Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 18:42 Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. Eva Joly sérfræðingur í fjármálaglæpum fer fyrir teymi lögmanna sem hefur tekið að sér mál Jóhannesar Stefánssonar sem ljóstraði upp viðskiptaháttum Samherja í Namibíu. Hún telur skjölin sýna alvarlega fjármálaglæpi. „Samherji hefur átt viðskipti við spillta stjórnmálamenn í Namibíu til að ná til sín fiskveiðikvótum sem þeir hafa ekki rétt á. Þeir hafa ekki greitt eðlilegt verð fyrir þennan kvóta til namibíska ríkisins heldur til sömu stjórnmálamanna,“ segir Eva. Hún segir að Wikilieaksskjölin og málflutningur Jóhannesar Stefánssonar gefa tilefni til allsherjarrannsóknar á fyrirtækinu. „Það þurfa að fara fram þrennar rannsóknir. Ein í Noregi um peningaþvætti, ein á Íslandi og ein í Namibíu,“ segir Eva. Eva Joly var meðal þeirra sem rannsakaði fjármálahrunið hér á landi. Hún smæð samfélagsins hafi í för með sér ýmsa vankanta. „Sama fólkið hefur gegnt sömu stöðunum lengi,sami flokkurinn hefur verið við völd mjög lengi. Valddreifing og gagnkvæmt aðhald virkar ekki sem skyldi á Íslandi sökum náinna tengsla,“ segir Eva. Þá finnst henni afar óeðlilegt að Sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks. „Það var ótækt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt forstjóra Samherja eftir umfjöllunina og myndi aldrei líðast í öðrum löndum,“ segir Eva Joly. Hún ræddi jafnframt um sakamálarannsóknina í Namibíu, stöðu Jóhannesar Stefánssonar og um hvað hún telji að viðbrögð stjórnvalda eigi að vera vegna málsins. Viðtalið í heild er hægt að nálgast hér. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. Eva Joly sérfræðingur í fjármálaglæpum fer fyrir teymi lögmanna sem hefur tekið að sér mál Jóhannesar Stefánssonar sem ljóstraði upp viðskiptaháttum Samherja í Namibíu. Hún telur skjölin sýna alvarlega fjármálaglæpi. „Samherji hefur átt viðskipti við spillta stjórnmálamenn í Namibíu til að ná til sín fiskveiðikvótum sem þeir hafa ekki rétt á. Þeir hafa ekki greitt eðlilegt verð fyrir þennan kvóta til namibíska ríkisins heldur til sömu stjórnmálamanna,“ segir Eva. Hún segir að Wikilieaksskjölin og málflutningur Jóhannesar Stefánssonar gefa tilefni til allsherjarrannsóknar á fyrirtækinu. „Það þurfa að fara fram þrennar rannsóknir. Ein í Noregi um peningaþvætti, ein á Íslandi og ein í Namibíu,“ segir Eva. Eva Joly var meðal þeirra sem rannsakaði fjármálahrunið hér á landi. Hún smæð samfélagsins hafi í för með sér ýmsa vankanta. „Sama fólkið hefur gegnt sömu stöðunum lengi,sami flokkurinn hefur verið við völd mjög lengi. Valddreifing og gagnkvæmt aðhald virkar ekki sem skyldi á Íslandi sökum náinna tengsla,“ segir Eva. Þá finnst henni afar óeðlilegt að Sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks. „Það var ótækt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt forstjóra Samherja eftir umfjöllunina og myndi aldrei líðast í öðrum löndum,“ segir Eva Joly. Hún ræddi jafnframt um sakamálarannsóknina í Namibíu, stöðu Jóhannesar Stefánssonar og um hvað hún telji að viðbrögð stjórnvalda eigi að vera vegna málsins. Viðtalið í heild er hægt að nálgast hér.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira