Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Farage var reiður í hnefaleikahringnum. Flokkur hans mælist með hluta þess fylgis sem áður var. Nordicphotos/EPA „Það sem er í gangi núna er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Farage í hnefaleikaklúbbi í Lundúnum. „Á meðan ég tala núna er í gangi herferð til að fá menn og konur, frjálst fólk, til þess að hætta við að bjóða sig fram. Mætti halda að við værum í Venesúela.“ Þrátt fyrir þessar ásakanir nefndi Farage engin ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Einungis að frambjóðendur hans fengju stanslaus símtöl og tölvupóst þar sem óhróðri væri hellt yfir þá. Hratt hefur fjarað undan Brexit-flokknum á undanförnum vikum. Mælist hann einungis með fjögra til sjö prósenta fylgi en var með allt að 17 prósenta fylgi í könnunum í haust. Ekki er nema hálft ár síðan flokkurinn fékk flest atkvæði allra breskra flokka í kosningum til Evrópuþingsins, 30,5 prósent, en þá var hann nýstofnaður. Bjuggust margir við að Brexit flokkurinn myndi rjúka upp í könnunum þegar ljóst væri að Bretland myndi ekki yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október eins og forsætisráðherrann Boris Johnson hafði lofað. Á mánudag tilkynnti Farage að Brexit-flokkurinn myndi ekki bjóða fram í þeim kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn væri sterkastur heldur beina afli sínu að kjördæmum þar sem Verkamannaflokkurinn væri sterkur. Farage hefur boðið Johnson kosningabandalag en því var hafnað. Ákvörðunin kom flatt upp á marga, og var talin niðurlægjandi, enda hafði Farage tilkynnt að flokkurinn myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og að hann teldi útgöngusamning Johnsons ómögulegan. Farage sjálfur lét hafa það eftir sér að hann myndi hugsanlega kjósa Íhaldsflokkinn sjálfur, frekar en eigin flokk. Spennan magnast nú með hverjum deginum og stóru flokkarnir tveir hafa báðir verið að sækja í sig veðrið fyrir þingkosningarnar þann 12. desember. Íhaldsflokkurinn mælist nú í kringum 40 prósentin og Verkamannaflokkurinn í kringum 30. Báðir hafa þeir hagnast á dvínandi fylgi Brexit-flokksins, en Frjálslyndir demókratar hafa einnig gefið eftir. Þeir mælast nú með í kringum 15 prósent en höfðu vel yfir 20 í haust. Ein helsta ástæðan fyrir því að bæði Brexit-flokkurinn og Frjálslyndir demókratar hafa gefið eftir er sú staðreynd að kosningarnar munu ekki snúast algerlega um útgöngumálin, heldur efnahagsmál, niðurskurð, umhverfismál, heilbrigðiskerfið, löggæslu og fleiri mál. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56 Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
„Það sem er í gangi núna er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Farage í hnefaleikaklúbbi í Lundúnum. „Á meðan ég tala núna er í gangi herferð til að fá menn og konur, frjálst fólk, til þess að hætta við að bjóða sig fram. Mætti halda að við værum í Venesúela.“ Þrátt fyrir þessar ásakanir nefndi Farage engin ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Einungis að frambjóðendur hans fengju stanslaus símtöl og tölvupóst þar sem óhróðri væri hellt yfir þá. Hratt hefur fjarað undan Brexit-flokknum á undanförnum vikum. Mælist hann einungis með fjögra til sjö prósenta fylgi en var með allt að 17 prósenta fylgi í könnunum í haust. Ekki er nema hálft ár síðan flokkurinn fékk flest atkvæði allra breskra flokka í kosningum til Evrópuþingsins, 30,5 prósent, en þá var hann nýstofnaður. Bjuggust margir við að Brexit flokkurinn myndi rjúka upp í könnunum þegar ljóst væri að Bretland myndi ekki yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október eins og forsætisráðherrann Boris Johnson hafði lofað. Á mánudag tilkynnti Farage að Brexit-flokkurinn myndi ekki bjóða fram í þeim kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn væri sterkastur heldur beina afli sínu að kjördæmum þar sem Verkamannaflokkurinn væri sterkur. Farage hefur boðið Johnson kosningabandalag en því var hafnað. Ákvörðunin kom flatt upp á marga, og var talin niðurlægjandi, enda hafði Farage tilkynnt að flokkurinn myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og að hann teldi útgöngusamning Johnsons ómögulegan. Farage sjálfur lét hafa það eftir sér að hann myndi hugsanlega kjósa Íhaldsflokkinn sjálfur, frekar en eigin flokk. Spennan magnast nú með hverjum deginum og stóru flokkarnir tveir hafa báðir verið að sækja í sig veðrið fyrir þingkosningarnar þann 12. desember. Íhaldsflokkurinn mælist nú í kringum 40 prósentin og Verkamannaflokkurinn í kringum 30. Báðir hafa þeir hagnast á dvínandi fylgi Brexit-flokksins, en Frjálslyndir demókratar hafa einnig gefið eftir. Þeir mælast nú með í kringum 15 prósent en höfðu vel yfir 20 í haust. Ein helsta ástæðan fyrir því að bæði Brexit-flokkurinn og Frjálslyndir demókratar hafa gefið eftir er sú staðreynd að kosningarnar munu ekki snúast algerlega um útgöngumálin, heldur efnahagsmál, niðurskurð, umhverfismál, heilbrigðiskerfið, löggæslu og fleiri mál.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56 Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56
Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15
Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13