Fótbolti

Kári: Fáum eitt dauðafæri og oftast er það nóg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kári Árnason var svekktur eftir markalaust jafntefli við Tyrki ytra í kvöld, en þau úrslit þýða að Ísland fer ekki upp úr riðlinum í undankeppni EM 2020.

„Við fengum færin til að klára leikinn, sami hafsentinn bjargar þeim tvisvar,“ sagði Kári við Óskar Ófeig Jónsson í Istanbúl.

Ísland þurfti sigur í leiknum en sóttu þó ekki af fullum krafti fyrr en í lok leiksins.

„Við höfum oft unnið útfrá því að sækja síðustu 10-15 mínúturnar. Það er kannski engin ástæða til þess að gera það fyrr. Ef þeir skora eitt þá er þetta bara búið.“

„Við fáum færin, Höddi á skalla og þeir bjarga á línu og Gulli á skot sem þeir henda sér mjög vel fyrir. Færin voru þarna, en stundum er þetta bara svona.“

„Þeir eiga eitt færi í leiknum og það kemur upp úr misskilningi. Þeir eru að skapa lítið. Við fengum eitt dauðafæri og oftast þurfum við ekki meira en það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×