Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Farage var reiður í hnefaleikahringnum. Flokkur hans mælist með hluta þess fylgis sem áður var. Nordicphotos/EPA „Það sem er í gangi núna er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Farage í hnefaleikaklúbbi í Lundúnum. „Á meðan ég tala núna er í gangi herferð til að fá menn og konur, frjálst fólk, til þess að hætta við að bjóða sig fram. Mætti halda að við værum í Venesúela.“ Þrátt fyrir þessar ásakanir nefndi Farage engin ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Einungis að frambjóðendur hans fengju stanslaus símtöl og tölvupóst þar sem óhróðri væri hellt yfir þá. Hratt hefur fjarað undan Brexit-flokknum á undanförnum vikum. Mælist hann einungis með fjögra til sjö prósenta fylgi en var með allt að 17 prósenta fylgi í könnunum í haust. Ekki er nema hálft ár síðan flokkurinn fékk flest atkvæði allra breskra flokka í kosningum til Evrópuþingsins, 30,5 prósent, en þá var hann nýstofnaður. Bjuggust margir við að Brexit flokkurinn myndi rjúka upp í könnunum þegar ljóst væri að Bretland myndi ekki yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október eins og forsætisráðherrann Boris Johnson hafði lofað. Á mánudag tilkynnti Farage að Brexit-flokkurinn myndi ekki bjóða fram í þeim kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn væri sterkastur heldur beina afli sínu að kjördæmum þar sem Verkamannaflokkurinn væri sterkur. Farage hefur boðið Johnson kosningabandalag en því var hafnað. Ákvörðunin kom flatt upp á marga, og var talin niðurlægjandi, enda hafði Farage tilkynnt að flokkurinn myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og að hann teldi útgöngusamning Johnsons ómögulegan. Farage sjálfur lét hafa það eftir sér að hann myndi hugsanlega kjósa Íhaldsflokkinn sjálfur, frekar en eigin flokk. Spennan magnast nú með hverjum deginum og stóru flokkarnir tveir hafa báðir verið að sækja í sig veðrið fyrir þingkosningarnar þann 12. desember. Íhaldsflokkurinn mælist nú í kringum 40 prósentin og Verkamannaflokkurinn í kringum 30. Báðir hafa þeir hagnast á dvínandi fylgi Brexit-flokksins, en Frjálslyndir demókratar hafa einnig gefið eftir. Þeir mælast nú með í kringum 15 prósent en höfðu vel yfir 20 í haust. Ein helsta ástæðan fyrir því að bæði Brexit-flokkurinn og Frjálslyndir demókratar hafa gefið eftir er sú staðreynd að kosningarnar munu ekki snúast algerlega um útgöngumálin, heldur efnahagsmál, niðurskurð, umhverfismál, heilbrigðiskerfið, löggæslu og fleiri mál. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56 Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
„Það sem er í gangi núna er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Farage í hnefaleikaklúbbi í Lundúnum. „Á meðan ég tala núna er í gangi herferð til að fá menn og konur, frjálst fólk, til þess að hætta við að bjóða sig fram. Mætti halda að við værum í Venesúela.“ Þrátt fyrir þessar ásakanir nefndi Farage engin ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Einungis að frambjóðendur hans fengju stanslaus símtöl og tölvupóst þar sem óhróðri væri hellt yfir þá. Hratt hefur fjarað undan Brexit-flokknum á undanförnum vikum. Mælist hann einungis með fjögra til sjö prósenta fylgi en var með allt að 17 prósenta fylgi í könnunum í haust. Ekki er nema hálft ár síðan flokkurinn fékk flest atkvæði allra breskra flokka í kosningum til Evrópuþingsins, 30,5 prósent, en þá var hann nýstofnaður. Bjuggust margir við að Brexit flokkurinn myndi rjúka upp í könnunum þegar ljóst væri að Bretland myndi ekki yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október eins og forsætisráðherrann Boris Johnson hafði lofað. Á mánudag tilkynnti Farage að Brexit-flokkurinn myndi ekki bjóða fram í þeim kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn væri sterkastur heldur beina afli sínu að kjördæmum þar sem Verkamannaflokkurinn væri sterkur. Farage hefur boðið Johnson kosningabandalag en því var hafnað. Ákvörðunin kom flatt upp á marga, og var talin niðurlægjandi, enda hafði Farage tilkynnt að flokkurinn myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og að hann teldi útgöngusamning Johnsons ómögulegan. Farage sjálfur lét hafa það eftir sér að hann myndi hugsanlega kjósa Íhaldsflokkinn sjálfur, frekar en eigin flokk. Spennan magnast nú með hverjum deginum og stóru flokkarnir tveir hafa báðir verið að sækja í sig veðrið fyrir þingkosningarnar þann 12. desember. Íhaldsflokkurinn mælist nú í kringum 40 prósentin og Verkamannaflokkurinn í kringum 30. Báðir hafa þeir hagnast á dvínandi fylgi Brexit-flokksins, en Frjálslyndir demókratar hafa einnig gefið eftir. Þeir mælast nú með í kringum 15 prósent en höfðu vel yfir 20 í haust. Ein helsta ástæðan fyrir því að bæði Brexit-flokkurinn og Frjálslyndir demókratar hafa gefið eftir er sú staðreynd að kosningarnar munu ekki snúast algerlega um útgöngumálin, heldur efnahagsmál, niðurskurð, umhverfismál, heilbrigðiskerfið, löggæslu og fleiri mál.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56 Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56
Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15
Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13