Chris Pratt á Skálafellsjökli Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2019 12:30 Bandaríski leikarinn Chris Pratt. Vísir/Getty Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt er kominn til landsins. Hann birtir myndband af sér á Instagram þar sem hann er greinilega kappklæddur á jökli á Suðurlandi. Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 23 milljónir, og gefur þeim vísbendingar um hvar hann sé staddur. Hann segir að það sé skítkalt en fallegt og að landið sé að miklu leyti búið til úr ís. Þá birtir hann mynd af upphækkuðum jeppa sem vekur greinilega athygli hans. Þeir sem þekkja til eru á því að þessar myndir sem Pratt birtir séu frá Jöklaseli við Skálafellsjökul.Chris Pratt með notendanafnið @prattprattpratt á Instagram.Leikstjóri myndarinnar er Chris McKay sem er þekktastur fyrir myndirnar Robot Chicken, The Lego Movie og The Lego Batman Movie. Auk Pratt fara Yvonne Srahovski, J.K. Simmons, Betty Gilpin og Sam Richardson með hlutverk í myndinni. Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð þar sem mannkynið á sér litla von eftir erfitt stríð við geimverur sem gerðu innrás á jörðina. Til að snúa vörn í sókn ákveður mannfólkið að sækja hermenn úr fortíðinni til að vinna stríðið gegn geimverunum. Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum á jóladag 2020. Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt er kominn til landsins. Hann birtir myndband af sér á Instagram þar sem hann er greinilega kappklæddur á jökli á Suðurlandi. Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 23 milljónir, og gefur þeim vísbendingar um hvar hann sé staddur. Hann segir að það sé skítkalt en fallegt og að landið sé að miklu leyti búið til úr ís. Þá birtir hann mynd af upphækkuðum jeppa sem vekur greinilega athygli hans. Þeir sem þekkja til eru á því að þessar myndir sem Pratt birtir séu frá Jöklaseli við Skálafellsjökul.Chris Pratt með notendanafnið @prattprattpratt á Instagram.Leikstjóri myndarinnar er Chris McKay sem er þekktastur fyrir myndirnar Robot Chicken, The Lego Movie og The Lego Batman Movie. Auk Pratt fara Yvonne Srahovski, J.K. Simmons, Betty Gilpin og Sam Richardson með hlutverk í myndinni. Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð þar sem mannkynið á sér litla von eftir erfitt stríð við geimverur sem gerðu innrás á jörðina. Til að snúa vörn í sókn ákveður mannfólkið að sækja hermenn úr fortíðinni til að vinna stríðið gegn geimverunum. Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum á jóladag 2020.
Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira