þeir tóku af skarið snemma og mynduðu gott forskot sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir spiluðu góðan liðskörfubolta þar sem allt byrjunarliðið var með 9 stig eða meira og voru einfaldlega sterkari aðilinn í kvöld.Bestu menn vallarins Evan Christopher var fremstur meðal jafningja. Hann var bæði stigahæstur í ÍR-liðinu með 23 stig og með 15 stykki stoðsendingar, erfitt að toppa það. Georgi Boyanov og Sæþór Elmar voru einnig mjög öflugir fyrir heimamenn með 20 stig og 14 stig, auk þess sem Florijan Jovanov setti niður nokkur mikilvæg skot í leiknum. Srdan Stojanovic stóð einn upp úr hjá Fjölni, hann var með 30 stig og 7 fráköst og barðist manna mest. Viktor Moses sem af mörgum er talinn lykilmaður í Fjölnisliðinu náði sér hinsvegar ekki á strik í leiknum.Hvað gerist næst? ÍR á erfiða heimsókn til Þorlákshafnar fyrir höndum í næstu umferð, það verður eflaust hörkuleikur en liðin eru jöfn að stigum í dag. Fjölnir fær einnig verðugt verkefni, þeir taka á móti Tindastól heima í næstu umferð, en Stólarnir hafa verið í góðu formi undanfarið. ÍR er í 7. sæti eftir leikinn í kvöld og Fjölnir eins og fyrr í næstneðsta sæti. Mikilvægir leikir fyrir bæði lið eins og flestir leikir.vísir/báraBorche: Úrslitakeppnin markmiðið Borche Ilievski þjálfari ÍR var sáttur með sigur og frammistöðu sinna manna: „Ég er ánægður með frammistöðu minna leikmanna í kvöld. Það var jákvæð orka, við þurftum góða liðsframmistöðu vegna meiðsla Colin (Pryor) og það er nákvæmlega það sem gerðist í kvöld.‘‘ Þó að ÍR hafi verið í forystu allan leikinn náðu gestirnir að minnka muninn í 5 stig þegar 5 mínútur voru eftir: „5 stig eru ekki neitt í körfubolta, en Fjölnir var einnig í vandræðum í vörninni í kvöld og við náðum þessu fljótlega aftur upp í 9 stig. Það varð því ekkert vandamál og ég held að leikmenn mínir hafi verið mjög einbeittir í sókninni. Við tókum góðar ákvarðanir í skotvali og þetta var því ekkert vandamál,‘‘ segir Borche spurður hvort hann hafi þurft að hafa áhyggjur á þessum tímapunkti. Hann segir að liðið geti ekki slakað á núna en markmiðið sé að komast í úrslitakeppnina: „Þetta er langt tímabil, við eigum enn eftir að spila 15 leiki. Við þurfum að vera einbeittir áfram og ná markmiðum okkar, sem er að komast í úrslitakeppnina. Við misstum marga leikmenn eftir síðasta tímabil og ég held að það yrði mjög góður árangur að komast í úrslitakeppnina, sjáum til hversu langt við komumst.‘‘vísir/báraFalur: Fullt af fólki hérna hrætt við lætin „Við vorum ekki nógu sterkir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir náðu forskoti sem var erfitt að elta allan leikinn. Við náðum svona tvisvar eða þrisvar niður í 5 stig og þá náðu þeir að breyta eða við ekki að halda áfram. Ég er bara ósáttur við hvernig við byrjuðum leikinn,‘‘ sagði Falur Jóhann Harðarson þjálfari Fjölnis eftir leik. Það heyrist ávallt mikið í stuðningssveit ÍR sem kalla sig „Ghetto Hooligans‘‘ en Falur segir ákveðna aðila hafa verið hrædda við þá: „Það vorum ekki bara við, það var fullt af fólki hérna hrætt við lætin, þar á meðal tveir dómarar. Þeir þorðu ekki að dæma, það var ekki fyrr en ég fór að rífast í þeim að þeir byrjuðu að dæma.‘‘ Falur var ánægður með framlag Srdan Stojanovic sem skoraði 30 stig í leiknum. „Ég vil að allir spili af sami krafti og Srdan. Hann spilar alveg fram í síðasta blóðdropa og er núna brjálaður inni í klefa. Ég vil að allir séu svoleiðis en því miður er það ekki þannig. Ég hef sagt það áður, við þurfum fleiri stig frá fleiri mönnum.