Fótbolti

Þrír landsliðsmenn geta náð tíu landsleikja ári í fjórða sinn

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Birkir Bjarnason getur spilað sinn tíunda landsleik á árinu í kvöld.
Birkir Bjarnason getur spilað sinn tíunda landsleik á árinu í kvöld. Getty/TF-Images
Fimm leikmenn íslenska landsliðsins eiga möguleika á því í kvöld að spila sinn tíunda landsleik á árinu 2019. Þrír af þeim hafa aftur á móti náð þessu oftar en hinir.

Birkir Bjarnason, Ragnar Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason eiga nefnilega allir möguleika á því í kvöld að ná því í fjórða skiptið á landsliðsferli sínum að spila tíu landsleiki eða fleiri á einu ári.

Allir hafa þeir spilað yfir tíu landsleiki á árunum 2013, 2016 og 2018 en nú gætu þeir náð því í fjórða skiptið.

Hannes Þór Halldórsson og Gylfi Þór Sigurðsson geta einnig spilað sinn tíunda landsleik á árinu 2019 í þessum leik í Moldóvu í kvöld.

Gylfi hefur aðeins náð einu sinni áður að spila tíu landsleiki á einu ári en hann spilaði 13 leiki árið 2016. Hannes getur einnig náð þessu í annað skiptið því hann spilaði tíu landsleiki árið 2016.

Flestir landsleikir á árinu 2019:

Birkir Bjarnason 9

Hannes Þór Halldórsson 9

Gylfi Þór Sigurðsson 9

Ragnar Sigurðsson 9

Ari Freyr Skúlason 9

Arnór Ingvi Traustason 8

Kári Árnason 8

Kolbeinn Sigþórsson 7

Jón Daði Böðvarsson 6

Aron Einar Gunnarsson 6

Hjörtur Hermannsson 6

Rúnar Sigurjónsson 6

Tíu landsleikja ár Birkis, Ragnars og Ara:

Birkir Bjarnason

10 landsleikir árið 2013

13 landsleikir árið 2016

11 landsleikir árið 2018

Ragnar Sigurðsson

10 landsleikir árið 2013

15 landsleikir árið 2016

10 landsleikir árið 2018

Ari Freyr Skúlason

10 landsleikir árið 2013

12 landsleikir árið 2016

10 landsleikir árið 2018




Fleiri fréttir

Sjá meira


×