Ráðherra sagður hafa óskað eftir því að hákarlinn verði rekinn Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2019 23:52 WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk. Vísir/Hafsteinn Leon Jooste, ráðherra ríkisfyrirtækja í Namibíu, er sagður hafa óskað eftir því við Albert Kawana, nýráðinn sjávarútvegsráðherra landsins, að hann leysi James Hatuikulipi, stjórnarformann Fishcor, frá störfum. Namibíska dagblaðið Namibian Sun greinir frá þessu. Ráðherrann er sagður vilja losna við Hatuikulipi ásamt Mike Nghipunya, forstjóra Fishcor, þar sem þeir séu til rannsóknar vegna mögulegrar þátttöku sinnar í meintu mútuhneyksli í tengslum við úthlutun sjávarútveigskvóta þar í landi.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefHatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014. Fishcor sér um að útdeila kvóta í Namibíu og hefur Hatuikulipi verið áberandi í umfjöllun um starfsemi Samherja í landinu. Er hann sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögn sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Greint var frá því á vef RÚV í kvöld að Hatuikulipi hafi í dag sagt upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Fram hefur komið að þeir sem þáðu hinar meintu mútugreiðslu séu Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, sem starfaði sem ráðgjafi fyrir Samherja, James Hatukulipi, stjórnarformaður í ríkisfyrirtækinu Fishcor og Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Sá fimmti sem nefndur er sem hugsanlegur mútuþegi er Mike Nghipunya, framkvæmdastjóri Fishcor. Shangala og Esau hafa báðir sagt af sér embætti í kjölfar umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. JUST IN: Public enterprises minister Leon Jooste, in a letter today to new acting minister of fisheries Albert Kawana, has asked for the removal Fishcor chair James Hatuikulipi and CEO Mike Nghipunya. The pair is cited in an international fishing quota bribery probe. pic.twitter.com/8KO9NIxB3C— Namibian Sun (@namibiansun) November 14, 2019 Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Leon Jooste, ráðherra ríkisfyrirtækja í Namibíu, er sagður hafa óskað eftir því við Albert Kawana, nýráðinn sjávarútvegsráðherra landsins, að hann leysi James Hatuikulipi, stjórnarformann Fishcor, frá störfum. Namibíska dagblaðið Namibian Sun greinir frá þessu. Ráðherrann er sagður vilja losna við Hatuikulipi ásamt Mike Nghipunya, forstjóra Fishcor, þar sem þeir séu til rannsóknar vegna mögulegrar þátttöku sinnar í meintu mútuhneyksli í tengslum við úthlutun sjávarútveigskvóta þar í landi.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefHatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014. Fishcor sér um að útdeila kvóta í Namibíu og hefur Hatuikulipi verið áberandi í umfjöllun um starfsemi Samherja í landinu. Er hann sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögn sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Greint var frá því á vef RÚV í kvöld að Hatuikulipi hafi í dag sagt upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Fram hefur komið að þeir sem þáðu hinar meintu mútugreiðslu séu Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, sem starfaði sem ráðgjafi fyrir Samherja, James Hatukulipi, stjórnarformaður í ríkisfyrirtækinu Fishcor og Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Sá fimmti sem nefndur er sem hugsanlegur mútuþegi er Mike Nghipunya, framkvæmdastjóri Fishcor. Shangala og Esau hafa báðir sagt af sér embætti í kjölfar umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. JUST IN: Public enterprises minister Leon Jooste, in a letter today to new acting minister of fisheries Albert Kawana, has asked for the removal Fishcor chair James Hatuikulipi and CEO Mike Nghipunya. The pair is cited in an international fishing quota bribery probe. pic.twitter.com/8KO9NIxB3C— Namibian Sun (@namibiansun) November 14, 2019
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08
Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30