‘‘ Hann segir mótið hvergi nærri búið fyrir sína menn: „Ætli það sé ekki búið 40% af því. ÍR-ingar voru syngjandi söngva hérna um að við séum fallnir, en þetta er ekki búið. Þetta er ekki búið fyrr en eftir síðasta leik, við höldum áfram.‘‘vísir/báraTrausti: Komu allir með eitthvað í púkkið Trausti Eiríksson fyrirliði ÍR var til viðtals eftir leik. Hann var spurður út í hvað það var sem tryggði þeim þennan sigur: „Í dag komu allir með eitthvað í púkkið. Það gekk margt upp í dag sem hefur ekki verið að ganga upp í seinustu leikjum. Við náðum forskoti snemma og héldum bara áfram, Florijan setti risastór skot hérna í restina og Sæsi kom með geggjaða kafla á tímabili, sem skipti sköpum í dag.‘‘ Um stuðninginn sem ÍR fær heima fyrir segir Trausti: „Þetta er geggjað. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Maður er einhvernveginn orðinn vanur þessu en samt svo þakklátur í hvert einasta skipti,‘‘ segir Trausti að lokum Dominos-deild karla
ÍR og Fjölnir mættust í Hertz-hellinum í Dominos-deild karla í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR í 7. sæti með þrjá sigra en nýliðar Fjölnis í næstneðsta sæti með einn sigur. Það voru ÍR-ingar sem fóru með nokkuð sannfærandi sigur af hólmi, 92-80. Gestirnir í Fjölni skoruðu fyrstu körfuna en þá tóku heimamenn við og skoruðu 8 stig í röð. Þeir komust svo í 13-4 og 18-7 forystu áður en Fjölnir náðu að minnka forskotið í 25-16 og var staðan þannig að loknum fyrsta leikhluta. Annar leikhluti spilaðist nokkuð jafnt, heimamenn byrjuðu betur og komust í 14 stiga forystu en þá náðu Fjölnir í tvígang að minnka muninn í 9 stig og var staðan svo 45-35 fyrir heimamönnum í hálfleik. Evan Christopher Singletary var frábær í leiknum og var kominn með 12 stig og 8 stoðsendingar þegar í fyrri hálfleik. Srdan Stojanovic var besti maður gestanna og var með 10 stig í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta náðu Fjölnismenn snemma að minnka muninn í 5 stig, 50-45, en þá tók Borche þjálfari ÍR leikhlé og náðu hans menn muninum aftur upp í 14 stig fyrir lok leikhlutans. Staðan eftir þrjá leikhluta 65-51. Allt leit út fyrir þægilegan sigur heimamanna og voru þeir komnir með 16 stiga forskot en þá náðu gestirnir áhlaupi og minnkuðu forskotið enn á ný í 5 stig þegar enn voru 5 mínútur til stefnu. Það gat því allt gerst á þeim tímapunkti en Florijan Jovanov setti niður tvö dýrmæt þriggja stiga skot og ÍR aftur komið með 10 stiga forskot. Lokatölur urðu á endanum 92-80 fyrir ÍR. Evan Christopher fullkomnaði frábæran leik sinn með því að setja niður þriggja stiga skot á lokasekúndunni. Sanngjarn sigur ÍR-inga staðreynd.vísir/báraAf hverju vann ÍR? ÍR eru gríðarlega erfiðir heim að sækja og með magnaðan stuðning á bakvið sig. Þeir tóku af skarið snemma og mynduðu gott forskot sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir spiluðu góðan liðskörfubolta þar sem allt byrjunarliðið var með 9 stig eða meira og voru einfaldlega sterkari aðilinn í kvöld.Bestu menn vallarins Evan Christopher var fremstur meðal jafningja. Hann var bæði stigahæstur í ÍR-liðinu með 23 stig og með 15 stykki stoðsendingar, erfitt að toppa það. Georgi Boyanov og Sæþór Elmar voru einnig mjög öflugir fyrir heimamenn með 20 stig og 14 stig, auk þess sem Florijan Jovanov setti niður nokkur mikilvæg skot í leiknum. Srdan Stojanovic stóð einn upp úr hjá Fjölni, hann var með 30 stig og 7 fráköst og barðist manna mest. Viktor Moses sem af mörgum er talinn lykilmaður í Fjölnisliðinu náði sér hinsvegar ekki á strik í leiknum.Hvað gerist næst? ÍR á erfiða heimsókn til Þorlákshafnar fyrir höndum í næstu umferð, það verður eflaust hörkuleikur en liðin eru jöfn að stigum í dag. Fjölnir fær einnig verðugt verkefni, þeir taka á móti Tindastól heima í næstu umferð, en Stólarnir hafa verið í góðu formi undanfarið. ÍR er í 7. sæti eftir leikinn í kvöld og Fjölnir eins og fyrr í næstneðsta sæti. Mikilvægir leikir fyrir bæði lið eins og flestir leikir.vísir/báraBorche: Úrslitakeppnin markmiðið Borche Ilievski þjálfari ÍR var sáttur með sigur og frammistöðu sinna manna: „Ég er ánægður með frammistöðu minna leikmanna í kvöld. Það var jákvæð orka, við þurftum góða liðsframmistöðu vegna meiðsla Colin (Pryor) og það er nákvæmlega það sem gerðist í kvöld.‘‘ Þó að ÍR hafi verið í forystu allan leikinn náðu gestirnir að minnka muninn í 5 stig þegar 5 mínútur voru eftir: „5 stig eru ekki neitt í körfubolta, en Fjölnir var einnig í vandræðum í vörninni í kvöld og við náðum þessu fljótlega aftur upp í 9 stig. Það varð því ekkert vandamál og ég held að leikmenn mínir hafi verið mjög einbeittir í sókninni. Við tókum góðar ákvarðanir í skotvali og þetta var því ekkert vandamál,‘‘ segir Borche spurður hvort hann hafi þurft að hafa áhyggjur á þessum tímapunkti. Hann segir að liðið geti ekki slakað á núna en markmiðið sé að komast í úrslitakeppnina: „Þetta er langt tímabil, við eigum enn eftir að spila 15 leiki. Við þurfum að vera einbeittir áfram og ná markmiðum okkar, sem er að komast í úrslitakeppnina. Við misstum marga leikmenn eftir síðasta tímabil og ég held að það yrði mjög góður árangur að komast í úrslitakeppnina, sjáum til hversu langt við komumst.‘‘vísir/báraFalur: Fullt af fólki hérna hrætt við lætin „Við vorum ekki nógu sterkir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir náðu forskoti sem var erfitt að elta allan leikinn. Við náðum svona tvisvar eða þrisvar niður í 5 stig og þá náðu þeir að breyta eða við ekki að halda áfram. Ég er bara ósáttur við hvernig við byrjuðum leikinn,‘‘ sagði Falur Jóhann Harðarson þjálfari Fjölnis eftir leik. Það heyrist ávallt mikið í stuðningssveit ÍR sem kalla sig „Ghetto Hooligans‘‘ en Falur segir ákveðna aðila hafa verið hrædda við þá: „Það vorum ekki bara við, það var fullt af fólki hérna hrætt við lætin, þar á meðal tveir dómarar. Þeir þorðu ekki að dæma, það var ekki fyrr en ég fór að rífast í þeim að þeir byrjuðu að dæma.‘‘ Falur var ánægður með framlag Srdan Stojanovic sem skoraði 30 stig í leiknum. „Ég vil að allir spili af sami krafti og Srdan. Hann spilar alveg fram í síðasta blóðdropa og er núna brjálaður inni í klefa. Ég vil að allir séu svoleiðis en því miður er það ekki þannig. Ég hef sagt það áður, við þurfum fleiri stig frá fleiri mönnum.‘‘ Hann segir mótið hvergi nærri búið fyrir sína menn: „Ætli það sé ekki búið 40% af því. ÍR-ingar voru syngjandi söngva hérna um að við séum fallnir, en þetta er ekki búið. Þetta er ekki búið fyrr en eftir síðasta leik, við höldum áfram.‘‘vísir/báraTrausti: Komu allir með eitthvað í púkkið Trausti Eiríksson fyrirliði ÍR var til viðtals eftir leik. Hann var spurður út í hvað það var sem tryggði þeim þennan sigur: „Í dag komu allir með eitthvað í púkkið. Það gekk margt upp í dag sem hefur ekki verið að ganga upp í seinustu leikjum. Við náðum forskoti snemma og héldum bara áfram, Florijan setti risastór skot hérna í restina og Sæsi kom með geggjaða kafla á tímabili, sem skipti sköpum í dag.‘‘ Um stuðninginn sem ÍR fær heima fyrir segir Trausti: „Þetta er geggjað. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Maður er einhvernveginn orðinn vanur þessu en samt svo þakklátur í hvert einasta skipti,‘‘ segir Trausti að lokum
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum